Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 42
jtígsgp ANANAS SÚKKULAÐI KARAMELLU VANILLU ROMM JARÐARBERJA BUÐINGA ákvaS loks að taka inn stóran skammt af kínin, en það veldur mjög háum sótthita og öllum þeim sömu sjúkdómseinkennuin og sól- stingurinn hefur í för með sér. Og gervieiginkona Durands hringdi til læknisins, miður sín af ótta og örvæntingu. Hann lifir ekki af nóttina, sagði læknirinn, þegar hann hafði athug- að sjúklinginn eins nákvæmlega og honum var unnt, og svo reyndi hann eftir beztu getu að hugga „eiginkonuna", sem féll í krampa- grát. Læknirinn hafði ekki minnstu hugmynd um að sólstingurinn væri ekkert annað en sniðug svikahrella. Undir kvöldið tóku áhrif lyfsins að réna, og brátt var Durand orðinn horskur og hress á ný. Tóku hjúin sig þá til og gerðu einskonar „brúðu“ á þann hátt að þau fylltu samfesting sandi, en ária morguns hringdi Jeanette hin fagra enn til læknisins, og tilkynnti honum harmþrunginni röddu, að hann hefði haft lög að mæla; sjúklingur- inn væri iátinn. Læknirinn taldi alla frekari rannsókn öldungis ó- þarfa og skrifaði dánarvottorðið án þess að líta á líkið. Því næst sneri hún sér til útfararskrifstofu, en þegar kom að kistulagningunni, skýrði hún frá því, að þau hjónin heyrðu til sértrúarsöfnuði einum, þar sem giltu þau ákvæði, að eng- inn kæmi nálægt þeirri athöfn nema eiginkonan. Á me-ðan þetta gerðist bjó Durand undir fölsku nafni og í dulargervi á gistihúsi einu i borginni. Þegar jarðarförin skyldi fara fram, gat hann — eins og áður segir — ekki ráðið við forvitni sína; tók þátt í lfkfylgd sinni eins og hver annar útfarargestur, og heyrði og sá sjálf- an sig hátíðlega jarðsunginn. Je-an- ette brá svo, þegar hún bar kennsl a hann, að minnstu munaði að henni fataðist í hlutverki syrgj- andi ekkjunnar. Þegar svo allt var um garð gengið, ávítaði hún hann fyrir fífldirfskuna, en hann gerði ekki annað en hlægja að hræðslu hennar. Nú var ekkert lengur því til fyrirstöðu, að þau yfirgæfu Alzír — en fyrst hóf „ekkjan“ að sjálfsögðu liftrygging- arupphæðina í Alzírborg. Að þvi búnu lögðu þau leið sina til Suður- Frakklands, þar sem þau keyptu sér búgarð fyrir peningana og bjuggu sig undir að lifa kyrrlátu og ham- ingjusömu lífi. Hin rétta frú Durand, sem enn bjó i Lyon, krafðist skilnaðarúr- skurðar og lét hefja rannsókn á hvarfi eiginmanns síns. Þegar hún sneri sér til sendiráðsins í Aizír, fékk hún þær upplýsingar, að monsjör Durand hefði látizt úr sól- sting. Henni fannst þetta grunsam- legt, og hað hróður sinn, sem var búseltur i Alzírborg, að fara til Tzi Quzo, þorpsins, þar scm Durand átti að hafa látizt, og freista að komast að því sanna í málinu. Það leið ekki á löngu áður en hann komst að raun um að Durand liefði haft „gervi- eiginkonu“ í fylgd með sér, og þá fór hann fyrir alvöru að gruna margt. Hann ræddi við marga þorpsbúa; hafði meðal annars sam- band við prestinn, sem annaðisf yfirsönginn. — Frú Durand hagaði sér næsta einkennilega við jarðarförina, sagði hann. Hún varð sem stjörfuð af hræðslu þegar maður nokkur með mikið alskegg og dökk gleraugu, brosti kunnuglega og kinkaði kolli til hennar. Loks tókst mági hins „látna“ að fá leyfi yfirvaldanna til að láta grafa upp líkið. í kistunni fundu menn svo samfestinginn, úttroðinn sandi. Nú fór lögreglan heldur en ekki á stúfana; forráðamenn líftrygg- ingafélagsins létu og málið til sín taka, og tókst nú að rekja slóð monsjörs Durands til Suður-Frakk- lands. Að loknum réttarhöldum, sem vöktu almenna athygli, var hann dæmdur i fjögurra ára fangelsis- vist. „Gervieiginkonan“ hlaut tveggja ára fangelsi. Það er með öllu óvíst, að svikin hefðu komist upp, hefði Durand ekki verið svo fífldjarfur að fylgja sjálfum sér til grafar. Það varð hon- um að minnsta kosti dýrt spaug, að brosa til „ekkju“ sinnar við gröfina. ic BLÁSTURS- og STRENGJA- HLJÓÐFÆRI. Reynslan sannar gæðin. Ársábyrgð Sanngjarnt verð. Einkaumboð: HLJÓÐFÆRA- VERZL. SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturveri, sími 11315. 42 Vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.