Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 34
PRBMT SMIBJAM LNIR hf RAUÐI ÞRÁÐURINN í viöskiptum yðar er viðleitnin til að efla og auka framgang fyrirtækisins og veita um leið viðskiptavinum yðar þá þjónustu og fyrirgreiðslu sem unnt er. HILNIR hp Samkeppnin á markaðnum verður æ ateiri og krefst þess að staðið sé á verði gagn- vart þeim þáttum viðskiptalífsins er snerta á cinhvern hátt fegurðarsmekk fólksins. HILNIR 1 ttii ?ttt Vönduð vinna á öllnm prentnðnm gögnum fyrirtækisins ber þvi fagnrt vitni, um leið og það veknr á aér athygli og örvar á þann hátt viðakiptin í hvívetna. HILNIRhf Vér höfnm um árabil nnnið f afvaz- andi mæli að hvers kyns prentverki svo sem: Prentun bóka, blaða og nm- búða, ásamt skrifstofn- og verzlnnar- gögnum ýmissa tegunda. Jafnframt því veitum vér viðeklpta- vinum vorum alla þá aðstoð og leið- beiningar, sem með þarf þar að lát- andi. HILNIR HF Skipholti S8. — Sfrnf KSSOl miklu næmari og þessi tilfinning að gera sér grein fyrir hlutum, sem nálgast. Nú, um áramótin á eftir byrjaði ég að vinna við netagerð i Vestmannaeyjum. Þá hafði ég ver- ið sex vikur á spitala og fengið tima til að jafna mig á þessu. Svo fór ég að bólstra i Eyjum og setti upp verkstæði; batt upp divana og bólstraði stóla og svefnsófa. Ég var einn og það var nóg að gera. Eftir að ég kom suður, hef ég unnið við bólstrun hjá Guðmundi í Viði. Það er náð í mig á morgnana og ég vinn þar alveg fullan vinnutíma til klukkan sex á kvöldin. Þá fer ég heim með liraðferðinni. Ég þarf að sýna þér herbergið hérna niðri. Þar hef ég mitt eigið verkstæði og bólstra eftir því sem ég hef tíma til. Það hafði komið kunningjakona í heimsókn og var að tala við El- isabetu á meðan þessu fór fram. Hún sneri sér að Andrési og sagði: Það er maður að missa sjónina vestur á Landakotsspítala. Hún er svo til farin. Hann er óskaplega langt niðri, maðurinn. -— Jæja, sagði Andrés, —- ég þarf að heimsækja hann. Heimsækja hann og stappa i liann stálinu. Það dugar ekki að missa móðinn. Það er afskaplega mikill styrkur í þvi fyrir menn, sem eru nýbúnir að missa sjónina, þegar blindir menn lcoma til þeirra og stappa í þá stál- inu. — Hefðir þú haldið Andsés, að það væri verra að vera blindur heldur en það er, spurði ég að lokum. — Ég hefði búizt við þvi, að það væri miklu verra. Gisli Sigurðsson. f leit að lífsförunaut. Framhald af bls. 19. á valdi þlnu. Þú verður að fara, áður en ... Hún fylgdist með honum, og naut þess að hann virtist álíta Það svo sjálfsagt, að hann veitti þvi ekkl einu sinni athygli. Hún fylgdist með hverri hreyfingu hans, eins og hún byggist við að þetta væri í siðasta skiptið, sem hún sæi hann á lifi. Hvernig hann opnaði bíldyrnar. Svo stóð hann þarna andspænis hennl og rétti henni höndina. — Vertu sæll, sagði hún. Og ég verð lika að biðja þig afsökunar á ónærgætni minni. Eitt andartak horfðust þau I augu — og í sömu andrá varð henni ljóst, að nú hlaut það að gerast. Hún var ekki hrædd; horfði í augu honum, þegar hann vafði hana örmum, svo hann skildi að hún væri reiðubúin að gefa sig honum á vald . . . að þau væru bæði á valdi hins sama ómót- stæðilega afls. Eitt andartak hvildi hún I örmum hans ... Hún stóð lengi og horfði á eftir bílnum. Sólin hvarf á bak við trjá- toppana. Allt gekk sinn vanagang. Á leiðinni heim að sumarbústaðnum hvarf henni sársaukinn, og það færðist yfir hana þreytukennd frið- sæld. Gleði eftirvæntingarinnar var henni líka horfin, og hún gerði sér Ijóst, að sú þrá, sem áður hafði ver- ið henni hvöt og styrkur, áhættulaus leikur að hugsunum, mundi fram- vegis verða