Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 36
sem húðin finnur ekki fyrir fað verðið pér að gera! Raksturinn sem það gefur er alveg ótrúlega mjúkur og pægilegur. Skeggið hverfur án þess að maður viti af pví. Þó húð yðar sé viðkvæm, er varla hægt að trúa pví að rakblað hafi verið í vélinni, ef notað er Blátt Gillettc Extra. 5 blöð aðeins Kr. 2M0 Pað er pess virði að reyna pað f blýant upp úr vasa slnum og tók aO rissa Par upp eftirmynd teikningar- innar á veggnum; hann bar blýant- inn hratt, og þaö stóðst á endum, að hann hafði lokið eftirmyndinni og stungið umslaginu í vasa sinn, þegar Corrigan svaraði síðustu spurning- unni. Þegar út fyrir kom, athuguðu þeir eftirmyndina á umslaginu, og kom saman um að hún mundi ná- i kvæm í flestum atriðum — nema | hvað Dermot hafði gleymt stærðar- j hlutfallalínunni neðst í vinstra horni ! teikningarinnar. Hann brá sér þvi nú j aftur, lézt hafa gleymt vettlingunum í sínum og svipaðist um eftir þeim, en virti teikninguna fyrir sér í laumi og dró siðan hlutfallalínuna upp eftir minni, þegar hann kom út aftur. Siðan gengu þeir inn í borgina og settust þar inn á drykkjukrá eina á meðan þeir biðu eftir áætlunarbíln- um. Þar gáfu Þeir sig á tal við nokkra menn og létu með gætni orð berast að hinni væntanlegu flughöfn; kváðust vera ráðnir þar til vinnu, en annaðhvort voru náungar þessir næsta ófróðir, eða þeir vöruðust að veita nokkrar upplýsingar, svo þeir tvímenningar urðu einskis visari. 6. Uppskeran var komin í hús; þeir O'Neillsfeðgar sátu við arininn, en Kathleen sat við borð, taldi eggja- peningana og reiknaði á pappírsbláð. Bella sat fyrir enda borðsins og stag- aði í sokka. — Ég Þyrfti að fá nýjan kjól, mælti hún og leit sinum stóru og sakleysislegu, gráu augum á móð- ur sina, sem nefndi tölur og sterlings- pund í hálfum hljóðum, lagði saman eða dró frá. — Eg verð að fá nýjan kjól, svo kærastanum lítist betur á mlg, söngl- aði Dermot ertnislega. En Bella lét ekki á svari standa frekar en hún var vðn, og Þannig glettust bau I orði um hrið. Móðir hennar kvað hana ekki hafa neina þörf fyrir nýjan kjól að svo stöddu; aftur á móti þyrfti Dermot að fá nýja yfirhöfn, Ned nýja skó — og faðir þeirra ný föt, ef hann vildi ekki vera heimilinu til skamm- ar. Patrick gamli spýtti I glæðurnar; kvað gömlu fötin duga, þau væru enn sem ný, þótt hann hefði átt þau I tólf ár. En kona hans lét sig ekkl. — Maður gæti haldið, að þau hefðu lent í þreskivélinni, sagði hún. — Jæja, ef peningarnir fyrlr eggin og mjólkina . . . laumaði Patrick út úr sér og glotti við. — Það er eins og þið ætlizt til að ég sjái heimilinu fyrir öllu með þess- um fáu skildingum, sem ég fæ fyrlr eggin og mjólkina, svaraði Kathleen. — Þið ættuð að gefa Dermot fyrir klippingu, varð Bellu að orði. Nema hann ætli að láta sér vaxa svo sltt Skæruliðar næturinnar. Framhald af bls. 15. til í tuskið, ef svo bar undir. Hann var kvæntur en hjónabandið barn- laust. Skósmíðavinnustofa hans var einskonar samkomustaður allra borg- arbúa og manna úr nágrenninu, bænda, verkamnnna, sendla, vörubíl- stjóra og námsmanna, og jafnvel heimili hans stóð öllum opið allan sólarhringinn að kalla. Þegar ein- hver úr héraðinu hvarf til Banda- ríkjanna, Bretlands eða Irska frí- ríkisins, kom hann síðast við hjá Hannafin, þegar hann fór og fyrst, þegar hann kom heim aftur. Hannafin vissi allt um alla, og gat rætt við hvern mann þau málefni, sem við- komandi hafði helzt áhuga á, þvi að hann var fjölfróður og víða heima. Orðheppinn var hann og glettinn í máli, og kom þar enginn að tómum kofunum . . . 