Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 3
VIKAN O0 twknm Brezkir og franskir bílar fyrir Bandaríkja- markað Bæði Bretar og Frakkar hafa að undanförnu framleitt bíla, sem fyrst og fremst eru miðaðir vifj sölu á bandarískum markaði. Aðalmunur- inn á þeim og hinum, sem ætlaðir eru til sölu á evrópskum markaði, liggur í því að breyfillinn er sterk- ari og hraðinn meiri, en auk þess eru aliir litir yfirleitt skærari, bæði inni í bílnum og að utan, en tíðk- ast á meginlandi Evrópu. Og loks „Sunbeam Harrington Le Mans“ — 4.000 dollara á Bretlandi. * 1' 11 ^ ^ -í;. : ijii- „Lagonda Rapide“. — Hraði og stíll fyrir 15.000 dollara. fllfiii i|S nliHSÍ ~ í^5' l! i V *r >*, -5h ' * jt iffijuiL.if 1 niBÍTwii'in;' ' “ ™w|| „Simca 5“ — óbreytt útlit, hreyfill- inn 30% sterkari. Afturglugginn yfir farangursgeymsl- unni er á hjörum. eru þessir bilar flestir mun dýrari en „evrópska útgáfan“. Nokkrir af bandarísku útgáfun- um sjást á vegum hér á landi — t. d. „Floridan“ franska, lítill bíll frá Renaultverksmiðjunum, vandaður vel og einhver sá fallegasti farkost- ur sem sést á vegi þótt ekki sé stærðinni fyrir að fara. Einnig er „Jagúarinn“ — fráasta villidýr ver- aldar — farinn að sjást hér á veg- um, en sá bíll, sem er brezkur eins og kunnugt er, selst mikið til Bandarikjanna, þótt hann sé ekki fyrst og fremst framleiddur fyrir þann markað, heldur troðna pyngju auðmanna og þó sér í lagi auð- mannasona um allan heim. „Sunbeam Harrington Le Mans“ er til dæmis eins konar „luxus“- útgáfa af „Sunbeam Alpine“, sem einkum er ætluð til sölu á banda- rískum markaði. Hreyfillinn er 104 „Simca 1000“ — með afturbyggðum hreyfli. hátt frábrugðin evrópsku útgáfunni. Hreyfillinn er aftur á móti 30% sterkari, og allur innbúnaður er miðaður við bandarískan smekk, bæði hvað liti og áklæði sæta snert- ir. Verðið er 1.650 dollarar. Enn framleiðsa Simcaverksmiðj- urnar frönsku sérstaka gerð, „Simca 1000“, sem að vísu er ekki beinlinis miðuð við sölu á bandariskum markaði, en nýtur þar þó mikilla vinsælda, og er talin einn helzti keppinautur Renault-Dauphine, en sá bíll er alkunnur hér. „Simca 1000“ er með afturbyggðum hre-yfli, eins og Dauphine; er hreyfillinn 35 hestafla og skásettur, svo rúm fæst fyrir hitunartæki við hlið hon- um. Þótt undarlegt kunni að virð- ast, þar sem Simcaverksmiðjurnar frönsku eru i eign Fordfyrirtækis- ins, eru það Ghrysler-verksmiðj- urnar, sem hafa söluumboð fyrir þær í Bandarikjunum. hestafla, hámarkshraðinn allt að þvi 150 km, og allur innbúnaður hinn vandaðasti; farangursgeymslan mjög rúmgóð ög afturglugginn á hjörum. Verðið éí' 4.000 dollarar. „Lagonda Rapide“ frá brezku bíla- verksmiðjunum Aston-Martin, er i | jjessum sama flokki. Hann kostar um 15.000 doliara á Bretlandi — dá- laglegur skildingur ]iað, þegar búið er að umreikna verðið í islenzkar krónur. Yfirbyggingin er gerð úr stálalúmíni; hreyfillinn 236 hest- afla, hámarkshraðinn um 200 km og viðbragðshraðinn 0—100 km á 26 sekúndum. Þá er billinn búinn öllum ökuþægindum og innbúnað- ur aliur hinn vandaðasti. Hvorugur fyrrnefndra bíla mun enn hafa sézt á vegum hér á landi, en franska Simcan er bíll, sem flest- ir hér kannast við. Af henni er lika til sérútgáfa, sem ætluð er til sölu á bandarískum markaði, „Simca 5“, en að ytra útliti er hún ekki á neinn Útgefandi: Hilmir h.f. RitBtjóri: Gísli SigurðsHon (ábm.) AugiýsingaHtjóri: Jóhannes Jörundsson. Framkvæmdastjóri: Hilmar A- Kristjánsson. Ilitstjórn 'bg auglýsingaf: SkipHoltj 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 353211. Rósthóíf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, I.augavegi 133, simi,' 36720. Dreifingarstjóri: Óskar Karls- son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskrifi- arvcr.