Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 30
Skæruliðar næturinnar. Framhald af bls. 25. hér inn i fyrramálið, sagöi Hannafin. —- Það vaeri heillaráð, mælti lög- reglustjórinn og bað Hannafin að doka andartak. Hann brá sér því- næst inn í skrifstofuna og kom aftur að vörmu spori með allstórt umslag og rétti honum. Það er vegabréf i því iíka, sagði hann, með nauðsynlegum stimplum og áritunum. Hannafin stakk á sig bréfinu. — Ég verð hérna svo frameftir nóttunni, mælti lögreglustjórinn, þegar Hannafin kvaddi. Og þurfir þú einhverrar aðstoðar við, skaltu 6- hræddur leita til mín. . . Búið var að loka kránni, lögum samkvæmt, þegar Hannafin knúði þar dyra, en hann naut kunnugleika síns og var hleypt inn. Hann spurði eftir Ned O'Neill, og eftir nokkurt þras við veitingakonuna fékk hann að tala við hann. Ned var slompfullur. — Nú syngjum við írskt þjóðkvæði, sagði hann, þegar hann sá Hannafin. —■ Bróðir þinn hefur lent i ein- hverju klandri, sagði Hannafin lágt. — Minn elskulegi bróðir, sem aldrei bragðar vín, rausaði Ned, en laut siðan að Hannafin og mælti iægra: — Hvað er að? Nýjastís tí%kn — Samtökin, þú skilur. Og ef við finnum hann ekki tafarlaust, þá get- urðu drukkið erfi hans næstu dagana. —- Erfi hans? Hamingjan hjálpi okkur, mælti Ned, og það var því likast sem verulega rynni af hon- um. — Þeir hafa lokað hann inni ein- hversstaðar. Ég get ekki skýrt þér nánar frá því hérna, en við verðum að finna hann. Og ég þarf að hafa mann með mér, sem ekki er hræddur við að taka til hendinni, ef með þarf. Ned tæmdi glasið í einum teig. — Sé Dermot í hættu, er ég ekki hrædd- ur við neinn, sagði hann. Hannafin fékk veitingakonunni pundsseðil, kvaðst greiða fyrir Ned, og bað hana láta sig hafa hálfflösku af viskýi í nestið. Ned stakk á sig flöskunni og síðan héldu þeir af stað út i rigninguna. EIR reikuðu fyrst um miðbæ- inn, en héldu síðan í úthverfin og svipuðust um, einkum í kring- um vöruskemmurnar. Ned kvartaði sáran, kvaðst vera orðinn gegndrepa og stigvélafullur, svo Hannafin aumk- aðist yfir hann, dró tappann úr viský- flöskunni og rétti honum. Ned fékk sér góðan sopa og Hannafin bragð- aði einnig á, sér til hressingar; síðan héldu þeir áfram leitinni og voru í Þann veginn að gefast upp, þegar þeir komu auga á mann, sem stóð úti fyrir lítilli vöruskemmu. Þeir lædd- ust nær og báru þá kennsl á mann- inn. Þetta var Quinn. Þeir gengu nær. Um leið og Quinn varð þeirra var, rétti hann fram höndina og spurði hverjir þar færu. Hannafin sá að hann mundi vera með skammbyssu í hendinni. Þeir gengu enn nær. — Hvar er Dermot O'Neill? spurði Hannafin rólega. — Hann er hér. ET þið gangið feti nær, hleypi ég af. . . Hannafin hugðist ræða við hann, en þá gekk Ned fram, rétt eins og hann sæi ekki byssuna. Quinn hörfaði skref aftur á bak. — Gættu þín, Ned. sagði hann. Mér er alvara. . . ég skýt Þig. . . Þá stökk Ned að honum, skjótur sem elding, þreif um arm honum og sneri .hann harkalega en skammbyss- an féll til jarðar. — Þú hefur þó ekki ætlað að skjóta