Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 8
Danskur nu Blaðamaður frá V ,,Himmelbjerget“ heitir fjall nokkurt í Dan- mörku, að dómi elztu landfræði Dana 1000 faðma hátt, en eftir nýjustu mælíngum aðeins 149 metrar. Hæðin er ekki stórkostleg, en út- sýnið er fallegt. Staddur á þessum hól eða f jalli, datt mér allt í einu í hug, að VIKAN hafði sent mig til að ræða við Bjarna M. Gislason rithöf- und. Og ég hafði einmitt heyrt, að hann byggi í nánd við Himnafjallið. Ég vatt mér því að al- veg ókunnugum manni og spurði, hvort hann kannaðist nokkuð við íslendinginn Gíslason. ,,Þú ált kannski við þennan handritamann," sagði Daninn, og mér virtist heldur hýrna yfir honum. „Hann býr þarna í Ry,“ bætti hann við, og benti yfir 2—3 kílómetra breitt vatn, sem kallaðist Julsö. Ég kvaddi Danann og ók í áttina til Ry. Eitt- hvað virtist mér halla niðurávið frá Himna- fjallinu, en þegar til Ry kom, þurfti ég aftur að sækja á brattann upp á dálitla hæð áður en bílstjórinn skilaði mér fyrir framan hús Bjarna M. Gíslasonar. Ég barði að dyrum og spurði um Bjarna. Lítill, rauðhærður og þrekinn snáði varð fyrir svörum og sagði: „Pabbi er í „hytten", og hann bauðst strax til að vísa mér leið. Meðan við löbbuðum stuttan spöl, sagði hann mér frá því, að pabbi hans hefði sjálfur byggt „hytten" eða kotið, eins og við myndum kalla það á ís- lenzku. Og þegar við komum auga á það kvaddi hann og þaut heim aftur. Kotið lá næstum ósýnilegt í grænni laut, um- kringt af stórum trjám. Ég barði að dyrum, og þegar enginn svaraði, fór ég að virða kotið fyrir mér. Það var kannski 7 metra langt og þriggja til fjögra metra breitt, snyrtilega fyrir komið undir krónum trjánna. Loks heyrði ég eitthvert þrusk, og út kom maður með bók í hendinni. — Hvað vilt þú? spurði hann, auðsjánlega ó- vanur gestum á þessum stað. Ég er frá Vikunni, sagði ég. Bjarni varð allur að brosi þegar hann heyrði málið. — Er ekki hér kominn Islendingur? sagði hann. — Og þú ert frá Vikunni, segirðu. Bara þú værir frá mánuðinum — vikurnar eru svo fljót- ar að líða. Inni í kotinu bauð Bjarni mér sæti. Bækur voru fram með öllum veggjum og allmikill stafli á skrifborðinu líka. Ég er kominn að tala við þig um handrita- málið, sagði ég, og vatt mér strax að efninu. — Nú, talar maður líka um það í Vikunni? Ég hélt að þessi vikublöð skrifuðu mest um ungar ástir og næturklúbba? Við höfum haft samtal við prófessor Jón Helgason um handritin. Það var fyrir rúmu ári.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.