Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 33
Bridgestone 7 er hezta bifbjólid STRÁKAR! BRIDGESTONE 7 „skellinaðran“ er vönduð, kraft- mikil og sparneytin, um leið og hún er falleg. Það verður alls staðar tekð eftir ykkur á BRIDGE- STONE 7. Komið og fáið myndir og allar upplýsingar hjá okkur. New York og fara að svipast um eftir íbúðinni ... Samt sem áður hafði henni dottið það i hug, þegar hann sagði henni að nú hefði leikritið verið tekið til sýninugar, að eiginlega gæti hún þá slitið trúlofun þeirra, án þess að sagt yrði með sanni að hún hagaði sér á sama hátt og Beryl. Ii'n hann unni henni, og hún var i rauninni hrifin af honum, og ef hún sliti trúlofuninni, varð hún að dveljast áfram í Brasiliu — og það var enn lengra frá Bret- landi en hún mundi verða i New York. — Þetta verður dásamlegt, sagði hún við sjálfa sig og seildist eftir varalitnum. Hún hafði dökka bauga undir augunum, sem púðrið megnaði ekki að dylja. Hún hafði sofið illa að undanförnu. Vitanlega hafði hún kviðið þvi hvernig fara mundi með leikritið, ekki var það annað. En nú þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af því framar, og ekki heldur af fram- tiðinni — hvorki sinni framtíð eða fjölskyldunnar, fyrst það kom á dag- inn að þessi Anna var dóttir milljón- ara, sem var fús til að leggja fram altl það fé, sem með þurfti til þess að reisa þarna fyrsta flokks gistihús ... Paradis fjallanna, eins og þau hafði öll dreymt um. Nú var sem sé ekki annað eftir, en að þau Victor héldu til New York og ákvæðu brúð- kaupsdaginn ... En hún ætlaði ekki að klæðast hvítu á brúðkaupsdaginn, því var hún staðráðin í. Hún vildi ekki heldur að hjónavigslan færi fram i kirkju; hún vildi ekki að neitt minnti á brúðkaup það, sem einu sinni hafði verið ákveðið — endur fyrir löngu, að henni fannst. Hún vildi að þetta brúðkaup yrði að öllu leyti með bandarísku sniði. Bandarikin yrðu hennar framtíðarland, hún vildi gleyma Bretlandi og öllu þvi, sem brezkt var, gleyma fortíðinni ... BréfiÖ í 'handtöskunni ... Þú kemur fljótt heim aftur, sagði Mikki og lagði vangann að kinn Önnu. — Já, svaraði Anna. — Þú skalt ekki þurfa að bíða lengi. En ég verð að kaupa mér fatnað fyrir brúðkaup- ið, skilurðu ... — Konur og föt, alltaf sama sagan, tautaði Mikki. Anna hló. — Ekki viltu þó að eigin- konan þín verði þér til skammar í klæðaburði, sagði hún. — Ætli Þú kjósir ekki heldur að geta verið stolt- ur af henni ... — Eg er stoltur af Þér, eins og þú ert, svaraði Mikki og virti hana fyrir sér, tóggranna og iturvaxna í ljósrauða silkikjólnum. Það kom glettnisglampi i augu henni. — Leizt þér þá lika svona vel á mig, þegar þú sást mig fyrst ... daginn,’sem ég kom hingað? spurði hún. Hann minntist þess, að þá hafði hún verið klædd kápu, sem var henni allt of stór, borið hattkúf ferlegan og stór sólgleraugu. Og nú spurði hann hana, hversvegna hún heíði verið þannig til fara. — Eg var að gabba blaðamennina, skilurðu, svaraði hún. — Það höfðu birzt fregnir um það á forsiðum stór- blaðanna, aö ég væri strokin að lieim- an með saxófónleikai'anum, og blaða- mennirnir eltu mig hvarvetna á röndum. Mig langaöi ekkert til að einhver þeirra færi að veita mér eftir- för hingað; mér leið illa, og ég vildi helzt fara huldu höfði. — Og gott var að þér tókst það, svaraði Mikki. — Og ef þú heíðir nú ekki rekizt á auglysinguna okkar í biaðinu ... -— En ég rakst á hana, og Það gerði gæíumuninn. Og eftir svo sem viku eða hálfan manuð verð ég komin hingað aftur, Þvi heiti ég ... og Þá getum við undirbúiö bruókaupiö. Loksins, hugsaði Beryl og brosti við spegilmynd sinni, loksins fæ ég not iyrir öli iínu fötin, sem ég keypti mér til feröarinnai’. Hún skoðaði sjálfa sig með vel- þóknun i krók og kring i stóra spegi- inum i sveinherbergmu. Hún