Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 7
eins og hún vildi vera láta þegar myndin var tekin. Hún tók viC vegabréfinu og lagCi þa8 aftur á arinhilluna. — Nú skulum við fara að borða, sagði hún. Súpan var rússnesk, siðan var ungversk smásteik og eplakaka í eftirmat. Þetta var allt búið til eftir erlendum uppskriftum, sem hún hafði safnað saman á hinum tíðu ferðalögum. Hún hafði oft matreitt handa honum áður, en aldrei hafði henni fundizt það skipta svona miklu máli, að honum geðjaðist að matnum. Hún gladdist, þegar hún sá, að hann borðaði með beztu lyst, og neitaði að hlusta á röddina, sem hvíslaði að henni að ef til vill hefi hann góða lyst á hvaða mat sem væri, því að enda þótt hann helgaði lif sitt heilsu annarra, hugsaði hann ótrúlega lítið um sína eigin. Kaffið var tyrkneskt. — Umhverfis jörðina á fjörutíu minútum, sagði hann. Verður þú aldrei þreytt á þessum sífelldu ferðalögum? Þetta var ein þeirra spurninga, sem hún hafði vonazt eftir, að hann mundi leggja fyrir liana. — Ég er nú þegar orðin þreytt á þeim. — Hvers vegna hættirðu þeim þá ekki? — Það er ýmsum erfiðleikum bundið, sagði Catherine. — Það er eins og að aka í hringekju — þú getur ekki stöðvað hana sjálfur, þú verður að hring- snúast í henni þangað til einhver annar stöðvaði hana fyrir þig. — Og ef þeir stöðvuðu hana of snemma, yrði þér þá í nöp við þú? Var þetta ástæðan til þess að hann bað hennar ekki, hélt liann að henni myndi finnast lifið sem lækniskona bindandi og tilbreytingarlaust í saman- burði við núverandi kringumstæður liennar? — Það er ekki of snemmt, sagði hún. — Mig langar til að lifa rólegu lifi. Með þér, bætti hún við i huganum. Hann hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði. — Það er rangt að reyna að hafa áhrif á lif annarra. Þú gætir stöðvað liring- ekjuna sjálf, með því að hætta við ferðina á morgun. Hann leit á vegabréfið á arinhillunni. — Þú gætir rifið það i tvennt. Það fór kuldahrollur um hana, og hún sagði hnuggin: — Ef ég fer ckki, missi ég atvinnuna, og henni brá þegar hún varð þess vör hve skjálfrödduð liún var. Hún varð að reyna að jafna sig, og til þess að gera eitthvað fór hún með bakkann fram i eidhús. Annars hefði hún ef til vill borið fram spurninguna sem henni lá svo þungt á hjarta, og það mátti hún alls ekld gera. Þegar hún kom inn i stofuna aftur sat hann og reykti hugsandi á svip. — Hvað gerist ef þú hættir við að fara á morgun? spurði hann. Hún varð strax vonbetri. Þá verður Jean að sjá um þetta einn. Jean var að- stoðarmaður hennar. Hún settist hjá lionum, og hann lagði liandlegginn á sófa- bakið. Hún hallaði höfðinu að öxl hans. — Þú meintir ekkert með þvi, sem þú sagðir áðan — um það að forðast að hafa áhrif á líf annarra, var það? spurði hún. — Hingað til hef ég álitið það, en nú er ég ekki alveg viss. Hann tók utan um hana. Ég er farinn að halda .... Síminn hringdi. Hann sleppti henni og stóð upp. — Ég skal svara, sagði hann. Þetta er sennilega sjúklingur. Ég lét Alec fá símanúmerið. Kvenröddin i simanum var há og frekju- leg. Hún sagði að vinnustúlkan hefði doltið og meitt sig og væri rænulaus, og hvort læknirinn gæti ekki komið strax. Catherine stóð hreyfingarlaus og hlustaði á róandi svar hans. Bara að hann gæti nú sagt að hann þarfnaðist hennar og að hann vildi ekki láta hana fara. En fram að þessu hafði hann ekkert sagt og bráðum yrði það of seint. Ian lagði tólið á og kom til hennar. — Þetta var Ma Burrows, sagði hann. — Hún er ein af sjúklingum Alecs. Ég verð að fara. — Ég kem með þér, sagði Catherine og greip um handlegg hans. Ian þú ætlaðir að segja eitthvað, þegar siminn hringdi. Hvað var það? Hann brosti þreytulega, líkt og hann væri annars hugar, og hún vissi að liann var ekki að hugsa um hana. — Ég segi þér það seinna, sagði hann, og hún vissi að hún hafði beðið ósigur. Hann ók liratt og hiklaust eftir regnvotum strætunum. — Það er bezt að hafa hraðann á, sagði hann. — Ma er vis til þess að láta aumingja stúlkuna fara að vinna strax þegar hún kemst til meðvitundar. — Hún lítur út fyrir að vera nokkuð röggsamleg, sagði Catherine. — I rauninni er hún