Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 31
— Hugsaðu þér bara. Það var kona, sem skaut mann sinn í hnakkann, þegar hann var að lesa dagblaðið ... — Haldið þér fröken, að þér hafið nokkuð, sem maður á tvítugsaldri hefði áhuga á? — Er þetta fyrsti sonurinn, eða hvað? Bretlandi. Mig skortir áreiðanlega ekki fé, þegar þangað kemur. Hannafin tók til máls. — Það rignir eins og hellt sé úr fötu, og Þú verður að hafa eitthvað utan yfir þig. Ég á gamla regnkápu, sem Þú getur feng- ið; hún er svolítið rifin við annan vasann, en þú ættir að verða þurr í henni samt. — Ég greiði þér fyrir hana seinna. — Þegar þú kemur heim frá Bret- landi með fullar hendur fjár, máttu gefa mér nýja kápu. Tölum svo ekki meir um það. Dermot vermdi sig við eldinn. — Ekki er mér Ijúft að flýja af hólmi, það veit, sá sem allt veit. Og sannar- lega mætti ferðaveðrið vera eitthvað skárra. . . — Þú verður að kveðja Neeve, sagði Hannafin. Við Ned skreppum út og biðjum hana að koma hingað. Þegar þið hafið kvaðzt og hún er farin heim aftur, leggur þú af stað og ferð þá leið, sem ég lýsti f'dr þér áðan. Ég held hún eigi að vera örugg. . . Dermot leit til bróður síns. Og nú var eins og hann tæki það svo óumræðilega sárt að verða að skilja við hann. Hann stóð á fætur og gekk til hans. — Skilaðu kveðju minni til þeirra heima. Segðu mömmu að ég muni senda henni eitthvað smávegis, þegar mér áskotnast peningar. Og segðu Bellu, að ég skuli reyna að útvega henni vist í hjúkrunarskóla þegar ég er farinn að átta mig á hlut- unum . . . — En hvað á ég að segja gamla manninum? — Segðu honum það, að ég hafi ekki. átt annars úrkosta. Segðu hon- um að ég hafi reynzt góður O'Neill, og ég hafi hvorki hræðzt brezka her- inn né írska þjóðfrelsisherninn. . . . Ned tók í hönd bróður sínum. Hann langaöi til að segja eitthvað innilegt við hann að skilnaði, eitthvað, sem yrði til þess að Dermot efaðist aldrei um hve mjög hann hefði unnað hon- um. En hann fann ekki nein viðeig- andi orð. — Þér veitti ekki af að raka þig, sagði hann. Dermot þuklaði vangana. — Það verður að bíða þangað til ég kem til Belfast, sagði hann. Heyrðu; mundu eftir að afhenda félaginu knattspyrnubúninginn minn og skóna . . . og reyndu svo að halda þér frá Þeirri hálsmjóu, svona endrum og eins. . . — Hvern fjandann á maður að taka til bragðs á Þessum útkjálka. Það veit hamingjan, að ég vildi kom- ast á brott héðan sem fyrst . . . — Við skulum koma, Ned, sagði Hannafin. Því fyrr, sem þú kemst af stað, Dermot, því betra. Hannafin kvaddi hann með handa- bandi. — Mér þykir fyrir því, að verða að kveðja þig á þennan hátt. En um það þýðir ekki að sakast, og þú ert þannig gerður, að þú svíkur ekki sjálfan þig. Mundu eftir að hripa mér línu við tækifæri. Hannafin gekk til dyra, þeir bræður tókust enn i hendur, sögðu ekki neitt og síðan héldu Þeir, Ned og Hannafin á brott. Þegar þeir komu heim til Neeve, spurði hún óðara hvort Þeir hefðu fundið Dermot, og sögðu þeir sem var. — Það er leitt að þið skylduð ekki koma stundarkorni fyrr. Bella vildi ekki bíða lengur og hélt heimleiðis. Þú ættir að flýta þér heim Ned, og segja Þeim fréttirnar. Ég veit að móðir ykkar getur ekki á heilli sér tekið. . . — Já, ég fer heim hvað úr hverju. svaraði Ned vandræðalegur. — Þú tefur Dermot svo ekki of lengi, sagði Hannafin, þegar Neeve brá sér í kápuna. Svo gengu Þau út. Þegar kom að torginu, bað Hannafin Neeve að fara eina á fund Dermots, og kvaðst mundu bíða úti fyrir og svipast um eftir mannaferðum. Framhald í næsta blaði. sem byggist á notkun rafeinda iSfíIfí^ís^'ííííílL'ilfój Explicenta-crem not-'&| ið þér gegn kaldri og 'm rakri vetrarveðráttu. Explicentn Dr. Hubcr nierfognrkrein Fánolegt í sngrrivöru- vcrxlunum Aðalamboð: n. A. TIU\H S - Heildverzlam VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.