Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 25
DERMOT reis eltki úr rekkju fyrr en um hálfníuleytið morguninn eftir; settist framan á og athug- aði skrámurnar á hnjám og fótleggj- um, klæddi sig síðan og gekk fram I eldhúsið. Ned sat við eldinn, þung- brýnn og bar þess greinileg merki, að hann hafði drukkið lengi nætur. Bella bar morgunverð á borð, en for- eldrar þeirra höfðu farið til kirkju að hlýða morgunmessu. Þau hlustuðu á morgunfréttirnar í útvarpinu — Þjóð- verjar höfðu ráðizt inn í Rússland. — Þá dregst innrásin í England að minnsta kosti í ár, varð Dermot að orði. Þýzki herinn verður fyrst að sigra Rússa. Og þetta gerir irska þjóðfrelsishernum örðugra fyrir; þeir hafa treyst þvi að Þjóðverjarnir réð- ust inn í England þá og Þegar. Ég fæ ekki skilið að hann þoli þá bið og eiga stöðugt í höggi við lögregluna. — Mikil guðsblessun mætti það vera, sagði Bella. Þau snæddu morgunverðinn og bjuggust síðan til kirkju. Að árdegis- messu lokinni kom Dermot við hjá Hannafin, sem spurði hvort hann heiði gert alvöru úr því að tala við lögregluna. Dermot játti þvi og held- ur seinlega. -— Þá er þér betra að fara varlega. — Ég geri það. Annars legg ég af stað til Bretlands á morgun. — Og þú heldur þig heima í dag? spurði Hannafin. — Já. Þegar ég er kominn he.rn, hreyfi ég mig ekki út fyrir hússins dyr, þangað til ég legg stað í fyrra- máiið. — Þú ferð með níulestinui. — Já. — Líttu við um ieið og þú farð. Dermot hét Því, kvaddi Hannatin og hélt af stað heimleiðis um a rðar götur. .Tatnvel kettirnir héldu sig inni við sunnudögum. Minningarnar sóiíu að honum; það gat orðið iangt þungað til hann gengi aftur um þess- a’ götur, þar sem hann átti svo mörg sp ,r frá bernsku og æsku. Hann vakn- aði af hugleiðingum sínum við hreyfilgný, bíll nálgaðist, ók fram úr honum og nam staðar. Framdyrnar opnuðust, McGinnis, Malone og Þeir Mclntyres bræður stukku út. Der- mot hugði fyrst á flótta, en fannst það mundu bera vitni um hugleysi. Þeir fjórir umkringdu hann sam- stundis, hrundu honum inn í bíhnn, bundu hendur hans á bak aftur og óku af stað. Quinn sat undir stýri. — Meiri barsmíð? spurði Dermot. — Mál þitt kemur fyrir herrétt, svaraði McGinnis. — Það er óþarfi, sagði Dermot. Ég skýrði lögreglunni einungis frá því að árásin væri fyrirhuguð. Nefadi engin nöfn. — Þú getur skýrt frá því, pegar rétturinn kemur saman. — Hvenær verður það? —- I nótt . . . Það lcoma menn frá yfirherstjórninni hingað undir mið- nættið, varð Malone að orði. Þeir óku um úthverfi bæjarins, námu staðar úti fyrir litlu vöru- geymsluhúsi, leiddu Dermot inn, fjötruðu fætur hans ramlega og vörp- uðu honum út að vegg. Dermot var hinn djarfasti og hafði í hótunum við þá. „Það væri hyggilegast af ykkur að skjóta mig strax, þvi að ef ég losna tilkynni ég lögreglunni nöfn ykkar allra." —■ Það hefurðu þegar gert, hreytti MoGinnis út úr sér. — Lýgurðu því, en heimskur var ég að gera það ekki, svaraði Dermot. Þeir bundu hann nú enn ramm- legar, og loks athugaði McGinnis brögðin og hnútana. Héldu siðan brott, læstu dyrunum og skutu siag- brand fyrir. Andartaki síðar kallaði annar bræðranna inn til hans og kvað honum þýðingarlaust að hrópa á hjálp. — Við stöndum vörð við dyrri- ar til skiptis þangað til Þeir koma, sagði hann. — Heldurðu að þeir skjóti mig? — Það held ég varla. En hefði Mc- Ginnis fengið að ráða, mundir þú hafa verið skotinn án dóms og laga. Það var Malone, sem kom því til leiðar að náð var sambandi við yfirher- stjórnina. Það varð þögn. Dermot reyndi að sofna, en það fór svo illa um hann í fjötrunum, að þess var enginn kost- ur. 28. EGAR líða tók á daginn og Der- mot kom ekki heim, gerðust þær áhyggjufullar, Bella og móðir hans. Kvöldverðurinn var bor- inn á borð; að lokinni máltíð settist Patrick gamli við eldinn, Kathleen hitaði tevatn og hafði ekki