ð er 200 kr. ársþriðjungsiega; greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf li.f. / næsta blaði verður m. o.: • íslenzk vor- og sumartízka 1962. Nú hefur Vikan farið með 10 módel í fjórar tízkuverzlanir í Reykjavík og nú birtist í fyrsta sinn í íslenzku blaði greinargott yfirlit yfir tízkufatn- aðinn í vor; 27 myndir á 6 síðum ásamt öllum helztu upp- lýsingum um efni og verð. • Misskilningur. — Smásaga úr lífi nokkurra unglinga í Stokk- hólmi. • Þar sem meðalvegurinn er tæplega til. Grein eftir Helgu Finndóttur, blaðakonu Vikunnar, sem nú er við nám í blaða- mannaskóla í Þýzkalandi. Þar segir hún frá lífinu í bænum Bad Aibling í Suður-Þýzkalandi. • íþróttir: Dagur hefndarinnar. • Fjórði og síðasti hluti ævisögu Joseph Goebbels, áróðursmeist- ara Hitlers. Þessi kafli heitir „Sviðsetning tortímingarharm- Ieiks“ og fjallar um síðustu ár stríðsins og hrun þriðja ríkis- ins. Þá sneri Goebbels hetjuleiknum í harmleik og enn sem fyrr var persónulegur leiksigur hans sjálfs meginatriði fyrir hann. • Hatur. — Smásaga eftir ungan íslenzkan höfund. • Bréf að norðan. — Nú byrja þeir að skrifast á, Brandur á Norðurpól og Björn á Suðurpól og í þeim skrifum mun vænt- anlega kenna margra grasa. • West Side Story. Sögulok. — Framhaldssagan, sem byrjar í blaðinu þar á eftir, heitir: „Læknirinn gerir alltaf skyldu sína“. Hún gerist að mestu á sjúkrahúsi. • Þriðji hluti hinnar stórfenglegu verðlaunakeppni. Volkswagen, de luxe, fimm manna fólksbifreið að verðmæti 120 þúsund krónur í verðlaun. Ný gerð af Hillman — „Hillman Super Minx“. Skömmu eftir lok síðari keims- styrjaldar komu hingað til lands nokkrir Hillman-bilar og féll cig- endunum vel við þá, og munu þeir hafa verið fluttir inn öðru hverju síðan. Nú er komin á markaðinn ný gerð af þeim bíl, „Hillman Super Minx“ — þrem þumlungum lengri og hálfum öðrum, þumlung breiðari en minni og eldri gerðin. Eins og myndin sýnir ber hún, hvað útlit snertir, ósvikin brezk einkenni, þótt þar sé fylgt tízkunni i aðaldráttum. Hreyfillinn er 66 bestafla, gangur- inn fjórskiptur, en þessi gerð er einnig fáanleg með sjálfskiptingu. Bíll þessi er talinn einkar rúmgóð- ur, innbúnaður allur vandaður eins og venja er til um brezka bíla; hurð- arlæsingarnar þannig gerðar að börn eiga ekki að geta opnað þær innanfrá, og auk þess eru festingar fyrir þær þrjár gerðir öryggisbelta, sem nú eru i notkun, en útbreiðsla öryggisbelta fer nú sífellt vaxandi, þar eð sannað þykir að þau dragi til muna úr allri slysahættu við akstur. Og loks er það nýi „Prinsinn“. .J’rinz 4“ frá NSU-verksmiðjun- um þýzku, tekur nokkurn svip af Convair, meðalbílnum af Chevrolet- gerðinni. Prinsinn er með aftur- byggðum hreyfli, 36 hestafla, há- markshraðinn rúmlega 100 km; breyfillinn er loftkældur, tveggja strokka og talinn mjög sparneyt- inn. Inni i bílnum er rúmgott fyrir fjóra fullorðna og farangursrýmið frammi í er rúmbetra en tíðkast í ekki stærri bil. Enn eru Prinz-bílar með Wankelhreyfli ekki komnir á markaðinn, en sagt er að þeir muni væntanlegir á hausti komanda — hafa verið reyndir i Prins-bilum í full tvö ár, og eru miklar vonir við þá tengdar. -fc- „Hillman Super Minx“ — tízkustíl- „NSU Prinz“ færð brezk svipeinkenni. Corvair. tekur svip af VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.