Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 35
rr/rr HÖRPU MALNING Ct&AM. Maipa — Vel ... sæmilega a8 minnsta kosti. — Hefurðu nokkuð við að vera í kvöld? Getum við kannski hittzt? — Já, ef Þú vilt. Það varð þögn nokkur andartök. Hún heyrði að hann dró andann þungt og hegar hann tók aftur til máls, var röddin óstyrk og hærri en venjulega. — Hvort ég vil ... sagði hann. l?g vil það fremur en nokkuð annað. Hvar og hvenær eigum við að hitt- ast? Á ég aö sækja þig, eða eigum við kannski ekki að fara neitt ... að- eins njóta kvöldsins? Og svo bætti hann við eftir andartaks hik. Nú heldurðu víst að ég sé genginn af göflunum, Sonja ... Hún svaraði þvi engu. — Komdu strax ... hvislaði hún og tók andköf. Strax, Jan strax ... Framhald í næsta blaöi. Þú skalt ekki leika á mig öðru sinni. Framhald af l)ls. 13. undan flóðinu, og ók hratt I þvS trausti, að þvi yrði gert aðvart ef um einhverjar tálmanir væri að ræða, biði líka bana í gljúfrinu — vegna þess að hann, Joe Brackett lögreglu- þjónn hafði brugðizt skyldu sinni. Klukkan vantaði þrjár minútur i ellefu. Enn var það ekki of seint að koma aðvöruninni áleiðis. En hvað um það, þótt líf annarra, sem hann bar engin kennsl á, væri i nokkurri hættu, tækist honum að forða konu sinni og syni frá hræðilegum dauð- daga. Enginn mundl komast að van- rækslu hans, enginn vita að hann hafði brugðizt skyldu sinnl — enginn nema sjálíur hann, Joe Brackett. . . Joe Brackett lögregluþjónn. Klukkuna vantaði þrjár minútur í „Fyrirgefðu mér, ástin mín“. hvísl- aði hann og lyfti talnemanum, sneri talnaskífunni eins hratt og hann mátti. og það var eins og heil eilífð liði áður en honum var svarað. „Lögreglan", hrópaði Brackett. ,.A8- vörun. Stíflan við rafstööina er brost- in og flóðið hefur skolað brott brúnni og kafla af veginum 116 við Granda- hornið. Þetta er hráð lífshætta hverj- um. sem um veginn fer. . .“ „Nokkuð meira?“ spurði maðurinn í útvarpsstöðinni. „Nei — Getið þess. að Brackett lög- reglubjónn i Southfield hafi sent að- vörunina. . .“ „Eg skil; þér eruö að sækjast eftir frægðinnl vinurinn", svaraði hinn hæðnislega. „Allt i lagi, lögreglu- þjónn. . . .“ Brackett opnaði fyrir útvarpsvið- tækið: „Aðvörunartilkynningar frá vegaeftirlitinu," las útvarpsþulurinn. „Vegurinn 1S B ófær á milli Arram og Griffith, og rétt í þessu var verið að tilkynna að flóð hefði brotið brúna hjá Grandahorni af veginum 116. Ég endurtek þessa aðvörun sem okkur barst frá Brackett lögregluþjóni 1 Southfield. . Brackett lokaði fyrir útvarpið og hallaði sér aftur á bak i stólnum. Þá var þetta búið og gert og varð ekki aftur tekið. Og þó hafði hann enn veika von. . . . Síminn hringdi. Hringdi sex eða sjö sinnum næstu mínúturnar og Brackett svaraði ósjálfrátt og vann starf sitt eins og vélmenni. öðru hverju hringdi hann heim, en enginn svaraði. Lögreglustöðin þagði. Engar fréttir eða tilkynningar varðandi stroku- fangann. Ljósgeisli lék um rúðurnar, BIl- hurð heyrðist opnuð og skellt aftur úti fyrir. Kannski strokufanginn væri að koma í heimsókn? Kannski að hann hefði snúið hingað, óður af heift og hefndarþorsta, þegar hann heyrði tilkynninguna. Ekki var það sennilegt, náungar eins og hann réð- ust sjaldan framan að manni. Samt sem áður greip Brackett til skamm- byssunnar í beltishylkinu þegar dyrn- ar opnuðust. Það var Anna, sem stóð á þrösk- uldinum. Regndroparnir glitruðu I há;ri hennar í bjarmanum frá bil- Ijósunum úti fyrir. Anna, ósködduð og brosandi með litla drenginn sofandi í faðmi sér. Hann greip báðum höndum utan um þau og faðmaði þau að sér. „Anna, þú ert komin,“ hvíslaði hann hvað eftir annað. „Ég var svo hrædd, að ég þorði ekki að halda kyrru fyrir heirna," sagði hún. „Þegar rafmagnið bilaði og símasambandið rofnaði, vafði ég drenginn í sæng og bar hann út i bilinn. Ég opnaði fyrir viðtækið, heyrði tilkynninguna frá lögreglunni um flótta Martells og óttaðist að hann kynni að ... Og Þar sem ég hélt að þú værir einhversstaðar á ferðinni í talstöðvarbílnum, ákvað ég að aka til Júliu frænku. Það var svo niðamyrkt að maður sá sama og ekkert fram fyrir sig og regnið buldi á bílrúðunni, en ég hafði við- tækið opið — og svo heyrði ég þín allt í einu getið, oe að brúin hefði sópazt af gljúfrinu ... Og Joe, Það var öldungis eins og þú segðir mér að hemla og snúa við, því að bíllinn var kominn rétt fram á gljúfurbarm- inn ...“ Hún settist í stólinn hans með drenginn i fanginu. „Hamingjunni sé lof,“ mælti Joe lágt. „Ef ég hefði ekki sent aðvörunina ...“ „Hvað er að, Joe?“ spurði hún. „Hversvegna titrarðu svona? Við er- um komin og allt í stakasta lagi ...“ Lögreglutalstöðin urraði. „Tilkynn- ing. Strokufanginn, Frank Martell fórst í bílslysi fyrir nokkrum mín- útum. Reyndi að hemla á ofsahraða við gljúfrið hjá Grandahorni, en bill- inn valt. Peter Poraski tilkynnti stundarfjórðungi yfir ellefu, að hann hefði heyrt hemlaískur og skruðn- inga ...“ Anna varð náföl. „Joe ... hann hlýtur að hafa ekið beint á móti mér, áður en ég nam staðar og sneri við. Og hann hlýtur að hafa haft viðtækið opið . .. hvers vegna hemlaði hann þá ekki í tíma og sneri við ? Hann hlýtur þó að hafa heyrt aðvörunina frá þér, eins og ég ...“ Joe Brackett sagði hörku- lega. „Það máttu vera viss um. En hann tók ekki mark á henni. Ekki þegar hann heyrði að ég hafði sent hana. Hann hélt að ég væri að gabba sig — og hann hafði heitið þvi að ég skyldi ekki leika á sig öðru sinni . ..“ VIKAN 3;:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.