augun af klukkunni. „Hvar skyldi drengnum dveljast allan þennan tíma,“ mælti hún loks. —■ Hafðu ekki neinar áhyggjur af honum, svaraði Patrick gamli. Ætli hann sjái ekki um sig. Ég hef sonalánið, andvarpaði Kat- hleen. Annar blindfullur allan sunnu- daginn, og guð má vita í hvaða vand- ræði hinn hefur ratað. Enn leið nokkur stund. Loks bauðst Bella til að skreppa niður í bæinn og spyrjast fyrir um Dermot, og þáði móðir hennar það þakksamlega. Bella gekk að snaganum, þar sem vetrar- kápan hennar hékk; það var ekkert vit I því að fara út i svo Þykkri kápu eins og heitt var í veðri, og mamma hennar stakk upp á að hún brygði sér i létta regnkápu, sem Dermot átti. Þegar til átti að taka, reyndist hún Bellu bæði allt of síð og of við, svo hún afréð að binda hana á stýrið á reiðhjólinu, en bregða sér í hana ef rigndi. Bella kom fyrst við hjá Hannafin. Þau hjónin sátu við að ráða kross- gátur. Hannafin hleypti brúnum, þegar hann heyrði að Dermot væri ekki kominn heim enn. Hann ráðlagði henni að spyrja eftir honum hjá Neeve. — Og rekist hann hingað inn, skal ég segja honum að þú sért að leita hans, sagði Hannafin. Þegar Bella var farin, hristi hann höfuðið. — Hann hefur lent í einhverjum vandræðum, drengurinn, og verði hann ekki kominn fram eftir hálf- tíma, fer ég sjálfur að leita hans. ■— Hann er heima hjá Neeve, sagði kona hans. Það er ekki nema eðlilegt held ég. —• Það er farið að rigna, varð Hannafin að orði, þar sem hann stóð út við gluggann og horfði út í nátt- myrkrið. — Hvenær rignir ekki á sunnu- dagskvöldum? spurði kona hans. Nokkra hríð stóð hann út við glugg- ann, tók svo að ganga um gólf i eirð- arleysi. Konan bar te á borð, þau drukku þegjandi, siðan stóð Hannafin aftur á fætur, tók regnkápuna sina og brá sér í hana. — Vertu nú ekki að þvælast svo lengi úti að þú fáir kvef, sagði kona hans, þegar hann fór út úr dyrunum. Hann knúði dyra hjá Neeve, sem brá, þegar hún sá hann. Hún bauð honum inn; Bella sat þar inni og kvaðst ekkert hafa frétt til bróður síns. Neeve sagði að hann hefði ekki þangað komið. Þær vildu að hann settist við eldinn og vermdi sig, en Hannafin kvaðst eiga erindi óloknu annars staðar og verða að hafa hrað- ann á. Bella fylgdi honum til dyra. — Þú veizt meir en þú lætur, hvísl- aði hún og greip um arm honum. Hvar er Dermot? — Vertu ekki með neina vitleysu, sagði Hannafin, það er allt i lagi með hann. Svo hélt hann út i rigninguna og náttmyrkrið. Nokkra hríð reikaði hann um mannlausar göturnar og svipaðist um. Síðan gekk hann inn i lögreglustöðina. —• Ég er að svipast um eftir manni, sem ekki hefur kom- ið heim í dag, sagði hann við lögreglu- stjórann. Það er farið að óttast um hann. — Það skyldi þó ekki vera Der- mot O'Neill? spurði lögreglustjórinn og virti hann fyrir sér. — Jú, sá er maðurinn, svaraði Hannafin. Kannski hann sé hjá kunn- ingjum sínum, bætti hann við eftir andartaks þögn. — Þú átt við, að þeir vilji ekki vita af honum úti i slíku veðri, og hafi því kyrrsett hann? spurði lög- reglustjórinn tvíræðri röddu. — Það er einmitt það, sem mér kom til hugar, svaraði Hannafin; það er ekki að spyrja að gestrisninni hjá þeim . . . — Var hann kannski á förum? — Eitthvað heyrði ég hann minn- ast á Bretlandsferð í fyrramálið. En það er aldrei að vita nema kunningjar hans hafi skroppið með hann eitt- hvert út fyrir bæinn. Lögreglustjórinn leit fast á hann. — Það gæti hugsazt. Ef þú skyldir hitta hann, þá segðu honum að mig langi til að biðja hann fyrir bréf til bróður míns í Bretlandi. Hann er vel stæður bakari, og ég skrifaði hon- um línu, þar sem ég bað hann um að líta til með Dermot, á meðan hann væri að fá sér vinnu. — Væri ekki hyggilegast að ég tæki þá bréfið til hans? Það er ekki víst að hann eigi svo auðvelt með að lita Framhald á bls. 30. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.