ekki svo afleit. Hún er dálítið hávær, en það er varla við öðru að búast. Hún var mjög ung, þegar hún tók við húsgagnaverzlun föður sins. Nú er hún orðin vel fjáð, og liefur sjálfsagt orðið að brýna raustina. Hann nam staðar við stórt, dökkleitt hús umkringt hávöxnum trjám. — Biddu hérna, sagði hann. — Ég verð ekki lengi. Hann kom aftur eftir tiu minútur og opnaði bilhurðina þeim megin sem Catherine sat. — Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér svolítið, sagði hann. Ég er í vandræðum með Ma, og ég neyðist til að hringja. — Já það er velkomið. Hún fór með honum inn i húsið. Stofan var troðfull af þunglamalegum útskornum húsgögnum. Á legubekk í einu horninu lá kona með dropótt borðteppi ofan á sér. Ma Burrows, sem var gömul og feit, stóð hjá lienni og hrópaði i bræði: — Mary, þetta. nær ekki nokkurri átt, þú getur ekki hagað þér svona. Konan var náföl og hreyfði sig ekki. — Þetta þýðir ekki, sagði lan. — Ég fer og hringi til sjúkrahússins. Ma góndi á hann bálreið. — Hún þarf ekki að fara á spítala. Ilún gerir bara úlfalda úr mýflugunni eins og vanalega. Náið í dr. Alec Johnson. Hann veit hvað hún er mikil rola. — Hún hefur lærbrotnað og fengið heilahristing, og verður að hafa fullkomið næði, sagði Ian ákveðinn. — Þú verður hérna á meðan, sagði liann við Caterine Það var langt liðið á kvöldið og hann haíði ekki sagt neitt Á morgun mundi kún verða kominn 'OL langt í^burtu, vegabréíið;, j var þegar til- búið og hún vissi að þess- í leikur var tapaður e! það gerðist ekki strax, sem hún hafði lengi beðið eftir Smásaga eítir Rosmary Johns um leið og hann fór. Strax þegar hann var farinn gekk Ma að legubekknum og skipaði kon- unni að rísa á fætur. — Látið vesa- lings konuna i friði, sagði Cather- ine. — Hún raknar ekki við, þó þér séuð með þennan hávaða. Hún tók fast um handlegg henni, og leiddi hana að stól í hinum enda herberg- isins. — Setjizt þarna, sagði hún —• og reynið að vera til friðs. Þó undarlegt kunni að virðast lét Ma sér þetta vel líka. Hún sat graf- kyrr og starði á Caterine og þegar hún tók til máls var röddin eðlileg. ■— Engin hefur sagt mér fyrir verkum undanfarin fjörutiu ár. — Þá er sannarlega kominn tími til þess að einhver geri það, sagði Catherine. Hún leit á gómlu konuna, og sá að luin var mjög þreytuleg. Henni varð nú Ijóst að sennilega hafði Ma miklar áhyggjur vegna vinnusiúlkunnar. — Henni batnar áreiðanlega. Þér getið verið alveg róleg frú Burrows. — Fröken, hafið þér vist ætlað að segja. Ég er ekki gift. Catherine leit á liendur hennar og sá að hún var með liringa á öllum fingrum nema einum. — Hvers vegna liafið þér aldrci gift yður? spurði hún allt i einu. Undrun gömlu konunnar var aug- Ijós. — Þetta var undarleg spurning, sagði hún með hægð. — Ég var víst of önnum kafin við verzlunar- störfin til að vera á þönum lcring- um karlmcnnina. Þegar ég loksins gaf mér tima til þess, vildi mig enginn. — Þeir voru vist hálf- hræddir við mig, bætti hún við og það var hæðnishreimur í röddinni. Ég var vist orðin svo vön að stjórna, að enginn þorði að rísa öndverður gegn mér. Hún virti Catlierine fyrir sér. — Þér eruð vist líka dálitið ráðrík. Ilver eruð þér annars? — Vinkona læknisins. — Og vonast eftir að giftast honum geri ég ráð fyrir. — Já, ef hann biður mín. Ma skcllihló. — Það gerir hann ekki. Karlmenn eru hræddir við ráðríkar konur og þér neyðist til að spyrja hann. — Hver neyðist til að spyrja hvern um livað? sagði Ian, sem stóð i dyrunum. — Ég var ekki að tala við yður, sagði Ma önug. Þegar búið var að koma vinnu- stúlkunni á sjúkrahúsið, ók Ian Catherine lieim. Hann hló og mas- aði og lélc við hvern sinn fingur, og virtist eklci taka það mjög nærri sér að hún var að fara daginn eftir. Catherine starði fram fyrir sig og hugleiddi orð gömlu frökenar- innar. Ég hata hann, hugsaði hún. Hann er svo ánægður með sjálfan sig og i alla staði óþolandi. Ég hata hann af þvi hann hefur kom- ið mér til að elska sig. Eftir tíu mínútur væru þau komin heim. Hafði Ma rétt fyrir sér? — Ian, sagði hún að lokum. Ert Framhald á bls. 28. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.