Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 2
1 1 Ég er alveg hissa. Kæra Vika. í Vikunni, 36. tbl. 7. sept. s.l. er á 11. siðu smáklausa sem nefnd er: — Manngildishugsjón Skagfirðinga. — 1 klausu þessari eru nokkurar vangaveltur og skýringar á viðhorfi ýmissa þjóða eður þjóðflokka, á mati manngildishugsjóna. Að lokum er getið um þjóðflokk einn á Norður-íslandi, er Skagfirð- ingar nefnast, og leyfi ég mér að taka upp það, er sá telur sem það ritar, manngildishugsjón þess þjóð- flokks (þ. e. Skagfirðinga), en það er orðrétt: í fyrsta lagi: Að vera kvenna- maður. í öðru lagi: Að vera kvennamað- ur og drykkjumaður. í þriðja lagi: Að vera kvenna- maður og drykkjumaður og vondur við vín. Nú vil ég spyrja: Hver er ástæð- an fyrir slíkum skrifum, og hver er tilgangurinn? Hversvegna tekur ritstjóri Vikunnar slíkt til birtingar athugasemdarlaust í sitt heiðarlega blað? Það er sem sagt ekki hægt að sjá að hér sé um létt grín — að ræða, heldur hreina ádeilu eður dómsáfyllingu. — Þessvegna er ég „alveg hissa“ að þetta skyldi birt- ast i Vikunni, því vegur hennar mun vart af slíku vaxa, nema síð- ur sé. Mér hefir ætíð fundist að, sá sem tekur undir órökstuddan óhróður um aðra, sé að nokkru samsekur upphafsmanninum. Hefði þessi rit- smið staðið i einhverju ómerkilegu blaði, eða því sem oft er kallað sorprit, myndu sjálfsagt allir hafa látið slíkt „sem vind um eyrun þjóta“. En þar sem þetta er birt í virtu blaði, eins og Vikan ómótmæl- anlega er, finnst mér að lesendur eigi kröfurétt á einhverri skýringu á þessu fyrirbrigði. Ég er ekki Skagfirðingur, og á ekki sérstaka vini né nákomna ætt- ingja þar, en tel þessa nágranna okakr Eyfirðinga alls óverðuga sliku aurkasti. Ak. 13/9 1961. Ég er meira en hissa. Þér er mikið í mun, Eyfirðing- ur góður, að taka upp hanzkann fyrir nágranna þína, Skagfirð- inga og það er út af fyrir sig virðingarvert. En líklega hafa Skagfirðingar sjálfir mun meiri kímnigáfu heldur en þú, því þeim hefur fundizt gamanið græzku- laust að því er við höfum helzt frétt. Það kom einn ágætur mað- ur sem að vísu er ekki Skagfirð- ingur sjálfur, en hinsvegar kunn- ur húmoristi og hann skaut þessu að okkur með manngildishugsjón Skagfirðinga. Hver einasti maður með óbrjálaða dómgreind sér auðvitað, að þetta er svo fjar- stæðukennt, að það er aðeins hægt að taka það sem grín, hvað það og er. Norðanmenn mega ómögulega láta það spyrjast, að þeir kunni ekki að taka gamni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.