Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 27
Khan í brjóstinu, sagði ég þeim af barnaiegri hreinskilni frá öllu sem á daga mína hafði drif- ið enda var ég alltaf vön þvi. Það var mér eins og hnefahögg í andlitið, er þau sögðu að ég yrði að reyna að gleyma „þessum Indverja“ svo ftjótt sem ég gæti. — Láttu sem það sé sumardaður, sagði pabbi, — þú veist að af því getur aldrei neitt orðið, livort sem er, svo það er ekkert vit í að sýta og sakna. Mér var ljóst að nú höfðu erfiðleik- arnir lialdið innreið sína og iét mig dreyma um sumarbúðirnar, jjennan yndislega stað, þar sem kynþáttamunur þekktist ekki. Svo var það einn góðan veðurdag, eftir að skólinn var byrjaður og lífið í rauninni farið að ganga sinn vanagang, að ég fékk bréf frá Khan. Við það varð ég fyrst svo glöð að ég grét, en síðan fylltist ég örvæntingu og ráðleysi. Hann ætlaði nefnilega að koma til Noregs með Balú og Raheb, i gamla, góða vöruvagninum, og vera þar í vikutíma áSur en þeir tækju til við námið að nýju. Þeir höfðu unnið, allir þrir, síðan við skild- um, til þess að afla sér farareyris og nú vantaði þá ekkert annað en vegabréf og skilríki. Auð- vitað var ég frá mér numin af fréttunum, og hlakkaði fjarskalega til að hitta hann aftur. En jafnframt kveið ég fyrir því hvað pabbi og mamma myndu segja, og þorði ekki einu sinni að láta þau vita af bréfinu. Tíminn leið og loks gat ég ekki frestað því lengur að segja fré.ttirnar heima. Eitt kvöld voru þau óvenju vingjarnleg á svip, svo ég tók í mig kjark og sagði í svo glaðlegum róm sem ég gat: — Hugsa sér að nú fara þeir víst að koma, Indverjarnir! Þó ég hefði átt að vinna mér það til lífs, hefði ég ekki getað getið þess til, hver áhrif orð mín höfðu, og mér brá svo við að ég fylltist þrjózku. Þegar þau sögðu mér að skrifa honum og segja sem svo — á hæverskan máta ■— að ekki væri viðeigandi að þeir kæmu, þá neitaði ég því harð- lega. Þau voru fokreið yfir að ég skyldi ekki hafa sagt þeim þetta fyrr, svo þau hefðu getað komið í veg fyrir það. Eftir þetta var ég sem allra minnst heima, og þegar ég var heima læddist ég um eins og skuggi og hlustaði í angist á ófagrar sögur af Indverj- um þeim er þau þekktu til. Svo var það eitt kvöld þegar Anna var komin til mín, að dyrabjöllunni var hringt. Þetta var viku áður en við bjuggumst við þeim og ég þaut niður stigann berfætt og í stuttbuxum. Mamma og pabhi voru inni í stofu og margt af fólki, svo það féll í minn hlut að fara til dyra. Ég lauk upp hurðinni — og hvað sá ég? Þrjá dökka drengi með breitt bros á brúnum andlit- um. Nokkrar sekúndur stóð ég eins og stein- gervingur, en þaut svo til Khans og fann arma lians um mig á ný. Ég gat ekkert sagt er sam- hengi væri í, hara stamaði og hló. Loksins rank- aði ég nóg við mér til þess að hafa rænu á að fylgja þeim upp í herbergið mitt. Þeir heilsuðu Önnu hjartanlega og sögðu svo hið helzta úr ferðasögunni. Ég bara stóð og starði á hann • mpandi ástaraugum og gat varla áttað mig á 1 v' að hann stæði hérna í herberginu mínu við hiiðina á mér. Þvi næst fórum við í bílnum og sóttum Siggu, en ókum svo öll þangað sem þeir áttu að tjalda. Þar settum við upp tjaldið, og þegar við sátum kringum hitunarvélina með rjúkandi kaffinu, undir kvöldið, og sungum indverska söngva við munnhörpuundirleik, fannst mér ég vera komin til Englands aftur. Þeir dvöldi vikutíma í Noregi og gengu meir að segja á skólann lika. Öllum fannst þeir ákaf- lega viðfelldnir, svo að jafnvel pabba og mamma skiptu um skoðun á þeim. Létu þau í ljós að þeim fyndist þeir óvenju fágaðir og hæverskir unglingar og siður en svo illt fyrir mig að um- gangast þá. Hefði það annars verið hægt, var ég enn ástfangnari að vikunni liðinni og eftir að þeir fóru, fannst mér enn daufara og dapurlegra en þegar ég fór frá Englandi. En huggun var mér að heyra þau pabba og mömmu hrósa mér fyrir góðan smekk, og heyra þau lofsyngja ágætu indversku