Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 16
 Ýmiskonar húsgögn eftir bandaríska arkitekta, sem sýna stefn- una þeim megin hafsins. Hér eru línurnar yfirleitt ávalar og notkun efna mjög fjölbreytileg. Fjórir léttir stólar úr málmgrind, plasti eða formbeygðum kross- við, svampi og ullaráklæði. I>essir stólar eru eftir finnska arkitekta og svipar til húsgagnanna, sem hér eru sýnd eftir ameríska arkitekta. -■«USí<;ö» Sýnishorn af húsgögnum eftir fræga bandaríska arkitekta. Hér er allsstaðar notuð málmgrind og með henni leður á stólana, en hert plast á borðin. Meðan við höfum húsgögn í kringum okkur — og það er ekki útlit fyrir neina breytingu á því — munu koma fram nýjar stefnur, nýjar gerðir og ný efni, nálega á hverju ári. Þetta kemur að nokkru leyti til af því, að húsgögn eru háð tízkunni eins og föt, hús og bílar; það sem Þótti gott fyrir fimm árum hefur oxðið að þoka fyrir öðru, sem þykir fallegra eða betra í dag og við vitum, að samt verður það að láta í minni pokann fyrir einhverju, sem framleitt verður á næstu árum. Þeim Þykir ekkert að því, að eitthvað nýtt komi fram sem oftast og það gamla verði úrelt sem fyrst. Það er gaman að staldra við og virða fyrir sér þróunina á undanförnum ára- tugum. Bauhausmenn í Þýzkalandi tóku á málunum með heilagri vandlætningu og fordæmdu allt, sem ekki stóð í beinu sambandi við notagildi hlutarins. Þessi púritanismi varð til þess að skapa algjörlega nýja stefnu en það var á honum rétt- trúnaðarsvipur framanaf, sem einkum varð á kostnað hins fagurfræðilega. Það er óhætt að segja, að húsgögn á síðustu þrjátíu árunum, hafi byggzt á þeim grundvallarreglum sem settar voru i Bauhaus. En straumnum hefur verið veitt í nýja farvegi. Það er ærinn mismunur á því að bannfæra allt, sem ekki viðkemur notagildinu og hinu, að hluturinn sé nálega eingöngu fyrir augað. Það bezta við nútima húsgögn, er það, að reynt hefur verið að samræmá fegurð og notagildi. Því er ekki að neita, að ýmislegt er núna haft með, sem brautryðj- endur í nútímastíl hefðu kallað pírumpár með mikilli vandlætingu. 1 þessum þætti er ætlunin að gefa ykkur kost á þvi að sjá ýmsar nýjjungar, sem stungið hafa upp kollinum að undanförnu. Margt bendir til þess, að útlit á húsgögnum verði einkum með tvennu og. ólíku móti í náinni framtíð: Annars vegar eru húsgögn úr gerviefnum, plasti eða málmblöndum, sem hafa mjög mjúk- ar línur, jafnvel svo að engin lina fyrjrfinnst í hlutnum. Þessháttar húsgögn eru (-mjög sjaldséð i húsgagnabúðum hér, enda hvergi framleidd hér, mér vitanlega. Hinn frægi danski arkitekt, Arne Jacobsen, vakti mikla athygli fyrir tvær gerðir stóla, sem hann teiknaði fyrir nokkru og nefndi annan „Svaninn" og hinn „Eggið." Þeir einkennast mjög af ávölum línum og hafa sjálfsagt að ein- hverju leyti orðið til þess að ýta undir hugmyndaflug húsgagnaarkitekta í sambandi við bognar línur í húsgögnum. Ameríkumenn eru hérumbil heimsfrægir fyrir ljót húsgögn, það er að segja, það sem fæst í búðum. Hinsvegar eiga Þeir nokkra af hinum slyngustu húsgagna- arkitektum heimsins, en verk þeirra sjást ekki í sölubúðum, heldur munu þeir einkum vinna fyrir stofnanir og fyrirtæki. Af þessum mönnum má nefna Charles Eames, Harry Bertoia, George Nelson og tvo af Norðurlandakyni, sem ef til vill eru frægastir, E'ero Saarinen og Jens Risom. Við birtum hér myndir af nokkrum verkum þessara manna til Þess að allir geti sannfærzt um ágæti þeirra, en það er þó greinlegt, að þau eru mjög sérkennileg og þarna er eitthvað alveg nýtt á ferðinni, sem byggist að talsverðu leyti á notkun efnisins. Af verkum Framhald á bls. 30. Í6 VIKAN u. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.