var komin i ljósbiau silkidragtina, sem hún hafði aidrei haft tækifæri til að skarta í eftir að hún kom til Monte Paraiso, og haíði sett upp hattinn, sem heyrði dragtinni tii. Varaiiturinn var i samræmi við naglalakkið, sokkarnir svo næíur- þunnir, að þeir urðu vart greindir á fótieggjunum, hælarnir háir og hvassir ... allt var þetta eins og það átti að vera. Hún reyndi að finna eitthvað, sem betur mætti fara ... það var kannski að handtaskan væri helzt til stór og áberandi. Betra að hafa Þá hvítu. Hún tók hvitu töskuna, og íór að láta í hana, það sem hún haíði með- ferðis í hinni. Og þá var það, að hún rakst á tvö sendibréf. Annað var bréfið frá móður . hennar, sem hún reif í smásnepla . . . bréfið, sem valdið hafði henni ósegjanlegum vonbrigð- um. En hitt bréfið . . . Hún las utanáskriftina. Það var til Maureen; hún hafði tekið það i pósthúsinu um leið og hitt, en stein- gleymt Þvi. ■— Afs. Andy Connor, stóð á bakhlið þess ... Andy Connor, var það ekki fyrrverandi unnusti Maur- een, hugsaði hún með sér. Framhald í næsta blaði. FLÖKKUSTÚLKAN. Framhald af bls. 7. „Þegiðu!" skipaði hann og kallaði síðan hátt gegnum dyrnar; „Hver er þar?" Honum fannst hann heyra rödd svara, en vegna óveðursins og hávað- ans i tíkinni gat hann ekki greint nein orðaskil. Hann sneri lyklinum i skránni og dró slagbrandinn frá. Stormurinn Þeytti hurðinni upp á gátt og rigningin fossaði inn. Á þröskuldinum stóð kona, alvot og illa til reika. Hún lyfti höfði og deplaði augunum móti birtunni, með- an vatnið helltist niður af hattbarð- inu og blautt, svart hárið lamdist um augu hennar. „Guð rninn góður!" Drummond starði á þessa aumkunarverðu sjón andspænis sér, umlukta ramma dyra- gættarinnar. „Inn með þig, í öllum bænum!" Hann skellti hurðinni aftur og lét slagbrandinn fyrir. Konan stóð hreyf- ingarlaus úti við dyr. „Komdu að eldinum! Hamingjan sanna!" Hann ýtti baðkerinu til hliðar og dró fram stól. Tikin, sem hafði látið sefast við framkomu húsbónda síns, læddist nær og tók að sleikja kalda og dofna hönd konunnar. Drummond kom með glas, hálffullt af viskíi. Hann fyllti það af sjóðheitu vatni og rétti konunni. „Drekktu þetta!" skipaði hann og tók rennblautan hattinn, sem hún hafði tekið af sér. Hún dreypti á viskíblöndunni og rétti honum síðan glasið aftur, en hann neyddi hana til að taka við því aftur og tæma til hálfs. Vatnið tók nú að gufa upp af gegn- blautum fötum konunnar. Maðurinn sagði, að hún yrði að fara úr. Hún neitaði; en á meðan þau þrættu um þetta varð honum ljóst, að það var ekki sakir blygðunar, heldur einhvers annars. Loksins hreyfði hún sig, þeg- ar hann sagði við hana, að hún gæti ekki setið þannig í vosklæðunum alla nóttina, og ef hún léti ekki segjast, mundi hann hafa áhyggjur og kostnað af jarðarför hennar. Hún leit á hann með Þögla bæn dýrs í augunum; síðan sneri hún sér undan. Það var gott að vera komin inn í skjól fyrir stormi og regni; það var gott að sitja við eld; það var gott að vera skipað af karlmanni. Henni fannst hún Þegar vera hress- ari og styrkari. „Gott og vel,“ sagði hún skyndi- lega og stóð á fætur. Hann var ekk- ert með neina uppgerðarhræsni og leit ekki undin. Hún brosti við honum — einkenni- legu, daufmildu brosi, sem enginn losti fólst í. Hún byrjaði að hneppa frá sér þunnri, gegnvotri treyjunni, sem hafði verið hneppt upp 1 háls. Strax við annan hnappinn sá hann, að hún var í engu innan undir. Hún hélt áfram að hneppa frá sér treyjunni; að því loknu fór hún úr henni með hægð. Hún var í engu ofan við pilsið: frá mittislindanum og upp úr var hún nakin, og húð hennar glitraði af regni, sem hafði þrengt sér gegnum þunna treyjuna. Hún leit undan. „Það var þess vegna," hvíslaði hún. VikAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.