Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 10
Hversu gott er eftirlit lögreglunnar með því að umferðarlögin séu ekki brotin? Vikan reyndi að fá svar við þeirri spurningu og hér hafið þið árangurinn Ég spyrnti fætinum i gólfiS þegar ég heyríii i sirennunni á eftir mér og Consúllinn þaut áfram eins og væri hann með rakettur i skottinu. í brekkunni upp Öskjuhliðina var stærðar vörubilssleði á xindan mér, og samanborið við mig þá hefði mátt segja, að liann æki afturábak. Sem betur fór var önnur umferð ekki sjáanleg í bili, svo ég tók „sjansinn" og skutl- aði mér framúr honum. Það mátti heldur ekki tæpara standa, þvi þegar ég var að sleppa við hann, birtist annar svipaður á hæðarbrúninni og kom á móti okk- ur. Ég slapp með góðum fyrirvara, og þetta var útaf fyrir sig ágætt, þvi þessi bíll mundi örugglega tefja fyrir iögreglunni, sem kom æðandi 1—200 metrum á eftir mér. Ég hægði aðeins á mér þegar ég kom að kröppu beygjunni inn á Biistaðaveginn, en gaf í um leið og ég tók beygjuna og Consúllinn lagði sig niður ítð veginum eins og köttur, sem er að búa sig til stökks. Bíllinn var orðinn eins og hluti af sjálfum mér, þótt cg hefði ekki ekið honum nema í um 10 minútur. Hann var eins og ljónfjörugur gæðingur, sem beið aðeins eftir þvi að vera gefinn laus taumurinn. Bú- síaðavegurinn lá sæmilega beinn og auður framund- an, að vtsu holóttur eins og Bingóspjald, en Consúllinn var ekki Ford fyrir ekki neitt. Hann spyrnti aðeins í á hæstu hryggjunum, og flaug lágt yfir smáatriðin. Lögreglan hafði dregizt dálitið afturúr á beygj- unni. Þeir voru á stórum Chevrolet Station bil, vafa- laust aflmeiri, en um leið þyngri, og ég vissi að hann gat verið varasamur í beygjum. Þeir þurftu þvi að hœgja töluvert á sér og millihilið jókst aftur dálitið. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.