Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 20
Dr. Matthías Jónasson. ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Helgiljómi og lioldleg fgsn. „Þér rctttrúaðir, anið ekki rakleitt inn í hús spámannsins, nema hann liafi boðið yður til málsverðar. Að öðrum kosti eigið þér að híða hœfilegs tækifæris." Það er Múmamed spámaður, sem mæ'lir þessi aðvörunarorð. Hið mikla trúarrit lians, Kórarinn, ijóstrar þvi víða upp, að spámanninum veitist örðugt að skapa sér hæfilega virð- ingu. Menn vaða liiklaust inn, þó að oft standi illa á innan við tjaldskörina, tala við hann hárri, æpandi röddu, — „eins og þér eruð vanir yðar á milli“ —• og breiða út sögur um saurugt líferni hans. Og þær eru ekki allar lognar. Hann á i sífelldu basli með einkalíf sitt, einkum hið freistandi kvenhold, svo að naumast er samboðið manni, sem situr á ein- tali við Allah og mælir fyrir munn hans. Múhamed réð aldrei við kvensemi sína. Vegna hennar þverbrýtur hann lögmál, sem hann hafði sett hátiðlega i nafni Allah, og átti að takmarka fjölkvænið. Fjórar eiginlconur skyldi hinn trúaði hafa, en ekki fleiri, nema ambáttir; þær voru ekki skammtaðar. Þessi takmörkun hefur eflaust mætt nokkurri andspyrnu meðal karla. Það var þeim þvi kærkomið árásarefni, að þessar fjórar nægðu aldrei liinum heilaga spámanni. Hvers mátti sín lögmálið, ef sjálfur spámaðurinn braut það? Það hefur því táknræna merkingu, þegar spámaðurinn bannar hinum trúuðu að vaða óboðnir inn í bibýli hans. Hann vildi halda einkalífi sinu innan við tjaldskörina, dylja alltof mannlegan breyzkleika sinn undir húðfatinu, svo að hann fclli engan skugga á spá- mannshlutverkið. Þessi broslega viðlcitni nær hámarki sínu, þegar spámaðurinn tilkynnir þann guðlega boðskap, að sjálfur Allah skipi honum að njóta allra þeirra kvenna, sem hann girnist. „Þér, spámaður, standa allar konur frjálsar, sem þú hefur mundi keypt, og svo ambáttir þær, sem Allah hefur gefið þér, einnig dætur föðurbræðra og föðursystra, móðurbræðra og móðursystra þinna, . . . og yfirleitt hver trúuð kona, sem gefur sig spámanninum á vald og liann vill eiga. Þessa frelsis skalt þú njóta aleinn, framar öllum rétttrúuðum . ..“ Þessara sérréttinda neytir spámaðurinn nú óspart, milli þess sem hann situr á eintali við hinn almáttuga, miskunnsama Allah. Hann skirrist jafnvel ekki við að taka konur kjörsona sinna, sem töldust þó samkvæmt lögmálinu holdlegir synir hans. „Allah er ekkert ómáttugt,“ segir Múhamed jafnan, þegar hann reynir að réttlæta slíka ósamkvæmni. Nú hafði Allah sýnt alvizku sína i því að heimta, að Múhamed keypti konuna mundi, þ. e. gæfi henni dálitla morgungjöf. Þetta táknaði í raun, að spámaðurinn var bundinn henni sem eiginkonu samkvæmt lögmáli rétttrúaðra, en það hentaði hverflyndi hans ekki vel. Hinn miskunnsami Allah gerir þá einnig hér undantekningu fyrir spámann sinn. „Þú getur visað burt hverri sem j)ú vilt og tekið að maka hverja sem þú girnist, engu síður konu, sem þú hefur áður rekið frá þér, ef þér skyldi vakna þrá til hennar að nýju!“ Umbun rétttrúaðra. 1 Slíkan boðskap flytur spámaðurinn sem óhagganlegan vilja og skipun Allahs. Hann gerir ekki mun á þvi, hvort Allah opinberar honum trúarsannindi eða setur bráðabirgðalög til þess að bjarga kvennafarsklandri. Spámaðurinn á i stöðugu kvennafarsklandri, enda ganga kynlífsforskriftir eins og rauður þráður gegnum hina helgu bók, Kóraninn. En lcynbræður hans eru stundum vantrúaðir á sérréttindi spámannsins til jarðneskra nautna. Þá hljómar hin guð- lega rödd að nýju: „Þcgar Allah og spámaður hans hafa ákveðið einhvern hlut, liæfir það illa hinum trúuðu körlum og konum að þylcjast frjáls að þvi að hugsa öðru visi.“ Þessi myndugleikakrafa er flestum trúarbrögðum sameiginleg og lienni hefur eflaust verið misbeitt olt, en líklega aldrei með blygðunarlausari skinhelgi en Múhamed gerir þarna. Hann snýr saurlifnaði sínum beinlínis upp i guðs vilja og verður að þola ávitur af Allah lyrir það að leggja um stundarskeið hömlur á girndir sinar. Framhald á bls. 28. Múhameð slœr mjög á jarðneska -- strengi í trúarboðskap sinumi og réttlœtir eigin hrösun. Allah er suo miskunnsamur, að það er eiginlega alueg sama huernig menn haga sér. SKYGGNZT UNDXR TJALDSKÖR SPÁMANNSINS 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.