Vikan


Vikan - 16.11.1961, Side 16

Vikan - 16.11.1961, Side 16
Sú var tíðin að nöfn Clausenbræðra voru á allra vörum enda voru þeir miklir afreksmenn. Nú stunda þeir tannlækningar og lögfræði, og menn bíða á biðstofum þeirra kvíðnir og ang- istarfullir. Guðrún Erlendsdóttir, kona Arnar, cr nýlega útskriluð sem lögfræðingur. l>au atarfa saman og hafa löfræðiskrifstofu í Bankastræti 12. „Bandarikjámennirnir Jjrír, sem aliir óttnðust, voru óvenjulega hávaxnir og kraftalegir, en norræni hópur- inn var töluvert grennri. Íslendingurinn Örn Clausen var hár vexti, en þéttur á velli og sýndi síðar að hann hafði til að bera stælingu, liraða og ekki sízt einbeitni. . . . Það var hin einbeitta barátta íslendingsins Clausen við Bandaríkjamennina þrjá, sem skapaði fyrst og íremst hina miklu spennu í keppninni „Norðurlönd — U.S.A.“ . . . Ég tók sérstaklega eftir Clausen, er Iiann einbeitti sér við síðasta kastið í kúlunni. Það eru einmitt slíkir viðburðir, sem gleðja hjarta áhugamannsins .. Þessar selningar eru teknar upp úr gömlu, norsku íþróttablaði, „Sportsmanden“ frá 29. júli 1949, og þar er nóg af slíku að sjá, en þetla vcrður að duga í bili. Þetta blað er heldur ekkert einsdæmi, það var tekið upp úr einum af sex stórum pappakössum, fullum af blaðaúrklippum og myndum, sem geymdar eru uppi á háalofti hjá Hauk Clausen þar sem hann býr og hef- ur tannlæknastofu að Öldugötu 10. Ég sat þar í góðu yfirlæti og rabbaði við bræðurna báða um liðna daga, þegar þeir héldu nafni íslands á lofti um allan heiin með afrekum sínum á sviði íþrótta. Þá var gullöld íslendinga í frjálsum íþróttuni, og litla eyjan tengst norður i höfum var á allra vörum þegar minnzt var á íþróttir og vaska drengi. Þá var gaman að heita Clausen. Þá var gaman að vera Islendingur. Það var í þá daga, að maður gat komið inn i vcrzlun eða veitingastofu hvar sem var á Norðurlöndum, og jafnskjótt og uppvíst varð að maður var frá íslandi var sagt: „Kender De Clausen?“ Og auðvitað sagði maður „Ja“ og varð dálitið mont- inn á svipinn. Og svo fékk maður afslátt — eða drakk frítt það kvöldið. Annars er kannski bezt að byrja á byrjuninni. Það er yfirleitt góður siður og gefur einna bezt yfirlit yfir atburðarásina. Og þá cr líklega bezt að byrja á kaffinu.. . O. Johnson & Kaaber. Nei, það er ekkert farið að slá út i fyrir mér. Þeir fengu nefnilega áliugann fyrst, Clausenbræðurnir, þegar þeir voru pínulitlir pollar — sex ára gamlir •— og söfnuðu kaffipakkamyndum. Þeir voru þá „í sveit“ að Apavatni í Laugardal, og 0. Jobnson & Kaaber létu fallegar litmyndir í alla sína kaffipakka, sem sýndu afreksmenn á Olympíuleikunum i Berlín 1936. Þið mun- ið kannski enn þá eftir Bandarikjamanninum Jesse Owens, sem vaun sér lieimsfrægð l'yrir spretthlaup á þessum leikjuin. Ég man enn þá eftir myndinni af hon- um, og jiað munaði minnstu að hún yrði til þess að jafnvel ég færi að hlaupa þegar ég var sendur eftir mjólkinni út í búð. Það voru þessar myndir, sem kveiktu iþróttaáhugann hjá Clausenunmn, og þeir fóru þá strax að æfa upp á. kraft. En það kostaði mikla áreynslu, mörg ár, marga diska af hafragraut og lýsisskeiðar, að komast í keppn- isflokk, að maður ekki tali um meistaraflokk. liér. Það hefur verið gert svo oft áður og allir íslendingar, sem komnir eru yfir fermingaraldur, muna eftir Clausens- bræðrunum og helga þeim cinn kapitula i íslandssög- unni. Gallinn var bara sá, að þeir hættu of snemma, því í rauninni voru þeir aðeins unglingar, þegar þeir hættu að keppa í íþróttum — 22ja ára gamlir. Þeir áttu eftir að þroskast og harðna, og sjálfir segja þeir núna að á þvi sé enginn vafi að jjeir hefðu náð töluvert betri árangri, ef þcir hefðu lialdið út i nolckur ár i viðbót. Já, við höfum nærtækt dæmi. Þeir hafa hvorugur snert við íþróttatækjum undan- farin 9 ár, né sprett úr spori. Þeir eru báðir kvæntir og orðnir ráðsettir menn livor i sínu starfi, og hafa haft nógu að sinna við að koma undir sig fótunum i þessari eilífu baráttu okkar allra um meira og betra brauð — og hafragraut og lýsi handa börnunum. Núna um dag- inn gerði Örn það samt að gamni sínu, að hann skrapp út á iþróttavöll með nokkrum kunningjum, og fór að Framhald á bls. 32 Þessi mynd var tekin af Clausenbræðrum þegar þeir voru nýliðar í íþróttunum og þóttu svo líkir, að ókunn- ugir þekktu þá ekki í sundur. En þeir eru nálega jafn líkir þann dag í dag. 16 VIKAN VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.