Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 20
ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG Matthías Jónasson: Er takmörkun barneigna ókristileg? „Breyzkur bróðir“ hefur skrifað þcettinum bréf og ræðir ithkmörkun barneigna og fóstureyðingar. Er slíkt ófyrirgef- anleg synd eða — ef ákveðnar ástœður eru fyrir hendi — vtlgjörningur. Þessi spurning verður nánar rædd i Vikunni á næstunni •f munu nokkrir aðilar svara henni þar. BRÉF FRÁ „BREYZKUM BRÓÐUR '. Þetta bréf hefir legið í möppu minni nokkrar vikur. bað var ekki ætlað til birtingar, en ég freistast samt til að birta upphaf þess liér, þvi að þar koma skýrt fram sjónarmið trúaðs manns á nútíma vandamáli. „Mig langar til að senda yður fáeinar linur, dr. Matthías, og leggja undir yðar dóm mál, sem veldur mér áhyggjum. Ég las í sumar í Kirkju- ritinu, i pistlum ritstjórans, að það yrði að teljast vafa- og samvizkuatriði fyrir kristinn mann, hvort takmarkanir barneigna og fóstureyðingar væru samrýmanlegar kristinni trú. Hann segir svo: „Og það að rómversk- kaþólska kirkjan mælir mjög eindregið gegn hvorutveggja bendir til þess, að það hljóti að vera álitamál, hvernig líta bcri á málin með hiiðsjón af orðum og anda heilagrar Ritningar.“ Er takmörkun barneigna þá synd? Ég er ekki kaþólskur, en ég tel mig kristinn og reyni af veikum mætti að halda siðgæðisboð trúarinnar, og það hlýtur að vera eitt og hið sama í allri kristninni. Ég tel mikinn mun á hrösun og ásetningssynd. Hrösun leiðir af mannlegum breyzk- leika; lækningin við henni er iðrun og yfirbót í einlægri trú. En endur- tekin ásetningssynd leiðir til forherðingar og guðleysis. Þess vegna ber trúuðum manni brýn nauðsyn til að vita, hvað honum er leyfilegt og hvað ekki. Ef takmörkun barneigna er ósamrýmanleg „orðum og anda heilagrar Ritningar", þá er hún synd. Hvað álitið þér um þetta? Getur það verið guðs vilji, að við hlöðium niður ómegð, eins og hvatir okkar heimta, enda þótt börnin yrðu þannig dæmd til sivaxandi örbirgðar og skorts og þess andlega kyrkings, sem þeim fylgir? . .. Breyzkur bróðir.“ ER ÁBYRGÐARVITUND SYND? Með þessari spurningu svara ég yður, kæri „lireyzki bróðir“. Því að hver er meginvandi mannkynsins í framtíðinni? Ef frá er tal- inn óttinn' við kjarnorkustyrjöld og sú upplausn siðgæðis, sem af þeirri ógnun leiðir, þá eru offjölgun, örbirgð og úrkynjun höfuðvandamál mann- kynsins á næstu öldum. IIin byggilegu svæði jarðar eru takmörkuð, og offjölgun fólks, miðað við landgæði og nýtingu þeirra, hefir víða gert hungrið landlægt. Með slíku áframhaldi verður skorturinn sifellt átakan- legri, en í kjöll'ar hans siglir úrkynjunin. Það væri því fjarstætt, ef nútímamenn héldu fast við hugmyndir frjó- semisdýrkenda löngu horfinna þróunarskeiða. f þeirra augum var hver sonur sigurstranglegur vopnaberi, hver stúlka væntanleg móðir nýrra striðsmanna. Þeirra framsýni náði ekki lengra. Sízt kom þeim til hugar, að lifsmöguleikar á jörðinni væru tæmanlegir. Við nútimamenn verðum aftur á móti að horfa fram i tímann, bera umliyggju fyrir óbornu af- kvæmi okkar og tryggja þvi starfsþjálfun og andlegan þroska. Samfélags- hættir nútímans krefjast þekkingar og kunnáttu; framþróunin er bein- linis háð þeirri menntun, sem við veitum uppvaxandi kynslóðum. Og menntun kostar fjármuni, hvort sem einstakir foreldrar eða þjóðfélagið í heild eiga að leggja þá fram. Því fylgir ábyrgð að kveikja nýtt llf. Líkamsfrjósemin er enginn við- hlítandi mælikvarði. Því lögmáli er dýrið háð, en manninum ber að hefja sig yfir það til framsýnnar ábyrgðarvitundar. Takmörkun barneigria er því ekki synd, heldur samfélagsleg og siðræn nauðsyn. Kirkja, sem skilur hhitverk sitt og þann boðskap, sem hún flytur, getur ekki staðið gegn þessu. Hún inun þvert á inóli fræða og leiðbeina um þetta vandamál og gera fólki ljósa þá ábyrgð, sem ástum og samlifi fylgir. Framhald á bls. 30.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.