Vikan


Vikan - 12.10.1961, Side 6

Vikan - 12.10.1961, Side 6
FLOKKUSTIIIjK. N Smásaga eítir Ronald Mac Donald Doglas Þýdd úr Espcranto Mynd: llanknr Halldórsson Hann hét Drummond, viðfelldinn náungi, kurteis í viðmóti, þrjátíu til þrjátíu og fimm ára gam- all, með liðað hár og iítið, vandlega snyrt yfirskegg; það var næstum allt, sem menn vissu um hann þar í héraðinu. Hann hafði komið þangað, Guð veit hvaðan, fyrsta dag ágústmánaðar fyrir þremur árum. Húskofinn, sem hann tók á leigu, nefnist Drochit eftir gamalli, niðumíddri brú yfir læk þar í grenndinni; og þetta nafn, eins og mörg önnur nöfn í landamærahéruðunum, sannar einmitt, að gelískan hefur eitt sinn verið töluð um allt Skotland — jafnt í fjallahéruðunum sem í láglendis- sveitunum. Drochit stendur aðeins um fimmtíu metra frá þjóðveginum, sem liggur suður frá Edinborg til Carter Bar við ensku landamærin. Hann er um einn kílómera utan við þorpið og líklega um fjóra kílómetra frá Ancrum, sem er annað gelíska nafnið frá, ekki satt? Það hafði enginn búið í Drochit langa lengi, þegar Drummond fluttist þangað; og nú, eftir brott- för Drummonds, virðist sem kofinn muni standa auður til eilífðar. Þetta er svo sem engin sérstök eign: gamalt, lágkúrulegt hús úr hlöðnum steinum, með gráu helluþaki og tveimur gluggaborum. Því fylgja um það bil ein ekra lands og tvö eða þrjú hrörleg útihús — það er allt og sumt. Drummond átti kú — þótt Guð megi vita, hvað hann gerði við mjólkina — og tvo grísi, auk þess sem tylft af stélreyttum hænum ráfaði þar um garða. Það mátti glöggt sjá, að sá maður var lítt hneigður til búskapar og óvanur lífi einyrkjans. Vörubílstjórinn, sem flutti eigur hans frá stöðinni í St. Boswells, þegar hann kom, lét svo ummælt, að það hefðu verið vandaðir hlutir, en fáir: bóka- skápar, fallegt eikarborð ,gott rúm og stólar, þungar bókakistur og ferðatöskur með erlendum merkiseðlum. Maðurinn var vissulega dularfullur og jafnvel ósvífinn, að áliti nágrannanna; það væri skynsamlegt af honum að hypja sig burt, áður en dvöl hans lengdist um of. Hann bjó einn; að minnsta kosti bjó hann einn fyrstu tvö árin, meira eða minna — og þá hófst ósóminn — því að skyndilega, minna en viku eftir óveðrið mikla síðastliðið sumar, tóku menn eftir konu þar á eigninni — hávaxinni, glæsilegri konu, en satt að segja, blygðunarlausri framar öllu hófi. Og hún bjó með honum, þar til þau yfirgáfu staðinn saman, og veit enginn, hvert þau fóru eða hvar þau eru núna niðurkomin. Hún kom einhvern daginn inn í þorpsbúðina, hnarreist eins og lífið sjálft, til þess að kaupa eitt- hvað, og hún fullyrti, að hún væri frú Drummond og að hún ætti heima í Drochit. Þessi ósvífni tók út yfir allan þjófabálk, því að hún hafði einmitt komið inn í þessa sömu búð óveðurskvöldið og beðizt beininga; á eftir fór hún með þessi þrjú penní, sem hún fékk hjá Gamla Ólíver, inn í krána hjá Craw, þar sem hún sat yfir ölkollu frá klukkan hálf átta til níu, þegar Georg rak hana út. Þá var komin steypirigning og varla stætt úti fyrir storminum, en hvað átti Georg annað að gera? — klukkan níu er klukkan níu, og lög eru lög; auk þess var auðvelt að sjá, að hún var aðeins flökkukind og útivön. Samt er hann Georg góðhjartaður unglingur, hann gaf henni smurða brauðsneið með osti og nokkra aura og vísaði henni til vegar. Og hér var hún þá komin nokkrum dögum