Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 27
Mikka og bandaríska milljónaranum semst um allt - líka Önnu - og nú virðast allír draumar hans um Monte Paraiso ætla að rætast. Cyrus K. sat þögull nokkra hríð og horfði á dóttur sína. Og loks sneri hann sér að Mikka. — Og Þér, ungi maður, hvað segið þér? Viljið þér kvænast dóttur minni? — Svo sannarlega, svaraði Mikki. — Og hversvegna? spurði Cyrus K. Oglethorpe, allsendis óviðbúinn þvi viðbragði, seni spurningin vakti. Það hafði oltið á ýmsu fyrir Mikka þennan dag, og hann var orðinn þreyttur. Hann hafði ýmist notið hinnar æðstu gleði eða orðið fyrir sárustu vonbrigðum, og nú Þótti hon- um meir en nóg komið. Hann ætlaði að minnsta kosti ekki að láta þennan umsvifamikla, þrumandi Bandaríkja- mann vaða ofan í sig, og auk þess gat hann ekki fyrirgefið honum, að hann hafði brugðizt önnu sem faðir, þegar henni reið sem mest á. Og nú var einmitt tækifærið til að segja honum Það. — Ef þér eruð að drótta þvi að mér, að ég sé að reyna að krækja í peningana yðar, mælti hann þungt og reiðilega, — þá megið þér bóka það, að ég skal aldrei Þiggja af yður einn einasta eyri. Fyrir stundu síðan hafði ég ekki heldur minnstu hug- mynd um að hún væri dóttir yðar, og það segi ég orða sannast, að ég vildi óska að hún væri þáð ekki. Við elskum hvort annað, og það er eina L ástæðan fyrir þvi, að við ætlum að giftast ... Og Mikki hækkaði enn raustina, en Cyrus K. starði á hann sem steini lostinn. — Ég get ekki boðið henni nein auðæfi að vísu, en ég skal veita henni alla þá ást og um- hyggju, sem ég má . .. og Það er meira en sagt verður um framkomu yðar gagnvart henni siðustu vikurnar. — Einmitt það, svaraði Cyrus K. stuttur í spuna, en það vottaði fyrri brosglampa í augunum, enda þótt röddin væri hrjúf og hörð sem fyrr. — Og hvernig ætlið þér að sjá fyrir henni, peningalaus maðurinn, ef ég má spyrja? bætti hann við, hæðnis- lega. — Við finnum einhver ráð, sagði Mikki. Og af sinni venjulegu hrejn- skilni, sagði hann eins og var: ' — Þetta er allt á frumstigi hérna enn, en það skal ekki verða það til lengd- ar. Ég kem húsinu í lag áður en langt um líður, smámsaman getum við keypt okkur nauðsynleg húsgögn í herbergin, svo við getum tekið á móti fleiri gestum. Og ef mér tekst að virkja fossinn . .. Hann þagnaði við, og hugsaði sem svo, að framtíðaráætl- anir sínar kæmu Cyrus K. ekkert við. Þess vegna hvarf hann aftur að því, sem hann taldi mestu varða: — Anna kann vel við sig hérna, og hún segir Framhald á bls. 31. Beryl beitti sínu blíðasta brosi, þegar hún kynnti sig fyrir Cyrus K. Oglethorpe. VJKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.