henni áráttukvöl. Hún gekk rakleitt niður á bryggj- una og baðaði andlitið úr köldum sjónum. Það vakti hana og hressti. Þegar hún stóð andartaki síðar inni I svefnherberginu á náttkjólnum ein um saman, sá hún hvar lítill hrað- bátur kom þjótandi eins og ör eftir spegilsléttri víkinni, hægði á ferðinm og rann upp að bryggjunni. Irma stökk I land og báturinn var óðara úr augsýn. Kveðjuathöfnin hafði verið svo stuttaraleg, að Sonja breiddi sængina upp fyrir höfuð og lézt sofa, til þess að komast í bili hjá því að heyra lýsingu Irmu á karlmennsku- skorti þessara náunga. 50NJA varð Irmu samferða síðla kvöldsins. Hún kveið því nú að vera ein í sumarbústaðnum. Kveið því, að hún mundi heyra rödd Jan Stenlunds úr hverjum krók og kima, þegar rökkvaði. Og Þó mundi hún að sjálfsögðu verða honum enn nálægari í borginni. Og þegar hún var lögzt í sína eigin rekkju, dauðsá hún eftir því að hafa lagt þannig á flótta. Ef hann skryppi aftur út eftir, og kæmist að raun um að hún væri strokin? Hann mundi að vísu ekki verða af svo miklu, en hún ... Engu að siður svaf hún nú ró- lega um nætur. Hún byrjaði að vinna aftur á föstudag. Hún kveið spurn- ingunum, sem hún yrði að svara, en þær urðu mun færri en hún hafði búizt við, þar eð allir voru I ferða- hug. Sumarleyfið átti að hefjast eftir hálfan mánuð, þá var skrifstofunum lokað; einungis gjaldkerinn og tvær aðstoðarstúlkur áttu að verða þar eftir og var Sonja önnur þeirra. Hún vildi ekki fara úr borginni; vildi ekki hverfa á brott frá símanum, sem stóð þögull og beið. Þannig leið hver vikan af annari. Allt í kringum hana var sól og sum- ar, en hún sá það aðeins út í gegn- um gluggann, og einmanakenndin þrúgaði hana eins og martröð. Hún reyndi að fylla tómið hugsýnum og dagdraumum, og það kom fyrir að hún varð óttaslegin vegna þess hve þráin eftir Jan varð henni sterk, en smám saman öðlaðist hún siðferði- legan þrótt til að viðurkenna hana sem náttúrlega eins og sitt eigið eðli, og um leið fékk hún kjark til að njóta hugsýna sinna og gefa dagdraumun- um lausan tauminn. Og enn leið timinn. Sumarleyfum lauk, starfsfólkið flykktist að borð- unum, sólbrennt og hávært. Og svo var það einu sinni við borðið i mat- stofunni, að Irma fór eitthvað að dylgja um náið samband með Sonju og lækninum, sem hafði stundað hana í sjúkrahúsinu. Magda lagði frá sér hnífinn og gaffalinn og starði stórum augum á Sonju. — Sonja, er þetta satt? Læknarnir ... Þeir vita nú hvernig á að fara að hlutunum. Er honum þetta alvara, eða ertu bara ein af ástmeyjum hans? Sonja heyrði sina eigin rödd, án þess að vita hvaðan hún barst: — Hvorttveggja ... — Segðu okkur það allt saman. — Það er ekki frá neinu að segja. Magda setti upp fýlusvip. — Þá segi ég ykkur ekki heldur neitt, næst þegar ég hef lent I ævin- týri. Magda bjóst bersýnilega vlð að þessi grimmilega hótun vekti mikla athygli við borðið. En hún varð fyrlr vonbrigðum. Stúlkurnar vissu sem var, að Sonja talaði aldrei um karl- menn eins opinskátt og þær, sem tl- unduðu hverja nótt undandráttar- Iaust, þegar setzt var að borðum. Og eftir að hún missti drenginn og allt það, þótti þeim ekki nema sjálfsagt að láta þögn hennar afskiptalausa. Hitt höfðu þær vitanlega fæstar nokkra hugmynd um — að til væru þau ástarævintýri, sem væru viðkom- anda svo mikils virði, að hann vildl ógjarna framreiða þau sem einskon- ar ábætisrétt meö pylsunum. Þetta sama kvöld gerðist loks það, að síminn hringdi. Og hún fékk taumlausan hjartslátt, Þegar hún bar kennsl á röddina. — Hvernig líður þér? 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.