vinina mína. Svo leið langur tími, heilir tíu mánuðir. Ég útskrifaðist og átti fjarska skemmtilega daga. Khan og unaðsdagar þeir sem við höfðum átt saman, fjarlægðust, en í undirvitund minni vakti sífellt óljós þrá eftir honum, svo hann gleymdist mér aldrei. Auk þess skrifuðumst við á í hverri viku. Að prófi loknu fékk ég mér vinnu i nokkrar vikur, til þess að öngla saman aurum i ferð til Englands. Síðan fór ég þangað til ársdvalar, ég átti að dvelja í Lundúnum og ganga þar í skóla, Yinkona okkar Khans beggja, er Jean hét, út- vegaði mér húsnæði í sama „boarding house“ og hún bjó sjálf í, og mér fannst ég fljótlega vera þar eins og heima hjá mér. Jean leigði stofu með eldhúsi, og annan dag- inn sein ég var þar, bauð hún þeim Khan, Raheb og Balú til kvöldverðar. Ég hlakkaði til þess allan daginn, þó ég væri ekki alveg laus við taugaóstyrk. Khan kom fyrstur og það vildi svo til að ég opnaði .fyrir honum. Þegar ég sá brúna andlitið með dökku augunum og breiða, vingjarnlega brosinu, og löngu, mjúku fingurnir hans tóku um mína í þéttu handtaki, fann ég með sjálfri mér, að tíu mánuðirnir höfðu í engu breytt til- finningum mínum í hans garð. Síðan sátum við öll saman i stofunni og borð- uðum indælan, indverskan mat sem Jean hafði búið til, en eftir það sátum við bara og spjölluð- um og skemmtum okkur eins og áður fyrr. Þegar þeir fóru, höfðum við ekkert ræðzt eins- lega við, en hann sendi mér ástríkt augnaráð um leið og hann kvaddi mig. Mér skildist að hann væri ekki viss um að tilfinningar mínar væru hinar sömu og þær höfðu áður verið. En eftir þetta kvöld vorum við alltaf saman og allt varð okkar í milli eins og það hafði áður verið. Meðan ég var þarna mátti heita að við hittumst á hverjum degi, og ef við höfuni verið skotin hvort í öðru áður, breyttist það bráðlega hjá okkur báðum í djúpa og heita ást. Einn góð- an veðurdag gat ég ekki á mér setið að spyrja hann um atriði sem ég hafði brotið heilann um í langan tíma. — Khan, ertu enn á sömu skoðun og áður um hjónaband okkar á milli? sagði ég. Hann leit örvæntingaraugum á mig, áður en hann svaraði: — Góða, þú veizt að hefði ég ver- ið hvítur maður, værum við gift fyrir löngu sið- an. En við komumst ekki hjá öllum þeim vand- kvæðum sem á vegi okkar verða, af því við erum af ólikum stofni. En svona getum við ekki haldið áfram, annað hvort verðum við að fara sitt i hvora áttina, eða gera eitthvað, — en livað? Gera, — það sem ég gerði, var að skrifa heim og segja þeim að ég elskaði Khan og gæti ekki án hans lifað. Þau urðu alveg utan við sig, sem við mátti búast, og grátbáðu mig að koma heim. þá gæti ég kannski gleymt honum. Enda þótt þeim félli hann prýðilega í geð, væri nokkuð öðru máli að gegna ef þau ættu að fallast á hann sem eiginmann dóttur þeirra. Eftir mikla yfirvegun kom okkur lvhan saman um að ég skyldi fara heim í eitt misseri. Nú sit ég ein uppi í herberginu minu og þrái hann. Misserið er á enda og hvorugt okkar get- ur lagt meira á sig, svo hann ætlar að koma liingað eftir mánuð og tala við pabba og mömmu. Við elskum hvort annað og ástin er fær um að brúa bilið sem er á milli okkar, það er ég sannfærð um. En það verður við marga örðug- leika að etja. Hann segir að ég verði aldrei við- urkennd sem eiginkona hans á Indlandi, og hvort ég verð það heldur hér, skal ég ekkert um segja. Þá verðum við að búa í einhverju öðru landi, til dæmis Englandi. Oft velti ég þvi fyrir mér einni spurningu: — Ef við eignumst barn, hvernig verður það litt? Verður fólk vont við það síðar meir, af þvi það er kynblendingur? Við hvaða trú á það að alast upp, — búddha- trú eða kristindóm? Sjálfsagt verður annað hvort okkar að skipta um trú, en hvort okkar? Framtíðin er óviss ennþá og langt frá því að vera rósrauð. En komi hvað sem koma vill, ekkert getur grandað ást okkar, hún er svo heit og djúp. húsaleiguna. — VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.