Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 13
væri fyrst og fremst lögregluþjónn, þar næst fjölskyldufaðir. En andlit stroku- fangans stóð honum stöðugt fyrir hug- skotssjónum, afmyndað hatri og fólsku. Síminn hringdi. Brackett greip talnem- ann ósjálfrátt. „EBgreglan — Brackett lögreglu- þjónn", svaraði hann. „Jú, það er Peter Poraski, Granda- horní." Veikur vonarneisti tendraðist í hiiga Bracketts. Peter hafði bílstæði við veg 116, og ef til vill hafði hann. . . „ÁHt í lagi, Peter . . . Hvað er er- indiÖT“ „Sg var að koma utan af veginum", *varaði hann og var mikið niðri fyrir.“ Stíflan við rafstöðina hefur sprungið; flóðið hefur sópað burt veginum á kafla og brotið brúna.. „Allt í lagi. Ég skal tilkynna það. Þakka þér fyrir“, sagði Brackett. Vegur 116 var ekki fær lengur. Svo var hamingjunni fyrir að þakka. Hann lagði talnemann á. Tók að hugleiða all- ar aðstæður nánar, og komst að raun um, að strokufanginn mundi ekki láta þetta aftra för sinni; hann var fæddur og uppalinn á þessum slóðum og ná- kunnugur á vegunum. Það var því ekk- ert líklegra en hann æki út af þjóðveg- inum spölkom frá staðnum, þar sem flóðið hafði sópað honum brott og brot- ið brúna, og héldi síðan eftir hliðar- götum heim til Braeketts — það tafði hann hvort eð var ekki nema í nokkrar mínútur. En vissi hann hinsvegar ekki að stíflan væri sprungin. . . . Brackett leit á klukkuna á veggnum. Hana vant- aði fimm mínútur í ellefu. Eftir fimm mínútur átti að lesa í útvarpið tilkynninguna frá vegaeftir- litinu, sem endurtekin var á hálftíma fresti eftir að flóðin hófust. Brackett bar skylda til að sjá svo um að frétt- in um skemmdirnar á veg 116 kæmist í tæka tíð yrði tekin með í tilkynningunni. En strokufanginn hlustaði eflaust á tilkynningar þessar, og þegar hann yrði þess vísari að aðalvegurinn væri orðinn ófær, mundi hann leggja út á hliðargötumar. Ef honum bærist aftur á móti ekki nein aðvörun, var einna líklegast að hann æki beint í greiparnar á þeim, sem stóðu þarna vörð. Eða . . . bilið, þar sem vegurinn og brúin hafði sópazt brott, var ein- mitt í lægð milli tveggja hæða, svo strokufanginn gat ekki séð verksummerkin í skini bílljósanna fyrr en hann var kominn svo nálægt að of seint var fyrir hann að hemla. Og það var að minnsta kosti tíu metra þverhnípi þarna niður í vatnsflanminn. Klukkuna vantaði nú fjórar mínútur í ellefu. Brackett starði sem lamaður á sekúnduvísinn. Eftir tíu mínútur, eða í mesta lagi fimmtán, mundi strokufanginn aka á ofsahraða fram af gilbarmin- um niður í gljúfrið, þar sem dauðinn beið hans. Hið eina, sem Brackett þurfti að gera, var að draga það í nokkrar mínútur að gera vegaeftirlitinu að- vart, svo fréttirnar kæmu ekki fyrr en í næstu til- kynningu frá því. Þá kæmu þær ekki strokufang- anum, morðingjanum Frank Martell, framar að gagni. En sú frestun gat líka orðið til þess, að alsaklaust fólk, sem var á ferð eftir þessum sama vegi á flótta Framhald á bh. H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.