5. Þeir Dermot og Corrigan lögðu af staö með áætlunarbílnum til Terman snemma á mánudagsmorgun. Það var hellirigning og kalt I veðri. Þegar bílstjórinn heyrði erindi þeirra til Terínan, kvað hann það ótrúlega hátt kaup, sem þeir brezku greiddu viS flugfhafnargerðina. Fullorðin kona,. sem sat gegnt Þeim í bílnum, sneri sér að Dermot og spurði hvort hann væri sonur Patricks O'Neill í Dunc- rana. — Ég þóttist þekkja svipinn, sagði hún, þegar Dermot kvað svo vera. Ég man vel eftir honum, þegar hann kom á dansleiki í Tullyodonnel, og það eru þó meira en þrjátiu ár síð- an. Sá var nú sporléttur á gólfinu. Hvernig er hann til heilsunnar? — Stálsleginn, svaraði Dermot. Jæja, svo hann var gefinn fyrir dans. En ef ég minnist á það að fara á dansleik, rekur hann upp slikt ösk- ur, að það heyrist alla leið til Belfast. — Taktu ekki mark á því, sagði konan og vafði að sér sjalinu. Við verðum sísvona, þegar við eldumst — öfundum unga fólkið. Stundarkorni síðar stóðu þeir fé- lagar úti fyrir lágreistri skrifstofu- byggingunni. Enn rigndi og úti á Lough Neagh var hvitt I fjölL Inni á ganginum var biðröð vinnuum- sækjenda. Dermot bauðst til að standa í röðinni svo Corrigan gæti svipazt um úti við ef hann gæti orðið einhvers áskynja. Skömmu siðar kom Corrigan inn aftur; röðin þokaðist nær skrifstofudyrunum. Þegar inn kom, blasti uppdrátturinn umræddi við sjónum þeitra, þar sem hann hékk á vegg, en tvelr menn sátu við skrifborð á miðju gólfi og sneru baki við honum. Þegar röðin kom að Dermot, spurðu þeir hann margs — hvaða atvinnu hann hefði stundað, um nafn og heimilisfang og skóla- göngu og annað þessháttar. — Þetta verður erfið vinna, sagði annar þeirra. Þið verðið látnir aka grjóti á handvögnum. — Mér stendur á sama um það, svaarði Dermot og lá við að hann reiddist. Ég kippi mér ekki upp við erfiðið. Maðurinn virti fyrir sér þreknar herðar hans og axlir og kinkaði kollL — Næsti, kallaði hann. Á meðan Corrigan var spurður spjörunum úr, stóð Dermot á bak við hann, svo þeir við skrifborðln gátu hár, að hann geti látið hárgreiðslu- konu leggja Það. . . . Þetta var nóg til þess að enn sló í brýnu með Þeim, Dermot og Bellu. Loks þótti Ned nóg um hnippingarn- ar; hann reis á fætur, tók harmonikk- una og fékk Bellu og bað hana taka lagið. Bella varð við áskorun hans og hóf að syngja gamalt, írskt Þjóð- kvæði, kvæðið um frelsishetjurnar, sem fórnuðu lífi sinu fyrir Irland. Bella hafði góða söngrödd, og ekkert skorti á skap hennar og tilfinningar til að túlka þetta gamla ljóð og lag, sem er í senn þrungið viðkvæmni og karlmannlegu þreki. Patrick gamli varp þungt öndinni, þegar söng hennar var lokið. — Dýr- legt kvæði, sagði hann. Og þú syng- ur það ðldungis eins og hann Vincent sálugi . . . Dermot reis á fætur. — Ég ætla að skreppa til bæjarins, sagðl hann. — Skilaðu kveðju minni til henn- ar, mælti Bella. Og segðu henni, að hún skuli varast heyhlöðurnar. — Þetta stelpusnatt, tautaði Pat- rick gamli. Þegar ég var ungur lét ég mér nægja að hitta þær einu «irmi I mánuBL ^ 36 vikán

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.