Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 15
Þeir menn, sem fást við revíusmíði og leikritun á Islandi um þessar mundir, virðast einkum gagnteknir af vandamálum skreiðar- og fiskútflytjenda. Hefur þetta efni verið notað í þó nokkur stykki af léttara taginu og mætti í fljótu bragði halda, að fiskútflytj- endur væru öðrum mönnum óprúttnari í viðskiptumi. Nú eru þeir orðnir allmargir, sem séð hafa Stromp- leik Halldórs Kiljans og þekkja meir en af afspurn útflytjandann í þeim leik. Hann er álíka breyzkur og aðrir útflytjendur fisks í leikritum; jafnvel þótt hann eigi stærstu vöruskemmu á Islandi, hvað gólf- pláss áhrærir. En hann lætur fiskmat bankans meta veggi skemmunnar og í dósunum er megn ýlda. Þessu er að vísu nokkuð öðruvísi háttað hjá þeim ágæta manni, skreiðarútflytjandanum í revíunni „Sunnan sex“, sem um þessar mundir er verið að byrja að sýna í Sjálfstæðishúsinu undir stjórn Flosa Olafssonar. Hann hefur að vísu vonda skreið, en það er varla honum að kenna, því hann gerir sitt bezta. Hann hefur sem sé orðið undir í samkeppni við ann- ann skreiðarútflytjanda, sem fundið hefur upp full- komna tækni til að verka fisk fyrir þá í Ghana og Lúalabba eða hvað þau nú heita þessi ungu blökku- mannalýðveldi. Nema hvað einn virðulegur fulltrúi þarna úr suðrinu er á leiðinni til íslands til samninga um skreiðarútflutning og það verður einskonar ör- þrifaráð að bæta upp vondu skreiðina með kvenfólki: Ljóshærðum kynbombum, sem eiga jafnvel að kyssa negrahöfðingjann á magann. Litríkustu og skemmtilegustu persónur leiksins eru einkaritari skreiðarútflytjandans, guðhrædd og al- varleg stúlka, enda frelsuð og maður nokkur, sem hefur það starf að skrifa gagnrýni um ljóðabækur forstjórans, en hann yrkir stundum af miklu and- ríki og helzt í anda Einars Benediktssonar. Þessi gagnrýnandi er afskaplega merkilegur maður með miðilshæfileika. Hann á það til að falla skyndilega í trans og talar þá rómi ýinissa kunnra manna úr þjóðlífinu. Hann fellir hug til einkaritarans og aum'- ingja stúlkan lendir í togstreytu milli mannlegrar náttúru og hinnar guðlegu upphafningar. Hún finnur, hvernig syndin læsist um hana, gefur eftir á köflum en spyrnir á móti annað slagið. Og gagnrýnandinn fellur kannski í trans þegar faðmlögin standa sem hæst; er þá allt í einu orðinn Gylfi Þ. Gíslason og talar um, að Alþýðuflokkurinn sé hreint ekki svo smár, þegar á allt sé litið. Magnús Ingintarsson hefur samið flest lögin við söngvana og útsett þau öll. Það er smekklega gert hjá honum og Magnús er smám saman að verða alveg sjálfsagður maður til þeirra h'uta, þegar revíur eru færðar upp. Skreiðarútflytjandann leikur Karl Sig- urðsson, sem við höfum nokkrum sinnum séð á sviði í Iðnó, félaga hans í skreiðarkompaníinu leikur Bald- ur Hólmgeirsson, ritstjóri Nýrra Vikutíðandi. Ljóða- gagnrýnandann leikur Karl Guðmundsson, en Guðrún Stephensen leikur hina frelsuðu ástmey hans og einka- ritara skreiðarútflytjandans. Ungfrú Reykjavík 1961, Framhald á bls. 36. Revía í Sjálfstæðishúsinu Leikstjóri: Flosi Olafsson Lög: Magnús Ingimarsson Skreiðarkaupmenn mæla kynþokkann. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.