Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 23
UNDRATÆKI Síðan Volkswagen kom fram á sjónarsviðið hefur engin ámóta framför átt sér stað í bíla- iðnaðinum. Allir sem ekið hafa þessum bíl, hafa viðurkennt — að minnsta kosti með sjálf- um sér — að hann er undratæki. Vélin er eins og saumavél á stærð og þó vinnur billinn svo vel, að jafnvel hin stóru dollaragrín mega vara sig. Hann er eldsnöggur af stað og svo með- færilegur að undrum sætir. Volkswagen hefur fjóra gíra áfram, sem tryggir hámarksnýtingu vélaraflsins og einnig það, að unnt er að fara betur með bílinn og koma í veg fyrir það að pína vélina. Girstöngin er £ gólfi, sem nú er mjög að komast í tízku aftur, enda ólíkt við- kunnanlegra að vera í beinu sambandi við gír- kassann. Stöngin, sem sést á myndinni á milli sætanna er handbremsan. EÐ FRÁ BYRJUN - ANNAR HLUTI GETRAUNIN: Ævinlega er Gissur misskilinn á heimilinu. Jafnvel þegar hann ætlar að láta verulega gott af sér leiða. Þarna ætlaði hann að blíðka Rasminu og hengja upp mynd af mömmu hennar í dagstofunnL En hver reiknar út konur og kenjar þeirra? Að minnsta kosti hefur Gissur farið flatt á því. Og nú liggur hann á gólfinu með myndina þar til eitthvað enn verra kemur fyrir. En sjáið þið að myndirnar eru ekki alveg eins? Getraunin okkar er fólgin í því að finna mismuninn. Við höfum breytt þrem atriðum á neðri mynd- inni og ef þú finnur þau öll og strikar hring utan um þau hvert fyrir sig, þá er möguleiki að einn góðan veðurdag í sumar verðir þú splunkunýjum Volkswagenbíl ríkari — það er að segja, ef þú sendir okkur allar lausnirnar að getrauninni endaðri. Haldið getraunaseðlunum saman og sendið þá að getrauninni lokinni. Klippið hér — GETRAUNASEÐILL NR. 2. Nafn: Heimili: Sími: i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.