Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 19
Borgarnes er
öndvegisstaður
í nýbyggingu einni hér i bœ hittum við Stefán
Pétursson múraralærling og við notuðum tækifærið
til að spyrja hann nokkurra spurninga í sambandi
við starfið.
— Hvað tekur ])að langan tima að verða múrari,
Stefán?
— Ja, það tekur fjögur ár að verða sveinn, og þar
ofan á þarf þrjú ár til að verða meistari.
— Eruð þið ekki í Iðnskólanum jafnframt verk-
lega náminu?
— Jú, það þarf fjóra bekki í Iðnskólanum eins
og i flestum iðngreinum, ég er ekki búinn nema með
fyrsta.
— Hvað læra múrarar frekar en aðrir í Iðnskól-
anum?
— Við lærum t. d. mikið í efnisfræði likt og smiðir
læra meira í fagteikningu en aðrir o. s. frv.
— Hvað hafa lærlingar mikið kaup á mánuði?
-— Ja, það er útborgað vikulega og fyrsta árið
er það 391,08 kr. á viku, annað árði 456,95 kr., þriðja
587,52 kr. og fjórða árið (55 2,80 kr. Þú sérð að jietta
er ekki mikið.
— En hvað er svo sveinakaupið?
— Það er 27,70 á timann í dagvinnu, 44,02 i eftir-
vinnu og 54,90 í næturvinnu.
— Hvað er langt síðan þú byrjaðir, Stefán?
— Ég er búinn að vera í þessu í þrjú ár, nú er
ég 21 árs.
— Og hefurðu mikinn áhuga á starfinu?
— Já, mér finnst þetta skemmtilegt.
—■ Við livað hefurðu unnið áður?
— Það er nú litið, ég hef aðallega verið i sveit,
nokkurs konar kaupamaður.
— Þú ert kannski úr sveit?.
— Ég veit ekki hvort á að kalla það sveit, ég er
ofan úr Borgarnesi.
— Jæja, segðu okkur eitthvað um Borgarnes.
— Ja, þetta er öndvegisstaður, mjög skemmtilegt
að vera þar. Ég var þar iíka fyrst þegar ég byrjaði
að læra.
— Þú ferð þá liklega á sveitaböll, þegar þú gerir
þér dagamun?
— Já, ég fer mest á sveitaböll.
— Geturðu sagt okkur eitthvað um þinar skoðanir
á nýyfirstöðnu verkfalli eða öðru í sambandi við þjóð-
félagsmálin?
— Nei, ég spekúiera yfirleitt litið.
— En reykirðu alltaí vindla í vinnunni?
— Já, alltaf.
Það hefur liklega verið þess vegna, sem okkur
fannst hann svona þenkjandi. ^
JL. JLú V a uiamcu ug viauut
Brasseur.
2. Jean-Paul Belmondo og
Alexandra Stewart.
3. Vinirnir tveir.
4. Sylvia Koscina og Jean
Paul Belmondo.
Bréfaviðskipti.
Elís Huolman skrifar
okkur frá Svíþjóð og
óskar eftir að komast i
bréfasamband við stúlk-
ur á aldrinum 23—30
ára. Hann skrifar á
finnsku, dönsku, ensku
eða sænsku og segist
vera 172 cm á hæð, blá-
eygur með ljósskollitað
hár og meðalþrekinn.
Áhugamálin eru ferða-
lög, hljómlist og margt
fleira. Adressan er svo
Vattenverskv. 58—60.
N:o = 5. 16, Malmö C,
Sverige. — Dollý skrif-
ar okkur í vandræðum
og biður um adressu
einhvers blaðs i Dan-
mörku, þar sem hún vill
komast í bréfasamband
við danskan ungling.
Þetta vonum við að
gagni: Tempo, Bygmest-
ervej 2. Köbenhavn NV.
Skriftin er góð. — Fjór-
ar stúlkur frá Hafnar-
firði vilja komast í
bréfasamband við pilta á
aldrinum 15—17 ára.
Æskilegt að mynd fylgi
bréfi. Nöfnin eru:
Stefanía Viglundsdóttir,
Hringbraut 46. Helga
Guðbjartsdóttir, Suðurg.
94. Svanhildur Péturs-
dóttir, Lindahvammi 6 og
Karen Madsen, Suðurg.
27. Og eins og við tókum
fram áðan, þær eru allar
í Hafnarfirði.
Dýr vinátta
Jean Paui Belmondo er óþarft að kynna fyrir les-
endum. Hann er íslendingum orðinn jafnkunnur og
Frökkum. í myndinni „Dýr vinátta“ fer hann með aðal-
hlutverkið og hitt aðalkarlhlutverkið er leikið af Claude
Brasseur, en hann er sonur hins fræga leikstjóra, Pierre
Brasseur.
Þrjú ný stúlkuandlit birtast einnig í inyndinni. Þær
hafa allar verið eitthvað í kvikmyndum áður, en í þess-
ari mynd fá þær sin fyrstu stóru hlutverk. Alexandra
Stewart, sein er falleg og sérkennileg og frönsk þrátt
fyrir nafnið, leikur unga, rómantiska stúlku, sem tekur
ástina alvarlega og það meira að segja grafalvarlega.
Iiin mikla kynbomba, Eva Daimen, leikur eina af hinum
harðsoðnu vinkonum Belmonds. Og hin ljóshærða og
fagra Sylvia Iíoscina leikur sýningarstúlku, sem vill
komast í kvikmyndir og er ekki hrædd við að borga
það gjald sem frægðin krefst. Hér á eftir fer svo sögu-
þráðurinn.
Leiðir hinna tveggja vina Paul og Lauren skiljast
eftir að þeir hafa lokið skylduhermennsku sinni, sem
fallhlífarhermenn í Alsir, en þann tíma höfðu þeir
verið vinir í blíðu og stríðu. Paul hefur fengið vinnu
sem ljósmyndari við myndablað og verður nú fyrir mesta
áfalli lífs síns þegar hann uppgötvar að hinn seki í
morðmáli, sem ritstjórinn hefur beðið hann að gera
g'-einargcrð um, er enginn annar en vinur hans, Laurent.
Paul tókst að ná sambandi við Laurent og er ákveðinn
i því, að hjálpa lionum til að flýja út i sveit. Og ef nauði-
synlegt væri er hann tilbúinn til að selja bílinn sinn,
svo að Laurent komist yfir til Spánar. Meðan Laurent
liggur í felum, í fyrstu í íbúð Pauls og síðar, þegar lög-
reglan hefur uppgötvað hinn gamla vinskap þeirra, í
íbúð vinkonu hans, Dany, heldur lífið áfram að snúast
hjá Paul.
Meðal ljósmyndara og blaðamanna er hann þekktur
fyrir að vera kvennabósi. Nú þegar Laurent tekur allan
hans tíma er hann mjög upptekinn af ástarævintýri með
hinni ungu sýningarstúlku, Veru. Fyrir honum er Vera
i fyrstu ekki annað en falleg stúlka, eins og allar aðrar
sem hann liefur verið með. Vera tekur þetta aftur á
móti miklu alvarlegar og fyrst þegar það er næstum
því orðið of seint uppgötva" Paul að tilfinningar hans
gagnvart Veru eru slikar, að hann verður að velja á
milli vináttu Laurents eða ástar hennar.
Framhald á bls. 31.