Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 29
m iSi.í g, Það er bæði hagkvæmt og ánægjulegt fyrir ykkur að útbúa sjálfar fatnaðinn, sem þarf til jólanna. Við höfum á boðstólum tækin og efnin, sem þarf til þess. fSINGER-prjónavélar og mikið úrval af prjónagarni SINGER SLANT-O MATIC saumavélar BUTTERICK-snið og fjölbreytt úrval af efnum til að sauma úr. n n i 'biimap HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): 1 þessari viku skaltu vera sem mest heima við. Þú virðist hafa vanrækt fjölskyldu þína undanfarið, og er sann- arlega timi til að bæta úr þvi. Vinur þinn einn kemur þér þægilega á óvart, líklega á fimmtu- daginn. Þú skalt vanda vel allt það, sem þú skrifar I vik- unni. Atburður frá fyrra mánuði endurtekur sig nú. NautsmerkiÖ (21. apr,—21. maí): Þú munt skemmtar þér óvenjumikið og á allnýstárlegan hátt i vikunni, og átt Þú fyrir því, því að þú hefur átt annríkt undanfarið. Notaðu tímann vel, því að senn líður að því að þú munt þurfa að sinna verkefnum, sem — þótt skemmtileg séu — munu taka upp allan tíma þinn. TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júní): Xllur orð- rómur verður til þess að þú kemst úr jafnvægi, líklega um helgina. En úr þessu rætist von bráð- ar, og verða endalok þessa máls ekki annað en skemmtileg. Þú týnir einhverju í vikunni, og þykir þér það sárt, en áður en langt um líður, mun þetta koma í leitirnar, svo að Þú skalt engar áhyggjur hafa. KrabbamerkiÖ (22. júní -—- 23. júlí): Þú munt hafa lánið með þér í einu og öllu í vikunni, en láttu samt ekki velgengni þína verða til þess að þú gerist fífldjarfur og leggir út I hættuspil, Því að einhvern tíma hlýtur lánið að bregðast þér. Þú færð skemmtilega heimsókn i vikunni, sem þú verður að endurgjalda áður en vikan er liðin. Talan 6 skiptir kvenfólk mjög miklu i vikunni. LjónsmerkiÖ (24. júlí—-23. ág): Þú skalt hegða þér vel á vinnustað í vikunni, þvi að smávægilegt glappaskot gæti orðið til þess að koma þér í lag- lega klipu. Vikan virðist hentug til alls konar kaupskapar, líklega græðist þér fé óvænt. Þú kynnist manni í vikunni, sem þér er meinilla við í fyrstu, en þessi maður á eftir að koma talsvert við sögu þína, og þá mun skoðun þín breytast. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept): Þú hafðir eitt- hvað á prjónunum fyrir skemmstu, sem þá fór algerlega út um þúfur, en nú er einmitt tíminn til þess að hefjast handa að nýju. Þú gerir ó- viljandi á hlut vinar þins, líklega á föstudag, og því miður virðist þú vera of stoltur til þess að kannast við það. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það er eitt- hvert eirðarleysi yfir þér í vikunni, og veiztu bezt sjálfur af hverju það stafar. Þú veizt einnig bezt sjálfur, hvernig ráða má bót á þessu, en þig skortir kjark til að hefjast handa. Ókunnur maður verður til þess að koma þér í gott skap um helgina — líklega gefst þér síðar færi á því að endurgjalda það. _____ Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú verðir ó- venjuþunglyndur í vikunni, og er því miður ekkert við því að gera — í bráð. Vertu sem mest heima við, þvi að utan heimilisins getur ýmislegt orðið til þess að hrjá þig. En þú getur sætt þig við, að úr þessu rætist áður en langt um líður. Þú færð undarlega sendingu um helgina. BogamerkiÖ (23. nóv.—21 des.): Þú hagar þér ekki fyllilega eins og skynsemi þín býður þér í þessarri viku, og er það miður. Þú átt erfitt með að taka ákvarðanir þessa dagana og þær ákvarðanir, sem þú svo tekur eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Þú ferð i samkvæmi einhverntíma í vik- unni, sem veldur þér miklum vonbrigðum. GeitarmerkiÖ (22. les.—20 jan.): Þú ert einstak- lega vel til Þess fallinn að gera þér mat úr smámununum í þessarri viku, og er það vel, þvi að ekki gerist ýkjamikið markvert. Þú átt von á skemmtilegri sendingu. Heillatala 5. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. febr.): Taktu ekki mark á því, sem sagt er um einn kunningja þinn — reyndu heldur að komast að hinu sanna í þessu máli og rétta hlut hans. Amor verður mikið á ferðinni i vikunni, einkum meðal fólks undir tvítugu. Á vinnustað gerist atburður, sem lengi verður i minnum hafður. Þú hefur vanrækt skyldustarf þitt. Fiskamerkiö (20. febr—20. marz): Það steðja Iað þér alls kyns freistingar í vikunni, og færð þú staðizt þær allar nema eina, og getur það orðið þér harla afdrifaríkt. Þú munt verða fyrir miklum áhrifum af persónu, sem þú kynnist fyrir skemmstu, og er það vel. Láttu þessa persónu samt ekki stjórna °rerðum þínum í einu og öllu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.