Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 8
$«ensk
fegurð
1962
Sænska fegurðarsamkeppnin
fer fram með svipuðu sniði og
hér hjá okkur; þár er það viku-
blaðið Vecko Revyn, sem birtir
myndir af fegurðardísunum.
Sænskar stúlkur eru orðlagðar
fyrir fegurð og í landi þar sem
hálf áttunda miiljón manna býr,
ætti ekki að vera erfiðleiium
l)undið að finna átta sæmilega
frambærilegar. Það eru þær líka
allar saman og meir en það. Eft-
irtektarvert er það, að stúlkurn-
ar eru allar 170 cm á hæð eða
meira og þær stáyfa allar að ein-
hverju leyti við sýningar á tízku-
fatnaði og ljósmyndatökur í því
sambandi. Einhver hafði orð á
því, að þær væru nálega a'lar
eins. Það er að vísu of sterkt
að orði komizt, en skýringin er
vafalaust atvinna þeirra: Þeir
herrar, sem fá þær til þess að
kynna fatnað, vilja hafa jiær
eftir ákveðinni formúlu og með
aðstoð hárlagningarmeistara og
snyrtistofa tekst að steypa þær
i svo ákveðið mót, að sumum
finnst einum um of. Þegar þetta
er skrifað, vitum við ekki, hver
var kjörin „Ungfrú Svíþjóð 1962“.
OQ QÍNA ORÐTN LJOgHÆRÐ
Það er með frægðina eins og auðinn: Það er ekki nóg að afla hennar, það verður
líka að gæta fenginnar frægðar, ef fólk vill eitthvað með hana hafa. Annars eru aðr-
ir komnir „á toppinn" eins og það er kallað. Ein snjallasta auglýsingastjarna Banda-
ríkjanna, Jayne Mansfield, útbjó sjávarháska, þar sem hún komst nauðulcga undan
hákörlunum og komst í blöð um allan heim fyrir vikið. Gina Lollobrigida, var að
vísu ekki nærri eins frumleg. En hún var allt í einu orðin ljóshærð svona til til-
bveytingar og það nægir henni þar til auglýsingastjóri hennar finnur upp eitthvert
snjallara bragð. Iin óneitanlega fer Ginu ljósa hárið vel.
8 VIKAN