Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 27
Karcter’s jSUNDBOLf R model 1962 Valio efni Nýjustu soið Fjölbreyttosta úrval Biðjið um Koníer’s — og þér fáið það bezia n * '4 'HUtmaír3 HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þetta verður óvenjuleg vika í flesta staði, og þú munt eiga mjög annríkt fram að helgi, og ekki er víst að þú sjáir nærri fram úr öllu þvi, sem ætlazt er til af þér. Vinur þinn einn er í slæmri klípu, og ættir þú að gera þitt til Þess að hjálpa honum. Helgin verður dá- lítið einkennleg, einkum fyrir þig og einn kunningja þinn. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): 1 sambandi, við einhvern merkisdag í fjölskyldunni berast þér fréttir, sem þér er í fyrstu ekkert vel við, en brátt mun koma í ljós, að þetta eru miklar gleðifréttir. Hætt er við að þér verði á einhver skyssa um helgina, en þú færð fyrr en varir tækifæri til þess að bæta fyrir brot þitt á eftirminnilegan hátt. Heillatala 8. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú leggur út í mikla óvissu í vikunni, og satt að segja ertu lítið vongóður um árangur. En nú vill svo til að persóna, sem þú þekkir ekki ýkjamikið, fer að koma við sögu, og verður hún á einhvern hátt til þess, að þetta fyrirtæki þitt lánast giftusamlega. Laugar- dagurinn er afar óvenjulegur, einkum fyrir ungt fólk. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Gleymska þín frá fyrri viku, mun nú koma þér illilega i koll, en þetta verður þér samt dýrmæt reynsla, og mun slíkt aldrei endurtaka sig. Þú sendir eitthvað frá þér, sem þú sérð fljótt eftir, en reyndu samt ekki að ná í það aftur — það gerir aðeins illt verra. Margir, sem fæddir eru undir Krabbamerkinu, kynnast lífsförunauti sinum i vikunni Ljónsmerkiö (24. júli-—23. ág.): Einhvern veginn vill svo til að þú verður miðpunkturinn í fyrir- tæki, sem þú ætlaðir í rauninni aidrei að koma nálægt. Þú skalt samt reyna að standa þig, og það getur þú, ef þú reynir. Á vinnustað verður leiðin- legur misskilningur til Þess að hleypa illsku í nokkra vinnu- féiaga þina, en brátt gleymist þetta. MeyjarmerkiÖ (24 ág.—23. sept.): Það verður lögð fyrir þig og nokkra félaga þína gildrá. Að öllum líkindum munt þú falla i þessa gildru, og muntu skammast þin rækilega. En i sambandi við þetta kemur fram hjá þér ágalli, sem þú verð- ur að venja Þig af -— það er eins og þú óskir þess heitt að vinir þínir falli í þessa gildru. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Framtíðar- ðætlanir þínar breytast allnokkuð í þessari viku, og verður það til þess að þú fyllist bjartsýni, og verður því þessi vika sannkölluð ánægjuvika. Þó skaltu varast að byggja þér skýjaborgir — þvi ef svo fer, endist bjartsýnin skammt. Fjarskyldur ættingi þinn kemur óvenjumikið við sögu þína og fjölskyldu þinnar. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Vinir þínir hafa beðið allt of lengi eftir því að þú efnir gam- alt loforð, sem þú gafst þeim, og eru margir þeirra farnir að líta þig óhýru auga fyrir bragð- ið. Þú veizt bezt sjálfur hvernig ráða má bót á þessu, og það verður þú að gera, ef Þú vilt halda þessum vinum þínum. Kviði þinn fyrir næstu viku er ástæðulaus. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Það er eins og þú sért of viljalaus þessa dagana. Þú lætur um of stjórnast af öðrum — þú ert jafnvel orðinn svo ósjálfstæður, að þú býrð þér ekki lengur til skoð- anir, heldur helgar þér skoðanir annarra. Þetta stafar einfaldlega af því að þú reynir ekki að skapa þér til- breytingu. Dagarnir eru orðnir hver öðrum líkir. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það er einhver deyfð yfir þér. Þú verður strax að hrista af þér þetta slen og hefjast handa, því þín biða mörg óleyst verkefni. Þú færð skemmtilega hugmynd í vikunni, sem er sannarlega þess virði að henni sé hrint í framkvæmd, en þú skalt samt bíða með það í svo sem hálfan mánuð. _____ Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): 1 vikunni kemur fyrir einkennilegt atvik, sem á eftir að valda þér áþarfa áhyggjum. Skýringin á þessu atviki fæst í næstu viku. Líklega ferð þú í ferða- lag í vikunni, sem verður ívið lengra en þú gerðir ráð fyrir í upphafi — án þess það verði bagalegt. Þú sýnir einum fjölskyldumeðlimi ekki nærri nóga nærgætni. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú ferð i hús, sem þú hefur aldrei komið í áður. Þar kynnist þú persónu, sem þú átt eftir að umgangast talsvert, einhvern tíma á næstunni. Þú getur lært margt af þessari persónu, en minnstu þess, að þessi persóna hefur galla eins og aðrir. Láttu hana ekki verða til þess að stjórna gerðum þínum. Heillatala 11. Stjörnuspáin gildir frá fhnmtudegi til fimmtudags.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.