síðar, farin að búa í Drochit og fullyrða í ósvífni, að hún væri eiginkona þessa manns! Auðvitað gat hún ekki annað gert, úr því hún bjó þar. 1 hús- kofanum er aðeins eitt herbergi, sem er eldhús og svefnherbergi og allt í senn! Það er auðvelt að geta sér til um atvik: hún fór út úr kránni frá Georg Craw klukkan níu og lagði af stað eftir Edinborgar-þjóðveginum. Hún hefur áreiðanlega séð Ijósið í kofanum, þegar hún nálgaðist Drochit og farið þangað heim til að biðjast beinmga og maðurinn hleypt henni inn. Vafa- Iaust hefur haiin verið einmana og hún verið fegin að komast í skjól — þess háttar kvenmaður væri ekkert að tvínóna við að þiggja rúm hjá ókunnugum karlmanni á þvílikri nótt. En Drumm- and hefði átt að láta hana fara burt snemma um morguninn, áður en nokkur tæki eftir þessu. Það hefði ekki verið svo slæmt; en að vera þar kyrr og ljúga upp þvílíkri skýringu í heiðarlegt fólk, Það var slagveðursnótt og hún kom holdvot og hrakin. Hann háttaði han það er blátt áfram ósvífið; og hans var sökin ekki síð- ur en hennar. Hvernig þau komu sér fyrir þessa fyrstu nótt eða hvað nákvæmlega gerðist, gat enginn vitað, auðvitað, en allir gátu þó getið sér þess til. Og satt að segja var hún glæsileg kona ... En þetta er sannleikurinn um það, sem gerðist: Úti geisaði stormurinn, og rigningin, sem aldrei hafði linnt allan daginn, lamdi rúðurnar með þvílikum ofsa, að þær virtust mundu splundrast þá og þegar. En í Iitla húsinu Drochit var samt hlýtt og notalegt. Kol og viður brunnu glatt á arni, svo að sérhver krókur og kimi þessa eina herbergis í húsinu var upplýstur hlýjum, flökt- andi bjarma. Það sauð og vall í járnkatlinum, sem hékk yfir log- unum. Jim Drummond dró hann til hliðar og ýtti stampi, fullum af vatni, nær eldinum. Undan rúminu dró hann langt baðker úr tini. Honum var þörf á sjóðheitu mustarðsbaði eftir að hafa gegnblotnað við að fara út til að gegna hænunum og grísunum. Mjólkin, sem hann hafði fengið úr kúnni, stóð í hvítri, gleraðri fötu úti við annan gluggann. Hann ætlaði að drekka af henni einn pott, hitaðan með viskí- lögg út í, áður en hann færi í rúmið; afganginn skyldu grísirnar fá á morgun, þegar Júdí hefði fengið sinn skammt. Júdí lá á mottunni fyrir framan eldinn. „Djöfuls nótt, Júdí,“ sagði hann, „og Guð varðveiti þá vesalinga, sem úti hrekjast núna.“ Tíkin deplaði augunum og dillaði rófunni; hana gilti þetta einu, því að hún hafði sjálf engar áhyggjur. „Nú, nú: frá með þig!“ Hann ýtti tíkinni til hliðar og dró tinkerið upp að eldinum. Tíkin stökk upp á stól. Maðurinn fann sér handklæði og sápu. Hann tók að afklæða sig, áður en hann hellti saman vatninu úr katlinum og stampinum. Hann ætlaði einmitt að fara að losa axlaböndin, þegar tíkin stirðnaði upp og stökk síðan niður af stólnum. Eyru hennar stóðu beint upp í loftið og rófan sperrtist út frá skrokknum. Hún tók að urra með niðurbældu gelti og snuðra frammi við dyrnar. Maðurinn skimaði í kringum sig og hlustaði. Honum fannst hann heyra högg gegnum stormgnýinn. Tíkin stökk aftur á bak og rak upp hátt gelt. „Hver í fjandanum getur þetta verið?“ tautaði mað- urinn, hálfvegis við sjálfan sig og hálfvegis við tíkina, sem stöðugt hélt áfram að gelta og urra. Framhald á bls. 33. í kofann til hans fram&nvið eldinn og bauð henni rúmið sitt 6 VIKAN- VUCAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.