Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 19
ingar séu gæddir einhverri yfirnáttúr- legri skyggnigáfu. Ég mundi kannski geta sagt Þér ástæðuna, ef Þú værir ófríð eða fráhrindandi, eða ef Þú vær- ir örvita af ástarsorg. É’n Þegar ekkert slikt er til staðar. . . — Fallega sagt. En eflaust hefurðu einhverja skýringu Þar fyrir utan. — Að vilja ekki láta undan, heldur berjast ein síns liðs. Vilja ekki feia Þeim örlög sín, sem maður ann ekki. — Já, svaraði hún. Þannig var Það vist. morguninn. Mátti ég kannski ekki bjóða henni heim, svona i leyfisleysi. — Þú mátt gjarna bjóða öllu vá- tryggingarfélaginu heim, mín vegna. En hvað skyldi Irma svo halda, ef hún kæmi að okkur hérna? — Hún mundi halda eitt og hið sama, að hverjum sem hún kæmi hjá mér. ■— Þá ætla ég að forða Þér frá öll- um getgátum af hennar hálfu, sagði hann, lauk kaffinu úr bollanum og stóð á fætur. Bíllinn minn bíður hérna uppi á ásnum. Þetta hefur verið unaðslegur morgun. Þú gleym- ir vonandi ónærgætni minni. — Henni hef ég Þegar gleymt. Hann sótti jakkann sinn inn í stof- una, kom út aftur og nam staðar á dyraÞrepinu. — Það er hart að verða að hverfa svona á brott, varð honum að orði. Vertu Þá kyrr, bað hún með sjálfri sér, Þar sem hún stóð við hlið hon- um. Vertu hjá mér í allan dag. Við getum verið hér ein saman allan daginn. Ég Þrái ekkert heitara en að Þú verðir kyrr ... Nei, Þú mátt ekki vera kyrr. Þú hefur mig Þegar Framhald á Ids. 34. /“'•OKS hætti hún að horfa út á sjó- f inn og leit á hann, broslaust og forvitnislaust. Tillit hennar var rólegt, hlýtt og öruggt, eins og hún vildi virða hann fyrir sér. Svo leit hún af honum aftur. — Öðru hvoru hef ég spurt sjálfa mig, hvort ég væri ekki komin I sjálf- heldu sagði hún. Hvort Það væru ©kki aðeins rómantískar grillur að gera sér vonir um að hitta fyrir þann lifsförunaut, sem uppfyllir all- ar . . . nei, kröfur eru ekki rétta orðið, því ég krefst ekki neins, heldur þrái ég það eitt að mega gefa . . . réttara væri að segja, þann lífsföru- naut, Sem væri þess umkominn að þiggja allt Það, sem maður þráir að gefa. Þiggja allt það elinlæga og sanna, því maður óttast alltaf, að það sem maður þráir að gefa, sé eingöngu þegið af vingirni, ótta við a'3 kunna annars að særa mann. En kannski verður maður að sætta sig við, að einungis nokkur hluti þess, sem mað- ur gefur, sé Þegið á Þann hátt sem maður kýs, en allar aðrar gjafir manns falli til jarðar eins og helskotn- ir fuglar. Þú . . . Þú sem hefur kynnzt svo mörgu og þekkir þetta allt betur en ég . . . þú hlýtur að geta sagt mér hvernig í þessu liggur. — Það er örðugt að skera úr mn það, svaraði hann. Hversdagslega eru víst flestir á sama máli um bað, að sambúðin byggist eingöngu á eins- kenar samkomulagi. Við viðurkennum þetta, og högum lífsáætlunum okkar meira að segja samkvæmt Því. Þú skilur . . . að binda líf sitt annarri manneskju, er ekki fyrst og fremst fólgið í Því að mega gefa allt og: þiggja allt, heldur að fórna . . . draga sig í hlé, fórna og þola . . . — En Það jafngildir hálfum ósigri?' — Það leynist eitthvað með okkur sjálfum, innst inni, sem veldur því að við viljum ekki viðurkenna þetta sem hálfan ósigur . . . að við viðurkenn- um það eingöngu sem reglu, en ölum samt sem áður með okkur þá leyndu von, að við séum þar undantekningin, sem sannar regluna. — Ef til vill kemur líka fyrir að' Það sé staðreynd. Ef til vill fyrir- finnst einstaka maður, sem nýtur fyllstu hamingju engu að síður. —- Allar manneskjur njóta fyllstu hamingju einhverntíma á ævi sinni en Þær eru háðar stöðugum breytingum og þroska, og það kemur varla fyrir að breyting og þroski tveggja ein- staklinga sé samstíg hreyfing og í sömu átt. Og Þá er það hið gagn- krama samkomulag, sem er þrauta- lendingin. Hún sat þögul nokkra stund og íitlaði við kögrið á slæðunni sinni. Sro mælti hún alvarleg I rómnum: — Þú varst ónærgætinn við mig rétt áðan. Nú ætla ég að gjalda þér í sðmu mynt. Það er eins og orð þin gefi til kynna, að þú sért ekki fylli- lega hamingjusamur. —* Þú berð þetta ekki fram sem spurningu ... fyrir bragðið þarf ég ekki neinu að svara, mælti hann sein- Iega. Og svo við víkjum talinu að öðru — hvar er hin stúlkan? — Hvaða hin stúlka? Jú, þú hefur reátt því athygli, að ferðataskan henn- ar stendur þarna inni. Hún heitir Irma, og þessa stundina geri ég ráð fyrir að hún sé að leita hamingj- unnar í örmum hraðbátseiganda nokkurs. Hún sagði að ég skyldi ekki búast við sér heim fyrr en liði á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.