Vikan


Vikan - 16.11.1961, Page 2

Vikan - 16.11.1961, Page 2
Ávaxtapressa. Grænmetis-skeri með 3 hnífum. Ávaxta-þeytari. Hakkavél. Ríóma-ís-þeytari. Starmix er ný tegund, og ein fullkomnasta hrærivélin sem er á markaðnum. — STARMIX er Vestur-Þýzk framleiðsla og mest selda hrærivél Vestur-Þýzkalands. SÖLUUMBOÐ UTI Á LANDI: Ólafsvík: Kaupfélagið Dagsbrún. Hellissandi: Iíaupfélag Hellissands. Súgandafirði: Kaupfél. Suðureyrar. Hólmavík: Kaupfél. Steingrímsfj. Akureyri: Verzl. Tómasar Jónss. Eskifirði: Kaupfélagið Björk. Fáskrúðsfirði: Kaupfél. Fáskrúðsfj. AÐALUMBOÐ í REYKJAVÍK: Valafell Garðarstræti 2. Sími 16976. Sjdið tive fjölbreytt'Mi fylgjd STARMIX athugið sérstaklega rjómaísþeytarann KNATTSPYRNUPÍUR... Kæra Vika mín! Við erum hérna nokkrar ste’piir, sem höfum mjög mikinn áhuga ó knattspyrnu og hörmum það mjög, að hér skuli ekki vera neinn knatt- spyrnufloklcur fyrir stelpur. Við lás- um í einu dagblaðanna, að í Svíþjóð mættu stelpur vera í knattspyrnu, og hversvegna ekki að hafa svoleiðis hérna líka? Við þökkum þér fyrir allt skemmti- lega lestrarefnið, sem þú flytur, en af hverju ekki að hafa íþróttasiðu í hverju tölublaði Vikunnar? Til dæmis birta inyndir af beztu knatt- spyrnumönnunum okltar í dag. . Þökk fyrir birtinguna, Nokkrar áhugasamar. ÓGREIDDUR ELSKHUGI... í. Kæra Vika. Ég er ásfangin af strák, og hann er líka ástfanginn af mér. Við för- um nokkuð mikið út að skemmta - okkur, eins og gerist og gengur. Hann gengur alltaf þrifalega til fara að óðru leyti en því, að liann er alltaf ógreiddur. Ég er alltaf að nauða á honum að greiða sér, þegar við förum út að skemmta okkur, en hann er alltaf ófáanlegur til þess. Mér tekst bara einstöku sinn- um að fá hann til þess, en þá er hann í fýlu allt kvöldið, svo að ég j skemmti mér aldrei vel. Hvað á ég Forsíðan Þorsteinn Jónsson, flugstjóri hjá Flugfélagi Islands, renndi flugvél- inni undir skýin á Sprengisandi; hafði Tungafellsjökull og Dyngju- fjöll á hægri hönd en víðáttur Ódáða hrauns á vinstri. Þegar kom á móts við Öskju, var næsturn alhvít jörð, nema tvennt, sem skar sig ákveðið frá.. hvítunni:. Dökkleitur. hraun- straumurinn út um Öskjuopið og eldstólparnir, sem hófust til himins, rauðgulir á lit. Þorsteinn flaug vél- inni yfir hrauninu og þegar hann renndi framhjá eldstöðvunum þar sem hraunvilpan þeyttist upp í Ioft- ið, smelltum við af út um gluggann. Síðan varð hann að fara upp úr skiýjunum og komst ekki vel að eldinum eftir það, því í sama mund þyngdi að. Þetta var á öðrum degi gossins og samkvæmt fregnum dag- blaðanna þá, er eldstólpinn á mynd- inni um 300 metra hár. Eldstólparnir voru raunar fimm talsins, en mynd- in er tekin á því augnabliki, sem þeir bera allir saman í einn. 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.