Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 33
þessu, þótt ég gjarna vildi. .. ... Þú fórst til Bandaríkjanna aS læra, var það ekki? Tókst þú engan þátt í íþróttum þar i skólanum? „Nei. Ég var búinn að taka min próf áður en ég fór þangað, og fékk þess vegna ekki að taka þátt í keppni skólans." — Og siðan hefur þú látið íþrótt- irnar lönd og leið. Svo komstu hingað lieim aftur og tókst að praktísera tannlækningar? „Já, og síðan hefur lífið gengið sinn vanagang. Ég liefi engan tima til að sinna öðru . . . stend venju- lega við stólinn frá því snemma á morgnana til seint á kvöldin. Ég var t. d. alveg að hætta núna þeg- ar þú komst inn úr dyrunum um níuleytið.“ — En þú, örn. Það er tiltölulega stutt síðan þú fórst að veifa laga- krókum i kringum þig? „Síðan vorið 1958. Ég var for- stjóri fyrir Trípolíbíó 1953—1958. En nú hefi ég opnað lögfræðiskrif- stofu, eins og þú minntist á, og þar vinnum við saman, konan mín Guðrún Erlendsdóttir og ég. Hún er líka lögfræðingur .. .“ — Nú, svo að það er bara lög- fræði nótt og dag ... Og svo skildi ég við tviburana þar sem þeir sátu með pappakassa á milli sín, lásu gamlar blaðaum- sagnir um Clausenssigra, hand- fjölluðu verðlaunagripi og skoðuðu myndir af mönnum á hlaupum, mönnum að stökkva, mönnum að kasta, hvítum mönnum og svörtum mönnum. Allskonar mönnum. — „ .. . Heyrðu Addi, við þurfum endilega að fara að sortéra þetta og líma það inn í bók. ..“ — var það síðasta, sem ég heyrði, þegar ég lokaði dyrunum á eftir mér — málverkslaus. G. K. BLINDU HJÖNIN. Framhald af bls. 19. — Það var skrifað út, vissi ég og haft samband við lækna þar og allt reynt hér heima, sem hugsazt gat, en árangurslaust. — Og þú liefur algcrlega misst sjónina. — Ég sé mun á degi og nóttu, sól- skini og dimmviðri, en það er líka það eina. Það er eklci hægt að tala um neina sjón. Þó get ég aðeins greint sterkan, rauðan lit. — Varstu áfram hjá föðursystur þinni eftir að þú varðst blind? — Faðir minn gifti sig aftur og þá fór ég til hans og eftir að hann dó varð ég áfram hjá fóstru minni þar til nú að ég fluttist til Andrésar. Þvi miður hafði ég litið a$ gera framan af; það var helzt að ég prjónaði, en það var svo mikil taugaáreynsla og fór heldur illa með handlcggina á mér. Ég var orðin 33 ára, þegar ég byrjaði að vinna við burstagerð hjá Blindrafélaginu og hún hefur nú verið aðalatvinna min í tiu ár. Það er allt annað líf að liafa eittthvað fyrir stafni. Svo er það líka mikils virði að um- gangast sina lika. Félagsskapurinn er alltaf góður hjá okkur og það gefur öryggiskennd að umgangast fólk, sem er í sama báti. Það er oft mjög glatt á hjalla hjá okkur, þessum níu, sem vinnum hérna niðri. Við erum öll blind nema verk- stjórinn og annar maður til. Andrés sagði: Það eru blóm i ramma þarna á veggnum. Elisabet Menn spyrja undrandi hvað valdi þessn óvenjnlega skæra ljósi frá hinnm ljjl OREOL KRYPTON ljósapernm. Svarið er aS meS þret- lausu tilraunastarfi hefur OREOL tekizt aS finna lansn- ina, nú eru OREOL perurnar fylltar meS Krypton-efni, sem hefur þennan