Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 5
AHADEO IA m a r o karlmannanærfötin eiga miklum vinsældum að fagna — enda í senn þægileg og ódýr — Vel klæddir karlmenn velja Amaro . VIKAN 00 ÍSBKHÍH Með 2,500 km. hraða í umferðar- pípunní „Dverg“bifhjól komin í tízku Flothúsgögn f/rir sundlaugina Farartækni framtíðarinnar, svifbílar í umferðarpípum? Svifbílarnir eru að vísu enn á til- raunastigi, en engum getur lengur dulizt, að þeir muni eiga eftir að gerbreyta allri umferðartækni á landi og ef til vill lika á vötnum og sundum, begar fram í sækir, og þarf ekki neina sérfræðinga til að sjá það. Hitt deila menn um, ekki hvað sízt hinir sérfróðu, á hvern hátt það muni verða, þegar til kemur. — Svifbílarn- ir virðast búa yfir svo margvíslegum möguleikum, að þar kemur ótalmargt til greina. Sumar spár hinna sérfróðu á þessu :sviði kunna að virðast ærið „svífandi" frá sjónarmiði hinna ófróðu. Sérfræð- 'ingar Fordverksmiðjanna bandarísku vinna að ,,brautar-svifbilum“, hjóla- lausum farartækjum, sem ætlað er að svífa milli tveggja brautarteina á sléttu undirlagi — án þess að snerta þó teinana eða undirlagið; eiga þessi farartæki að verða knúin loftskrúfu eða þotuhreyfli og geta náð allt að 2000 km hraða. Hafa sérfræðingarnir lýst yfir því, að tæknilega sé þetta þegar vel framkvæmanlegt. William R. Bertelsen er maður nokkur í Bandaríkjunum nefndur. Hann er læknir i Illinois, en lætur sér ekki nægja læknislistina, heldur fæst hann og mikið við uppfinningar. Hann var með þeim fyrstu þar, sem tókst að smíða nothæfan svifbil, og síðan hefur hann sífellt unnið að því i tómstundum sínum að fullkomna þessa uppfinningu, þótt ekki geti hún upphaflega talizt hans. Um leið rann- sakar hann alla þá möguleika, sem hann telur við hana tengda, og hefur bandaríska stjórnin ekki aðeins keypt nokkra af hinum endurbættu svifbil- um hans til sýninga innan lands og utan, heldur hefur hún og tryggt sér aliar athuganir hans og niðurstöður. Það gefur því auga leið, að hún metur þær nokkurs, enda þótt al- menningi kunni að virðast sumar þeirra fjarstæðukenndar. Bertelsen þessi telur, að ekki muni liða á löngu, áður en tímabært sé orð- ið að leggja umferðapípur á milli helztu borga. Um pípur þessar verði síðan ekið i sérstakri gerð svifbíla, er geti náð þar allt að 2.500 km hraða. Með slíkri farartækni mundi leiðin milli New York og San Franc- isco taka aðeins tvær klukkustundir. Þá telur Bertelsen læknir og, að auðvelt muni verða að leggja slíkar umferðarpípur á botni yfir stórvötn og breið sund, þar sem brúm verður ekki við komið. Og þar sem veður geti þar ekki haft nein áhrif, yrði þar hin öruggasta og fljótfarnasta leið, sem nú er tafsöm og ófær á stundum. Þetta segir sá vísi læknir, og sérfræðingar Bandaríkjastjórnar virðast telja, að hann hafi mikið til síns máls.... Sundlaug — með fljótandi stofuhúsgögnum. Þau hafa það þægilegt þarna í sundiauginni, — eða hvað finnst ykk- ur? Þarna hvílast þau á fljótandi legubekkjum og spila á spil við fljót- andi borð, sem líka má nota undir drykkjarföng eða mataráhöld, ef svo ber undir. Legubekkirnir og borðin eru með flotholtum úr bóluplasti í fóta stað, eins og myndin sýnir. Þessi húsgögn eru nú komin á markaðinn i Banda- ríkjunum. Þau virðast auðsmíðuð, svo að ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að framleiða þau hér. Sparið benzín, sparið pem inga, — kaupið „dverg“- bifhjól. Dvergbílar eða bílungar hafa nú mjög rutt sér til rúms viða um lönd sem skemmtileg kappaksturstæki, en sem farartæki hafa þeir ekki neitt raunhæft gildi. Það hafa „dverg"-bif- hjólin hins vegar, enda eru margar kunnar bifhjólaverksmiðjur farnar að framleiða þau af miklum krafti, en anna þó ekki eftirspurninni. Þessi litlu bifhjól eru sögð hafa margt til síns ágætis som farartæki, ekki hvað sízt í umferðaröngþveiti stórborganna. Þau eru ákaflega létt og lipur í snúningum, tiltölulega hrað- skreið og kraftmikil, — og síðast, en ekki sízt, þá taka þau sáralítið rúm á stæðum, ekki meira en venjuleg reiðhjól. Og þau eru ódýr, — frá 100 og upp í 300 dollara. Þar sem þau eru gerð að miklu ieyti úr léttmálmi, vega þau ekki nema 20—30 kg, og vegna þess, hve létt þau eru, þarf ekki stærri hreyfil en svo til að knýja Þau með allt að 50 km hraða, að benzín- eyðslan nemur ekki meira en einum litra á hverja hundrað kílómetra. Að öllu þessu athuguðu virðast þetta hin hentugustu farartæki á skemmri vegalengdum, — til dæmis milli heim- ilis og vinnustaðar eða þegar skreppa þarf i verzlanir eða annarra erinda um borgina. VIKAN. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.