Vikan


Vikan - 16.11.1961, Page 43

Vikan - 16.11.1961, Page 43
RB!5u deaUMulBlnW Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðandi. Ég er átján ára gömul og er mjög hrifin af strák á sama aldri, en því miður þá er hann alls ekkert spennt- ur fyrir mér. Ég hef verið með mörgum strákum en enginn af þeim hefur haft eins mikil áhrif á mig og þessi eini. En fyrir stuttu síðan þá dreymdi mig að mér fannst ég vera stödd í stórhýsi og var þar mikið um glaum og gleði. Samt var alltaf eins og að andlitið á mér væri ein sorgarmynd. Þessi áður um- ræddi strákur var staddur þarna ásamt ungri stúlku. Þegar slcemmt- unin stóð sem liæst fannst mér skyndilega lcveða við þessi agalega sprenging' svo að allt lék á reiði skjálfi og allt varð dimmt, aðeins á cinum stað sást Ijósskíma og þangað reyndi ég að komast og gekk mér hálf illa en um síðir tókst mér samt að ná til ljóssins en þar eru þau stödd fyrir strákurinn og stúlk- an, sem mér fannst vera með hon- um og snéru þau baki í mig, en í því að ég ætla að læðast burt, snéri hann sér við og kom til mín og sagði: „Loksins hefi ég fundið þig og héðan í frá mun enginn geta tek- ið þig frá mér.“ Að svo mæltu kyssti hann mig á kinnina og leiddi mig í burtu án þess að yrða á hina steipuna, þá fór skyndilega allt að verða bjart í kring um okkur og i þvi vaknaði ég. Með fyrirfram þökk. Ein ástfangin. Svar til Einnar ástfanginnar. Að heyra sprengingu í draumi er fyrir velgengni við það við- fangsefni, sem maður fæst, enda bendir endir draumsins til þess að óskum þínum í ástamál- unum verði fullnægt innan tíðar. Þetta þarf þó ekki að þýða að þú náir í hinn umrædda pilt, sem hugur þinn girnist svo mjög, heidur getur verið um annan að ræða, sem mun ekki reynast þér síðri. Greinilegt er að þið náið ekki saman fyrr en eftir tals- verða barninga og villu, en end- irinn verður þér hagstæður Til draumráðandans. Mig dreymdi fyrir nokkru að ég og bróðir minn og einhverjir tveir aðrir strákar, sem ég þekkti ekki vorum að spila „wliist“. En við spil- uðum á tvenn spil eða eitthundrað og fjögur og var ég með heil mikið af hjarta og aðeins af dökkum lit. Ég var með tvo hjartaása. Næst dökka litnum var hjartagosi, svo drottningin og kóngurinn og ásarn- ir voru saman inni í miðri hjarta- sortinni. Við spiluðum ekki framsóknar- vist, heldur venjulega og ég sagði hálfa. Bróðir minn sat til hægri handar og setti út spaðadrottningu. Ég gái í spilin og segi hátt: „Jú, hérna á ég gosann,“ en þegar ég lit á borðið, þá sé ég að bróðir minn er búinn að taka drottninguna aftur, en setur út laufasjö. Ég var ógur- lega ill, því nú vissi hann að ég átti gosann, en upp frá þessu vakn- aði ég. Hinum mönnunum man ég ekkert eftir og get elckert lýst. Dökki lit- urinn lá upp í hægri höndina en hjartaliturinn í þá vinstri. Fyrirfram þakkir. Laufdrottning. Svar til Laufdrottningar. As í draumi má túlka á fernan hátt eftir lit. Hjartaásinn er tákn um velgengni í ástamálum, tíg- ulásinn velgengni í fjármálum, spaðaásinn árangurslausa baráttu og laufaásinn niðurlægingu. Spaðadrottningin er tákn per- sónu sem fellur undir merki Meyjarinnar í dýrahringnum, þ. e. s. athugula, jafngeðja, upp- finningasama og gáfaða. Höfuð- einkenni slíkrar manneskju er tilhneiging til skilgreiningar og gagnrýni á öllu. Spaðagosinn, samsvarar manni sem fæddur er undir merki Steingeitarinnar í dýrahringnum, þ. e. a. s. kröft- ugur, hlédrægur og gætinn. í þessum spilum felst lausnin á draumnum. Þau spil, sem þú hafðir á hendi, en rnest af þeim voru hjartaspil, benda til að eitt- hvað mikið fari að eiga sér stað í ástamálunum hjá ykkur. Þó þarf það ekki að vera í sambandi við spil bróður þíns, sem benda til atvinnu hans og viðfangsefna fremur en ástamálanna, þar sem hann leggur laufasjö í borðið í staðinn fyrir drottninguna. Laufasjö er hins vegar tákn um velgengni við að kenna og spilið táknar í rauninni tileinkunn eða ástundun. Spil hans getur því bæði verið bending um starf hans og ef til vill einnig að kona hans verði sama eðlis og spaða- drottningin, sem ég lýsti áðan að nokkru. Spaðagosinn er hins vegar tákn þess manns sem geng- ur að eiga þig. Ef þú hefur hug á að kynna þér eðli hans nánar geturðu flett upp á lýsingu á fólki, sem fætt er undir merki Steingeitarinnar í hvaða stjörnu- spekibók sem er. heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin M<nr?4Hk •‘h-1 i i* H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI fii; VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.