Vikan


Vikan - 16.11.1961, Side 38

Vikan - 16.11.1961, Side 38
Góðnr kæliskápnr er gnlli betri' KELVINA lOR kæliskapurinn Verið hagsýn — Veljið Kelyinator ER EFTIRLÆTI HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA Hin hamingjusama húsmóðir, sem á KELVINATOR, getur alltaf hrósað honum við vinkonu sína. II Verð: ! 7,7 cubfet kr. 12.961 9,4 cubfet kr. 14.837 Kynnið yður kosti KELVINATOR Wtj E nm Austurstræti 14 sími 11687 Blóm á heimilinu: Pálnuir eftir Paul V. Michelsen. Pálmar eru hér á landi orðnir mjög eftirsóttir aftur, og því er ekki að neita, að fáar grænar plöntur eru fallegri og tigulegri en þessar myndarlegu og risavöxnu plöntur. Þeir vilja þó með tímanum verða of stórir fyrir venjulegar stofur, en þá er alltaf hægt að losa sig við þá á staði eins og hótel, sjúkrahús, sýningarsali og ekki sizt kirkjur. Þar sóma þeir sér afar vel og myndu gera kirkjurnar að mun hátíðlegri. Til eru margar tegundir pálma og vil ég þá fyrst nefna dvergpálma, sem nú fást í gróðrarstöðvum og eru sérlega meðfænlegir í smærri stofum, þar sem þeir verða tæpast meira en 1—1% meteri á hæð. Hann heitir Chamaedorea elegans. Það má með sanni segja að það sé glæsi- leiki yfir þeirri plöntu. Þetta er fjallapálmi, vel vaxinn, blöðin mjó, sverðlaga, ydd i endann á löngum stilk, aðeins hrufótt og Ijósari á neðra borði, þolir töluverðan skugga. Þá eru og svokallaðir blævængs- pálmar og fjaðurpálmar. Cocos weddeliana (kokospálmi) frá Brasi- líu er fallegur og fíngerður fjaður- pálmi, en frekar viðkvæmur. Verður 1—1% m hár. Phoenix roehelenia, dvergdöðlupálmi eða Fönixpálmi frá Austur-Indlandi, mjög fallegur, grannvaxinn, allt að 2 m hár með þétta hægsveigða krónu, dökkgræn blöð, fjaðurskipt. Kentiapálmar eða Howeapálmar frá Lord Howesey 1 Ástralíu geta orðið mjög stórir, en eru engu að síður mjög góðir stofu- pálmar. Blöðin eru stilklöng og upp- rétt fjaðurskipt. Þegar þeir eru orðnir gamlir myndast á þá stofn. Pálmar eru eðlilega misjafnlega sterkir, en flesta er hægt að hafa í góðri birtu án sólar. Gott er að úða oft yfir pálma að sumri til og gefa góðan blómaáburð, minnst á 10—14 daga fresti yfir vaxtar- tímann. Það fer svo eftir vexti pálmans hve oft þarf að skipta mold á honum. Gamlir pálmar, sem eru orðnir mjög rótarmiklir og erfitt er að skaffa stærra ilát undir er bezt að taka úr ilátinu og skera neðan af rótunum, svo hægt sé að endurnýja moldina undir án þess að skipta um ilát. Nýjar rætur myndast þá í staðinn og pálminn verður betri á eftir. En athugið að rætur má aldrei skera nema á þeim tíma sem plantan er ekki í vexti. Bezta jarðvegsblanda á pálma er vel feit en þó gljúp, þ. e. a. s. blönduð mosa, vikri, gamalli garð- og grasrót og gömlum húsdýra- áburði. — Eruð þér nú kominn aftnr ... Hve oft á ég að segja yður, að yið viljum ekki kanpa rykaugu? 38 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.