Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 28
Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 24. uin árum, en Jimmy sagði það ekki vera. I>á var honum horið á hrýn, að hann hefði tekið nafn James Dean og kallað sig Jimmy til að vekja athygli á sér, en Jimmy vesalingur hafði ekki við að skýra lit fyrir fólki, að Dean væri fjöl- skyldunafn hans og það mætti þá alveg eins segja að James Dean httfði tekið nafnið, þvi Jimmy væri miklu eldri. Það er ekki svo lítið, sem þeir geta brotið heilann um í USA. Hvernig skyldi fara hér á landi ef þeir sem heita Jón Jónsson færu að óskapast yfir því að ein- hverjir aðrir hétu það? Skuggarnir beztir. Þeir kalla sig „The Shadows" eða Skuggana og annast ætíð undirleik fyrir hinn fræga, enska söngvara C’iff Richard, hvort það cr á hljóm- plötum, h jóm’eikum eða í sjón- varps- og útvarpsþáttum. En The Shadows láta ekki að sér liæða. Þeir hafa Ieikið inn á all- margar plötur síðusiu mánuðina, sem náð hafa hetri sölu heldur en plöturnar hans Cliff og þá má nú segja að skörin sé farin að færast upp í bekkinn, þegar undirleikar- inn er farinn að skáka stjörnunni. Cliff er mjög ánægður með hinar miklu vinsældir undirleikaranna sinna og má segja að þetta hjálpi honum óbeint, því nú koma enn Husqvarna handsláttuvélin er létt og þægileg. • Hefur sjálfbrýnandi hnífa. • Gúmmíhjól, sem leika í kúlulegum. Sænska stálið tryggir gæðin. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðnrlandsbraut 16. Síni 35200. fleiri á hljómleikana hans, þvi það er aðeins síðustu mánuðina að fólk gerir sér grein fyrir ]>ví hverjir þeir eru. Nokkrar inetsöluplöturnar þeirra hafa líklega sumir hér heyrt. Skal þar fyrst nefna hið fræga indíána- lag „Apache“, siðan „Man of myst- cry“ og há „Kon Tiki“. Þá hefur fcngi'/.t 33 snúninga plata með þeira í Fálkanum ]iar sem ]>eir leika 14 lög og mun þessi plata hafa náð góðri sö u hér. Enda fer það ekk- ert á milli mála, að fáar eða engar rokkhljómsveitir í Amerfku eru eins góðar og ensku Skuggarnir hans Cliff Richard. WEST SIDE STORY. Framhald af bls. 21. inn. „Við hlustum allir, vertu viss.“ „Ég heyrði Chino eiga tal við nokkra af Hákörlunum," sagði Allra- sk.játa hreykin. „Ég stóð rétt hjá þeim, og þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um það. Heyrði hvert orð. Hann var að segja þeim af Tony og Þessari systur^hans Bernardos, og svo sagði hann eitthvað á spænsku, sem ég ekki skildi, en ég þóttist heyra það á röddinni, að Það væru blóts- yrði Og svo komst ég að því. að hann var að bölva sér upp á það, að sér skyldi takast að hafa hendur í hári Tonys .. . . “ ,,Þr.ð yrði þá verst fyrir hann sjálf- an,“ greip Diesillinn enn fram i fyrir henni. ..Tony yrði ekki lengi að ganga frá honum .... ég meina, að hann hefði ekki verð lengi að ganga frá honum, á meðan hann var og hét.“ ..Ég er ekki frá Þvi heldur," sagði AlFaskjáta. „Það er að segja, ef Tony verður ekki dauður áður en honum gefst ráðrúm til að taka á móti. Chino var með hlaðna skammbyssu. Ég sá þegar hann sýndi þeim hana.“ „Fari það bölvað!“ hrópaði Hreyf- illinn og spratt á fætur. „Það er okk- ar að jafna sakirnar við Tony, en við látum þessi aðskotadýr ekki snerta hár á höfði hans. Er nokkur á móti þvi?