bróður minn, þorparinn þinn, hvæsti hann. — Nei, en það verður gert, mælti Quinn lafhræddur. Hann sveik okkur og kom upp um okkur. Hannafin bað Ned þyrma Quinn. — Við megum ekki tefja, sagði hann og krafði Quinn lykilsins. Quinn fékk honum hann orðalaust. Hannafin opn- aði dyrnar, og Ned hratt Quinn á undan sér inn í myrkrið og lokaði dyrunum. Hannafin kveikti á eldspýtu og sá hvar Dermot sat við vegginn, bundinn á höndum og fótum. ■— Það hangir lampi þarna á veggnum, kall- aði Dermot; Hannafin kveikti á ann- ari eldspýtu, fann lampann og kveikti á honum. — Ömeiddur? spurði hann Dermot. —■ Ég er að krókna úr kulda, svar- aði Dermot. Er það Ned, sem er með þér? — Já, svaraði Ned og hratt Quinn á undan sér inn i ljósbjarmann. Hannafin laut að Dermot og leysti hann úr fjötrunum. Dermot staulaðist á fætur, stirður mjög, og tók að núa ökkla sína og úlnliði. — Ég er að sálast úr höfuðverk, sagði hann. Hann stappaði niður fótunum á víxl, dró svo sígarettupakka upp úr vasa sínum, kveikti sér í einni, leit á Hannafin og glotti. — Það gengur sitt af hverju á í ekki stærri bæ, sagði hann. — Hvað ætluðust þeir fyrir? spurði Hannafin. — Stefna mér fyrir herrétt, eða eitthvað þessháttar. Biðu eftir sendi- mönnum frá yfirherstjórninni. Og nú var sem Dermot veitti Quinn fyrst athygli. Hann gekk að honum og hvessti á hann augun. Quinn vildi hörfa undan, en Ned hélt honum föstum sem í járngreipum. -— Þarna er hann þá, garpurinn, mælti Der- mot hæðnislega. Hvað eigum við að gera við greyið? — Við lokum hann hér inni, svar- aði Hannafin. Hvenær ætluðu þeir að sækja Dermot? spurði hann Quinn. ■—■ Ég veit það ekki, svaraði Quinn. En það átti að leysa mig af verði um hálfellefuleytið. Ned hratt honum upp að veggnum og sleppti tökum á honum. Seildist niður í vasa Hannafins og dró upp úr honum viskýflöskuna, tók úr henni tappann og bar hana að vörum sér. Hann fékk sér drjúgan teig, og réttj flöskuna síðan að Hannafin, sem fékk sér líka sopa, en rétti svo Dermot flöskuna. Dermot bar flöskuna að vörum sér, lokaði augunum og drakk. — Hvað sé ég? hrópaði Ned. Er bróðir minn ekki lagztur í viský- drykkju ? Dermot afhenti honum flöskuna. — Reyndar, sagði hann og glotti við. Þú skyldir ekki hafa einhverja pen- inga á þér, bróðir sæll? Ned dró fimmpundaseðil upp úr vasa sinum. — Gerðu svo vel, ef þetta kemur þér að einhverju gagni. — Það kemur sér í góðar þarfir, þakka þér fyrir, svaraði Dermot og stakk á sig seðlinum. —■ Við skulum koma okkur héðan, áður en þá ber að, sagði Hannafin og gekk til dyra. Þeir bræðurnir komu á eftir honum, en skildu Quinn eftir inni, en Hannafin læsti dyrunum og stakk lyklinum í vasa sinn. Svo leit- uðu þeir skammbyssunnar í grasinu; Dermot fann hana og hugðist stinga henni í vasa sinn, en Hannafin bað hann fá sér hana. — Ætli það sé ekki bezt að ég gæti hennar, sagði hann og stakk henni á sig. -— Það er hætt við að þeir í Þjóð- frelsishernum hugsi ykkur tveim þegjandi þörfina, varð Dermot að orði. — Við höfum ekkert að óttast. Þjóðfrelsisherinn hefur