Vikan


Vikan - 16.11.1961, Side 11

Vikan - 16.11.1961, Side 11
 vw, 0»0«í««^i fMM ' ' Andrés er mættur kl. hálf átta á bólsturverkstæði Guðmundar í Víði og þar vinnur hann við bólstrun ti! kl. sex. Hann hefur sitt eigið verkstæði heima og grípur í bólstrun þar í tómstundum. — Hvernig atvikaðist það annars, að þiS kynntust? Hann beindi máli sínu til liennar og sagSi: — Ja, Beta, hvernig kynntumst viS nú aftur? Jú, ég var í Eyjum og kom víst í heimsókn á vinnu- stofuna á Grundarstígnum. Þá var ég nú reyndar giftur og búsettur maður, en svo missti ég konuna. ViS áttum tvö börn, drenginn, sem þú sást hérna og svo áttum við stúlku, sem nú er orðin tvítug og var að gifta sig til Ameriku i sumar. En sem sagt, ég kom í heimsókn á Grundarstíginn og rabbaði við fólkið og þar á meðal var Elísabet. Svo fór heimsóknunum að fjölga og við kynntumst eitthvað svipað og gengur og gerist um fólk. — Ég frétti, þegar þið opinber- uðuð trúlofun ykkar, sagði ég. Þá ætlaði ég að fá að tala við ykkur, en þið vilduð heldur fresta því. — Já, sagði Elísabet. Við opinber- uðum trúlofun okkar 14. nóvember, 1959. Ég man eftir skilaboðunum frá þér. Ég var eitthvað smeik við blaðamenn þá og i fyrra þorði ég varla að fara á Árnesingamótið, þvi ég hélt kannski, að þú mundir verða þar og taka myndir af okkur. En þú varst þar ekki. Andrés sagði: Þegar við opinber- uðum, þá átti ég heima í Eyjum, en Elísabet vildi ekki búa þar syo ég varð að koma suður. — Er nokkuð verra að vera hér en í Eyjum? — Nei, það er ágætt að vera hérna, sagði Andrés. Áð vísu rataði ég nokkuð vel í Eyjum, jafnvel svo, að ég gat fylgt ókunnugum og sagt þeim til vegar. Vegalengdirnar eru miklu meiri hér i Reykjavik og svo er það heldur til ama, að gangstéttir vantar víða. Það er ótrúlega mikill styrkur í gangstéttum fyrir blint fólk. Maður væri fleygur og fær, ef þær væru viðar. — Mig langar að vita eitthvað um uppruna ykkar og fortið. Ert þú liéðan úr Reykjavík, Elisabet? ■— Já, ég er innfæddur Reykvik- ingur, fædd í júlí 1918, en þá um haustið geysaði spanska veikin og móðir mín dó, þegar ég var fjögurra mánaða. Föðursystir mín tók mig þá í fóstur og ég var hjá henni til ellefu ára aldurs. Þá fór ég aftur til pabba. Hann var múrari og er nú dáinn. -— En hvernig atvikaðist það, að þú misstir sjónina? — Það var engin sérstök ástæða; ekki upp úr neinum veikindum eða þessháttar. Ég var átján ára. Það byrjaði með þvi, að annað augað varð hlóðhlaupið og bólgnaði og sjónin fór á nokkrum mánuðum. Síðan fylgdi hitt augað á eftir. •— Það hefur auðvitaö verijð reynt að lækna í þér augun eftir megni. Framhald á bls. 33. Þegar Elísabet hefur loKÍð húsmóðurstörfum uppúr hádeginu, bregður hún sér á verkstæði Blindrafélags- ins, neðar í húsinu, og býr til bursta. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.