Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 38
Teoittir gðor þarfnast daglegrar umhirðu. RED WHITE TANNKREM fullnægir öllum þörfum yðar á því sviði. RED WHITE er bragðgott og frískandi og inni- heldur A4 og er umfram allt mjög ódýrt. Biðjið ekki bara um tannkrem, heldur RED- WHITE tannkrem. Heildv. Kr. Ó. Skagfjörð h.f. Simi 2 4120. Blaðamenn í „bófahasar.“ Framhald af bls. 15. engan lögregluþjón, því. umferðin og vegfarendur sáu um það að við kæmumst ekki langt. Við umferðarljósin varð ég að stanza, vegna þess að það var ó- gerningur að komast lengra upp- eftir, og svo til um leið sagði Run- ólfur, sem sat við hliðina á mér: „Þarna kemur hann“. — Kemur hver ... ? „N'ú, lögregluþjónninn, maður. Heldurðu að þú getir ekið um allan bæ eins og jólasveinn án þess að verða hirtur, eða hvað?“ Og lögregluþjónninn snaraði sér yfir götuna og opnaði dyrnar á bílnum. „Hvert ert þú að fara, kunningi?“ — Fara ... ? Nú auðvitað upp Laugaveg ... 1 „Það er ekki leyfilegt. Það ættir þú að vita.“ — Ekki leyfilegt? Hvernig stend- ur á því? „Sérðu ekki umferðarskiltið þarna beint fyrir framan þig?“ — Nei, ég sé ekkert skilti. Ekki 38 VIKAN nema þarna á bankanum ... „Hvaðan ertu, kunningi?“ — Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík ... Nú var hann búinn að fá nóg. Hann lokaði framhurðinni, opnaði að aftan og snaraðist uppí. Hann var samt hinn almennilegasti, al- gjörlega laus við allan hroka eða inikilmennsku, brosti dálítið vand- ræðalega og var greinilega alveg hissa á mér og mínu framferði. „Ég skil ekkert í því,“ sagði hanp, „að Reykvíkingur skuli ekki vita þetta. Þetta hefur verið einstefnu- akstur í fjölda ára.“ — Ja, ég var nú einmitt að spekúlera í þessu, sagði ég. Ég skildi ekkert í þvi að öli umferðin kom á móti mér ... „Mig skal ekki furða. Jæja, bakk- aðu nú hérna niður og komdu svo með mér niður á stöð. Það virðist ekkert veita af því að kenna þér umferðarreglurnar dálítið betur. lík- lega getur þú fengið eintak af þeim hjá okkur.“ — Bakka ... ? Það er alveg ó- þarfi. Ég beygi bara hérna upp Skólavörðustíginn ... „Heyrðu ...!!! Bakkaðu héma niður að horninu, kunningi, og snúðu þar við ... og Reykvikingur þar að auki ... !!! Og úr því var ekki að aka. Ég vaíð að bakka niður að Ingólfs- stræti og snúa þar við. Fólkið stóð i þyrpingu beggja vegna götunnar og horfði þessi óslcöp. Flestir voru orðnir sannfærðir um að maðurinn við stýrið væri alveg búinn að missa þá litlu týru, sem hann hefði e. t. v. einhvern tíma haft, að ég ekki tali um þá sem báru kennsl á mig. Ég hef raunar lítið annað gert síðan, en sannfæra kunningjana um það að ég sé laus — í bili a. m. k. Svo var haldið niður að lögreglu- stöð og okkur vísað inn til varð- stjórans. Andrúmsloftið var alvöru- þrungið og ógnandi þegar ég settist niður á pínubekkinn fyrir framan varðstjórann og lögregluþjónarnir skipuðu sér i hálfhring i kring um okkur. Það vildi bara svo vel til að varðstjórinn kannaðist við okkur — af fyrri kynnum — og þegar ljós- myndarinn og ritstjórinn drógu upp myndavélarnar, þó fór hann að gruna að eitthvað væri á bak við þetta, annað en sýndist. Hann skrif- aði okkur niður, gaf okkur áminn- ingu og bað okkur að losa sig við að þurfa að horfa á okkur lengur en nauðsynlegt væri, — og með það fórum við í það skiptið. Það siðasta sem við heyrðum, er við gengum út var: „... og að þetta skuli vera Reykvikingur ...