Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 16
Eitt af því fyrsta, sem Goebbe's hófst handa um
þegar Hitler skipaði hann útbreiðslu- og mennta-
málaráðherra, var gerbreyting á öllu innanveggja
i ráðuneytisbyggingunni, hinni hundrað ára gömlu
konungshöll við Wilhelmsstrasse. Hann lét rífa
alit gipsskraut og flúr af veggjum og loftum', hreinsa
allt og fága og flytja á brott hauga af gömlum og
rykfjllnum doðröntum. Starfsmenn rátSuneytisins,
sem flestir voru gamlir í hettunni, vöruðu hinn
nýja yfirboðara sinn við svo óheyrilega rótækum
aðgerðum og kváðu fangelsissök, en þegar hann lét
sér ekki segjast, bundust þeir samtökum gegn þessu
athæfi, svo hann fékk enga smiði til að vinna
„skemmdarverkið", en varð að láta stormsveitar-
menn framl væma það að næturþe'i. Er svo að sjá,
sem það hafi farið framhjá þessum gömlu og grand-
vöru starfsmcnnum, að nýir tímar voru gengnir i
gará'.i Þýzkalandi; að þeir hafi ekki skilið takn
þess atbiirðar, sem gerðist tveim dögum áður e-n
Goebbels tók við embættinu — þegar Hitler til-
kynnti þjóðinni það í útvarpsræðu, að hakakross-
fáninn skyldi upptekinn sem þjóðarmerki — en
þess varð ekki langt að bíða, að bæði beir og aðnr
gengu þess ekki duldir.
Goebbels tók strax til hendinni svo um munaði.
Hann hafði ekki setið hálfan mánuð í embættimi,
þegar útgáfa um sextíu kommúnistablaða og sjo-
'tíu sósíaldemókratískra blaða og málgagna hafði
verið bönnuð. Mánuði síðar komu engin blöð út i
Þýzkalandi, sem ekki fylgdu nazistum. Utvarps-
starfsemin var enn auðveldari viðfangs, þar sem
hún var að mestu leyti í ríkisrekstri frá því árið
1928. Goebbels hafði og þegar gert sér ljóst, hvílíka
þýðingu skipulögð hagnýting útvarpsins gat haft,
og um leið og hann tók við ráðherraembættinu,
lagði hann starfsemi þess undir ráðuneyti sitt og
stóð þá ekki á framkværndum. Hann skipaði örugga
nasista í allar mikilvægustu stöður, stöðvum var
fjölgað og styrkur þeirra aukinn, ög samtimis voru
framleiðendur viðtækja hvattir til að hefja fjölda-
framleiðslu á ódýrum og einföldum „almennings-
viðtækjum". Þetta hafði þann árangur að tala út-
varpsnotenda jókst árið 1933—34 um eina milljón,
eða upp i sex milljónir, árið 1938 voru þeir orðnir
9V2 milljón, og þegar enn ódýrari viðtæki komu á
markaðinn, mátti svo heita að útvarp væri á hverju
þýzku heimili. Auk þess var hátalaraierfum komið
fyrir i samkomusölum, skó'um, verksmiðjum og
úti við torg, svo ekki var sönnu fjarri þótt Goebbels
lýsti því yfir árið 1935, að 56 milljónir Þjóðverja
hlýddu á, þegar Hitler flutti þjóðinni boðskap sinn.
„Með útvarpinu höfum við gerdrepið allan upp-
reisnaranda," fullyrti Goebbels. Og þar sem hann
var yfirleitt ekki með neitt hálfkák i aðgerðum
sínum, skipulagði hann heilan herskara „hlustunar-
varða", sem skyldu fylgjast vandlega með þvi
hvernig fólk notaði viðtæki sín, og sjá svo um að
ekki færi fram hjá neinum, þegar þeir stóru komu
að hljóðnemanum.
Aðeins mánuði eftir að Goebbels tók við ráö-
herraembættinu, hóf hann Gyðingaofsóknir af
fullum krafti; Fyrst i stað lét hann sér nœgja aC
ARÖÐURSMEISTARI HITLERS
ÞRIÐJI HLUTI AF FJÓRUM
HREINSANIR,
MORÐ,
BRENNUR
OG BÖNN
16 VIKAN