Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 6

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 6
Catherine var að kveikja á háu, rauðu kertunum á matborðinu, þegar dyrabjöllunni var hringt. Hún þaut af stað til að opna, en stanzaði augnablik til að virða fyrir sér borðið. Það glampaði á silfur og kristall á gljáfægðri borðplötunni, þar sem hún hafði lagt á borð- ið fyrir tvo. Henni varð litið á spegilinn yfir arin- hillunni, og hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Augun ljómuðu og hárið liöaðist mjúklega niður eftir vöng- unum. Hún vissi ekki hvort það var ást hennar á Ian eða hinn lilýlegi bjarmi frá kertaljósunum, sem gerði hana svona kvenlega og ólika hinni öruggu kaupsýslu- konu, sem hún var vön að sjá. Ef hann spyr mig ekki i dag, hugsaði hún, gerir hann það aldrei. lan sneri baki við henni, þegar liún opnaði dyrnar. Hann stóð á hinni agnarlitlu grasflöt og horfði á fætur fólksins í gegnum grindverkið fyrir ofan. Hann var í illa pressuðum fötum og hlustpípan hékk niður úr öðrum vasanum. — Maður verður óhugnanlega margs visari af þvi að virða fyrir sér göngulag fólks, sagði hann. — Ég furða mig á þvi að engri spákonu skuli hafa dottið í hug að notfæra sér þetta. — Fyrst ég bý í kjallara ætti ég að taka þetta til athugunar, þegar ég verð spákerling, sagði Catherine. Þegar hún bauð honum inn i stofuna, iivarflaði það að henni, að ef til vill væri allt með óþarflega mikl- um hátiðabrag. En hann virtist ekki taka eftir neinu nema hennar eigin útliti, og það lell honum augsýni- lega vel i geð. -— Þú litur út eins og þú sért að halda upp á eitt- hvað sérstakt. — Það má ef til vill kalla ])etta skilnaðarveizlu sagði hún. ■— Ég legg af stað í eina af þessum ferðum min- um í fyrramálið — fyrsti áfanginn er Svíþjóð. Hún sneri baki að honum, líegar hún hellti sjerríinu í glösin, svo liann sæi ekki að höndin titraði. Honum hafði verið kunnugt um það í nokkra daga að hann tæki að fara, og með sjálfri sér hafði hún vonað að hann tæki af skarið og segðist eklti geta verið án hennar en ekkert slíkt gerðist. Hún rétti honum glasið og hann brosti til hennar, eins og hún ætlaði aðeins að skreppa burtu einn eða tvo daga. — Góða veiði, sagði hann og lyfti glasinu. Henni var skapi næst að kæfa hann með hlustpípunni, en i sömu andránni gerði hún sér Ijóst hve hann var magur og þreytulegur. — Var mikið að gera hjá þér í dag? spurði hún. — Ekki venju fremur. Alec hringdi til mín rétt áður en ég fór. Hann er með slæmt kvef og verður að liggja í rúminu. 4 — Ó Ian, þarft þú þá að vera á vakt? Hann kinkaði kolli. — Því miður ástin mín. Ástin min, hugsaði Catherine. Hann kallar mig ástina sína, og meinar ekkert með þvi. Þarna situr hann eins og ánægður köttur og ég er að deyja af ástarþrá. Hann hallaði sér aftur á bak og teygði úr löngum fótleggjunum. Það munaði minnstu að hún sækti skemil handa honum, svo hann gæti hvílt sina lúnu fætur, og setti púða við bakið á honum. — Jæja, þá er vist bezt að ég komi strax með mat- inn, sagði hún. Hún reyndi að herða upp hugann þegar hún fór fram í eldhúsið. Þú verður að leyna tilfinn- ingum þínum, Catherine, sagði hún við sjálfa sig. Þú ert ef til vill vönust því að eiga frumkvæðið og taka ákvarðanir, þegar starfið er annars vegar, en í hjóna- bandinu gildir ekki það sama. Það skaltu hafa hug- fnst. Hjónaband, hugsaði hún gröm, til þess þarf þó alltaf tvo aðila. Þegar hún kom inn með súpuna, sat hann og athugaði vegabréfið, sem lá á arinhillunni. Myndin hafði verið tekin skömmu eftir að hún fékk yfirboðarastöðu á stórri ferðaskrifstofu og hún var mjög alvarleg og einbeitt á svipinn. — Þetta er mynd af konu, sem gengur upp i starf- inu af lifi og sál, sagði Ian. — Þessar passamyndir eru alltaf svo vondar, sagði hún. — Ég er alls ekki svona. En hafði atvinna hennar, sem var i því fólgin að athuga gististaði víðs vegar í Evrópu — ekki einmitt gert hana svona kaldrifjaða VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.