Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 35
og dálítið af mjólk; og siöan fór hann úr fötunum fyrir framan eldinn. Hún horföi á hann úr rúminu, eins og hann hafði áður horft á hana. Eftir nokkrar mínútur lagðist hann niður við hlið konunnar. Hann lét dálitið bil vera á milli þeirra og lá á bakinu og horfði á flöktandi elds- bjarmann leika um loftsbitana. Úti fyrir öskraði óveðrið án afláts. Lengi lágu þau hreyfingarlaus. Síðan hreyfði hún sig ofurlítið og fætur hennar snertu, eins og óvilj- andi, fætur hans. Skyndilega fann hann hönd hennar leita handar hans. 'Hann greip hana og sneri sér að kon- unni og sá tárin blika í augum henn- ar; og allt í einu kastaði hún sér í fang hans og grét, eins og hjarta hennar mundi springa: og einnig hann iafði nærri tárazt ,og hann vafði hana örmum og hélt henni, eins og hann mundi aldrei sleppa henni framar. Og á milli gráthviðanna stundi hún: „Guð! Ó Guð!“ Og hann hvíslaði að henni sundur- lausum orðum og setningabrotum; og vegna geðshræringarinnar flutu með skozkar áherzlur og skozk orð og gelisk orð, sem hann ólst upp við sem drengur fyrir norðan: „A Mháiri a ghráidh, mo chridhe! Tha mo chridhe lán! María min, kon- an mín, hvers vegna yfirgafstu mig? Og hvar hefurðu verið?“ (Þýtt eftir esperanto-þýðingu gerðri úr skozku). LÆKNIRINN SEGIR. Framhald af bls. 11. en arkitektinn á eiginlega sök á þvi, að hreyfingar hennar geta naumast orðiS eðlilegar. Það* er eiginlega arkitektinum að kenna að frú Sig- ríður leitar til læknisins . . . að minnsta kosti er henni samsekur. Hann á sér aðeins eina afsökun, sem er reyndar fyrirtaksafsökun: Það er dýrt að byggja, og plássið verður að nýta til hins ýtrasta. Arkitektinn átti við erfitt vandamál að etja, þegar hann teiknaði þetta litla eld- hús, og ekki er svo sem hægt að ætlast til þess að einn arkitekt sé útlærður i kúnstum læknislistarinn- ar. Nú kemur maður frú Sigriðar heim og finnur ilminn úr ofninum og hann fær vatn i munninn. Hann stingur höfðinu inn um eldhúsdyrn- ar: — Púh, ég hef átt óttalega ann- ríkt í dag . .. það verður notalegt að fá eitthvað gott að borða og hvila sig svo rækilega á eftir. En það er drjúg stund þar til frú Sigríður gefst tækifæri til þess að hvíla sig! QSTUR Nú er búið að draga úr þeim fjöldamörgu lausnum, sem bárust við gátunum. Eins og gefur að skilja voru þau ekki öll rétt, en samt gekk þetta mjög vel. Fyrstu verðlaun hlaut Þóra Sigurbjörnsdóttir, 8 ára, til. heimilis. að. Hjalteyri.. Önnur hlaut Ástríður Ólafs, 11 ára, Tjarn- argötu 37, og þriðju fékk svo Haf- steinn Ágústsson, Garðarstræti 17. Rvík. Þau eru beðin um að koma á Vikuna og vitja verðlaunanna. (OIGATE tannhrem EYDIR AHDRENNU vinnur GEGN TANNSKEHHDUH Með þvíTað bursta tennurnar með COLGATE Gardol tannkremi myndast virk froða sem smýgur á milli tannanna þar sem burstinn nær ekki til, og eyðist þá hverskonar lykt úr munni og bakteríur sem valda tannskemmdum skolast burt. Andremma hverfur strax. Burstið tennurnar reglulega með COLGATE Gardol tannkremi og verjist tannskemmdum um leið og þér haldið tönnum yðar hvítum og fallegum. KAUPIB í DAG, COLGATE TANNKREM í HVÍTU OG RAUÐU UMBÚÐUNUM Colgate er mest selda tannkrem heims- ins vegna þess að það gefur öndun yðar friskan og þægiiegan blæ um leið og það hreinsar tennur yðar. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.