eiginleika aS perur, sem fylltar em með þvf gefa 30% skærara Ijós. BiSjiS um OREOL KRYPTON þær fist í flestum raftækja- eSa aflendu- vöruverzlunum. Mars Trading Company Klapparstíg 20 — Sími 17373. liefur búið þau til. Mér hafði sýnzt þetta vera máluð mynd, en nú sá ég, að blómin voru upphleypt og mjög finlega vafin utan um vír. Það var einstaklega falleg vinna á því og nálega óskilj- anlegt, að hægt skyldi að fram- kvæma þvílikt nákvæmnisverk með þreifiskyninu einu saman. — Það var kona, sem hét Jóhanna Guðmundsdóttir, sagði Elísabet, — liún kenndi okkur að búa til blóm eins og þetta. — Hvað getur þú sagt mér af uppruna þínum og fortíð, Andrés? — Ég er Stokkseyringur, — fæddur í Pálshúsum á Stokkseyri í júlí 1917 og átti heima þar i pláss- inu fram undir tvitugt. Þar var margt um ágæta menn, sem urðu þeklctir í þjóðlífinu, en þeir voru flestir eldri en ég. Aftur á móti vor- um við Helgi Sæmundsson þar sam- tíma. Helgi er einna yngstur af þessum Stokkseyringum, sem hafa orðið kunnir. — Þú hefur auðvitað stundað sjósókn á Stokkseyri. — Já, svipað og margir aðrir þar. Ég reri haust og vor á „Lukkuvon“, sem Jón Sturlaugsson, faðir Stur- laugs Jónssonar, átti. Svo fór ég oftast á vetrarvertíð til Eyjat En á sumrin var ég i sveit uppi á Skeið- um og á nokkrum stöðum i Flóan- um. Það var nú annars bara framan- af. Ég sneri mér alveg að sjónum og fór á síldarvertið á sumrin. — En svo fluttistu alveg til Eyja? — Já, þá var ég 22 ára. Þá var ég alveg orðinn gallharður i sjó- mennskunni og sigldi á striðsár- unum á Skaftfellingi og Helga frá Vestmannaeyjum. Það var oftast siglt á Fleetwood með fisk og bar svo sem ekki neitt sérstakt til tíð- inda. Við lentum ekki i neinum teljandi mannraunum. — Ég get ckki séð neitt athuga- vert við augun í þér Andrés; það mætti halda að þau væru i ágætu lagi. Hvað kom til að þú misstir sjónina? — Það er lieldur ekki neitt að augunum sjálfum, sagði Andrés. — Sjóntaugarnar biluðu. Það var þjóðhátið í Eyjum eins og lðg gera ráð fyrir og menn skemmtu sér. Það hafði rekið tréspirltoi; þú manst kannski eftir þvi, þetta var talsvert umtalaður atburður sumarið ’43. Nema hvað ég smakk- aði á spiranum eins og margir aðr- ir. Það voru tvö hundruð jnanna, sem veiktust; níu dóu. Fjórir misstu sjónina, en þrír fengu hana aftur. Ég fékk hana ekki aftur. — Brá þér ekki ónotalega? — Ekki svo afskaplega. Það var að vísu óviðkunnanlegt að sjá ekki, þegar maður vaknaði, en það var talin von um að sjónin lcæmi aftur og það er nú einu sinni vonin, sem lieldur í manni lifinu. En ég var afskaplega slappur lengi á eftir og þó fann ég hvergi til. Allar tilraunir til lækninga reyndust árangurslaua- ar; það var vist ómögulegt að lækna sjóntaugarnar, ef þær bila. En aug- un eru óskemmd eins og þú sérð og þau hafa ekkert skroppið saman eins og venjulega á sér stað um blind augu. — En þú sérð alls ekki neitt? — Nei, það er ekki svartamyrk- ur, heldur alltaf jafn grátt á degi sem nóttu. En heyrnin hefur orðið VIKAN JJ3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.