þegar fengið það áfall, að hann lætur ekki frekar til sín taka á næstu áratugum. Þýzk- arar réðust inn í Rússland í nótt er leið, en það þýðir að ekkert verður af innrás þeirra í Bretland á næst- unni. Ned vafði bróður sinn örmum, og nú, Þegar mesta hættan var liðin hjá, var hann kengfullur aftur. — Elsku bróðir minn, drafaði í honum. Guð hjálpi þér! Hvað ætlarðu nú að gera, elsku bróðir? — Ég legg af stað til Bretlands með fyrstu lest í fyrramálið, svaraði Dermot. Innan stundar voru þeir komnir heim til Hannafins og setztir við eld- inn. Hannafin bauð konu sinni að finna Dermot eitthvað að borðaf, sjálfur kom hann með staup og svo luku þeir úr flöskunni. Dermot hafði orð á því, að hann yrði að hraða sér heim, en vildi þó kveðja Neeve áður. — Þú ferð hvorki heim til hennar né heim til þin, sagði Hannafin ein- beittur. Þeir komast brátt að raun um að fuglinn er floginn, og Þá verð- ur ekki að sökum að spyrja. Þú verð- ur að halda á brott úr Duncrana þegar í nótt. Þú ferð fótgangandi meðfram járnbrautinni til Rathgiven, bíður þar í grennd við torgið til klukkan fjögur, en þá geturðu feng- ið far með mjólkurbílnum til Porta- down, og nærð þar i lestina klukkan hálftíu til Belfast. Þegar þangað kemur, ferðu í kvikmyndahús og hefst þar við þangað til timi er til kominn að taka leigubíl niður að höfninni, en áætlunarskipið til Bret- lands leggur af stað klukkan níu að kvöldi. Það er lögregla við höfnina, svo þú getur verið öruggur þar. — En ég verð að skreppa yfir i lögreglustöðina og ná i vegabréf, sagði Dermot. i Hannafin dró umslagið upp úr vasa sínum og rétti Dermot. — Þú þarft þess ekki. Lögreglustjórinn bað mig að afhenda Þér þetta. Það hefur inni að halda vegabréf þitt, gott og gilt og bréf til bróður hans í Bretlandi. Ef þú þarft meiri peninga . . . — Þvi miður er ég hræddur um það. — Ég skal lána Þér eitthvað, og þú greiðir það svo aftur, þegar þér hefur græðzt fé í Bretlandi. ■—- Þú þarft ekki að bíða svo lengi, greip Ned fram í. Lánaðu honum fimm pund, og ég skal borga þér á morgun. Kona Hannafins bar mat á borð fyrir Dermot, sem tók mannlega á móti eftir föstu dagsins. Þegar hann hafði loks etið sig mettan, kveikti hann sér i sígarettu, færði stólinn nær arninum og vék sér að bróður sinum. ■— Jæja, Ned. Það er ekki gott að segja hvenær við sjáumst næst. — Það er sárt að sjá á bak þér, bróðir, svaraði Ned. Og minni missir mundi að mér . . . — Þér léta bústörfin betur en mér, sagði Dermot eins og í afsökunar- skyni. — Það má kannski kalla það svo, varð Ned að orði og brá fyrir kaldr- ana í röddinni. Ég er gamla mannin- um þægari, og hef sætt mig við að elta hann á röndum allan daginn. —■ Þú veizt hvernig hann er. Hann verður að ráða öllu og ganga í allt sjálfur. Það er einungis mömmu vegna, að ég kem ekki með þér, mælti Ned enn. E?n eins vil ég biðja þig, bróðir ■— að þú hikir ekki við að skrifa mér og segja eins og er, ef þig skortir pen- inga. — Það er meir en nóg atvinna í f«st í DASStU húd 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.