“ En við erum óbetranlegir. Við lét- um okkur ekki segjast. Ég ók austur Hafnarstræti sam- kvæmt öllum lögum og reglum, beygði suður Lækjargötu og siðan til hægri inn i Austurstræti, en það mun flestum kunnugt um að er ekki leyfilegt nema strætisvögnum, lög- reglubilum og hrunabilum. Alls ekki blaðamannabilum. En þetta var ekkert gaman, þvi það var enginn vörður laganna ná- lægur til að taka eftir þessu, og þótt einn eða tveir bilar flautuðu til viðvðrunar, þá var ekkert púður f þvi. Þess vegna urðum við að finna upp eitthvert nýtt ráð til að koma lifi f tuskurnar. En blaðamenn deyja aldrei ráða. lausir. Þess vegna ók ég upp á gang. stéttina fyrir framan SÍS i Austur- stræti, norðanmegin. Drap á bilnum, tók lyklana tir og við gengum inn i búðina til að verzla. Við lukum erindum okkar þarna i verzluninni og fórum út að dyr- um, en þar stóð billinn óáreittur ennþá. Það voru liðnar fimm mfn- útur og enginn lögregluþjónn hafði ennþá farið þarna um. En við þurft- um ekki lengi að bíða. Þegar ná- kvæmlega tíu minútur voru liðnar frá því að við stönzuðum, bar þar að lögregluþjón, sem var að athuga stöðumæla hinum megin á götunni. Hann tók auðvitað strax eftir biln- um, gekk yfir götuna, leit f alla glugga á húsinu til að vita hvort hann sæi eigandann, en tðk svo blokk upp úr vasa sfnum og fór að skrifa. Við gáfum okkur fram, tókum við miðanum og ókum á brott, — en ekki langt f Aðalstræti lðgðum við bilnum næstum þvi þversum á gðtuna, á meðan Runólfur fór inn i verzlun og keypti þrjár flöskur af gosdrykk. Hann fór einnig inn með tóma brennivínsflösku, sem við vorum með i bflnum, og fyllti hana með vatni. Á meðan heygðu Mlarnir kurteislega framhjá okkur á götunni, sýnilega án þess að nokkrum manni brygði við að þarna skyldi standa bíll þversum á götunni. Kannski þetta hafi komið fyrir áður ... Síðan var ekið vestur að Mela- torgi, hringtorginu hjá gamla íþróttavellinum. Þar lagði ég bíln- um að vestanverðu við hringinn, við grasblettinn, og við fórum út á grasblettinn i góða veðrinu með allar drykkjarvörurnar og fórum að „blanda“. Þið hefðuð bara átt að sjá upp- litið á fólkinu, sem átti þarna leið um torgið! Þarna kom strætisvagn fullur af fólki, og við héldum að hann mundi leggjast á hliðina þarna á beygjunni, því farþegarnir þustu út í aðra hliðina til að horfa á þessa fífldjörfu blandara þarna á al- mannafæri. Rétt á eftir kom leigu- bíll, og farþegarnir opnuðu glugg- ana og kölluðu til okkar: „Já, þetta líkar mér. Svona á að hafa það!!!“ Við veifuðum til þeirra ilátunum og skáluðum við þá. Annar bíll kom þarna að, og bil- stjórinn var svo hugfanginn af því, sem hann sá, að hann gleymdi sér alveg og ók eina þrjá hringi á torg- inu. En Adam var ekki lengi i Para- dís. Við vorum ekki búnir að fá okk- ur marga „sjússa“, þegar lögreglu- bifreið birtist skyndilega og stað- næmdist rétt hjá okkur. Út úr bíln- um komu tveir virðulegir lögreglu- þjónar og gengu til okkar. „Finnst ykkur þetta ekki óheppi- legur staður, strákar, til að standa í svona stórræðum?“ sagði annar þeirra. „Ef þið eruð ákveðnir i að halda partýinu áfram, þá mundi ég nú eiginlega mælast til að þið færuð út á bilastæðið hérna rétt fyrir vestan. Þar getið þið verið i ró og næði. Þetta er svo fjandans ári órólegur staður, eitthvað. Finnst ykkur það ekki?“ Það var greinilegt að við vorum búnir að tapa leiknum. Þessi lög- regluþjónn hafði einmitt verið stadd- ur niðri á stöð fyrir stuttu siðan, þegar við vorum teknir fyrir að aka upp Bankastræti, og vissi hvaðan vindurinn blés. Hinn var öllu al- varlegri viðfangs og fór að skrifa okkur upp eftir öllum kúnstarinnar reglum. Hann lét ekki að sér hæða, sá, og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Eftir stuttar, en vinsamlegar við- ræður, kom okkur saman um það, að frekari hátiðahöld mundu heppn- ast betur einhvers staðar annars staðar, og kvöddum þvi verði lag- anna með virktum og ókum á brott. Okkur fannst að í bili hefðum við gert nóg af okkur, og ekki væri vist hve þolinmæði refsivaldsins væri teygjanleg, .enda var komið fram- yfir venjulegan vinnutima, og mað- ur stendur ekki i stórræðum i auka- vinnu. Við vorum lika orðnir þreyttir á lögbrotum í bili, svo við lyppuðumst heim. Nú spyrjið þið að sjálfsögðu hver tilgangurinn hafi verið með þessu furðulega uppátæki, og það er ekki nema von. En þvi er fljótsvarað. Aðalástæðan var að komast að því hversu vel laganna þjónar gæta um- ferðarinnar, og hvað einn ökufant- ur kemst upp með að gera hér inn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.