“ Hann leit á Þoturnar, sá að allir kinkuðu kolli til samþykkis. Ákvarð- anir hans sem foringja voru þelm lög, hvort sem þeim féll það betur eða verr. „Við verðum að finna hann, hvað sem það kostar,“ mælti hann enn. „Við verðum þvi að dreifa okkur." Hann leit þangað, sem Allraskjáta sat á dýnuræksninu. „Heldurðu að þú getir náð sambandi vlð Graziellu og hinar hænurnar?" „Eg geri ráð fyrir þvi." „Segðu þeim að leita líka, og hver sem finnur Tony, kemur með hann hingað. Það verður því einhver okk- ar að verða hér eftir. Einhver, sem ekki hræðist að vera einn hérna í myrkrinu." „Eg er til í það," sagði Nonni pela- barn. „Þá verður þú kyrr hérna. Og komi einhver, þá segirðu honum hvað um er að vera. Komi Tony, þá biður hann hérna hjá þér þangað til við komum. Skilurðu það?“ „Fullkomlega." Nonni pelabarn kinkaði kolli. „En það væri kannski öruggara, að Allraskjáta lánaði mér kúbeinið," bætti hann við. ,,Ef ég fæ það aftur," svaraði hún. Hreyfillinn gaf þeim hinum bend- ingu um að halda af stað. Andartaki siðar voru allir horfnir út I myrkrið, nema Nonni pelabarn, sem sat eftlr I pallskjólinu og mundaði kúbeinið. Það var ekki laust við að honum þætti fyrir því, að allir félagar hans virtust álíta að áhyggjur hans og vandræði kæmu þeim ekki við. Væru ekki Þess virði. Ef til vill yrði Riff hugsað til hans núna á leið sinni út í geiminn .... NlUNDI KAFLI. Já, hún hafði kysst hann um leið og þau lögðust í rekkju hennar, og hann hafði þrýst sér fast að henni í örvæntingu sinni, þrýst vörum sín- um að munni hennar. Skelfdur og örvinglaður hafði hann gripið um líkama hennar eins og drukknandi maður um björgunarhring, og hægri hönd hans hafði snert annað brjóst hennar; hann hafði hikað, og svo hafði hann fundið það, hvelft, þrýstið og heitt undir lófa sér, fundið hjarta hennar slá undir þunnum hjúpi klæð- anna. Og um leið hafði hann gert sér það ljóst, að eftir nokkur andar- tök mundi leiðir þeirra skilja að fullu og öllu og meðvitundin um það hafði orðið til þess að hann reyndi að rísa upp, flýja. „Nei, vertu kyrr,“ hvíslaði María og hélt honum föstum. „María — ég verð að fara,“ heyrði hún hann hvisla. Hún veitti honum ekki tóm til að segja fleira, en vafði hann örmum, þrýsti líkama sínum, brjósti, kviði og lærum eins fast og hún frekast mátti að líkama hans, og ástríðan varð óttanu.u yfirsterkari, fögnuður- inn, sem gagntók hana, fékk hana til að gleyma öllum harmi, unz þau heyrðu veinið í blístru lögreglubíls- ins fyrir utan húsið. Hann reif sig lausan. Yfirkomin af ótta þrýsti hún vörum sínum fast að vanga hans til Þess að kæfa niður ekkann. „Við erurn glft,“ kjökraði hún. „Við erum gift fyrir guði almáttugum. Ég hef aldrei verið eins glöð og ham- ingjusöm og þegar ég beið þín í kvöld." „Þú ert ung, og Þess verður ekki langt að bíða að þú verðir hamingju- söm aftur. Hamingjusöm með ein- hverjum, sem er betri en ég. Það er ég viss um.“ Hún hristi höfuðið. „Vertu mér eiginmaður," mælti hún biðjandi. „Ég get Það ekki,“ svaraði hann. „Ég má ekki snerta þig. Ég sem er morðingi." „Vertu mér þá elskhugi ...." „Ég get það ekki." Hann forðaðist að líta í augu henni. „Bernardo skilur okkur að. Guð minn góður, María, ég sem myrti hann.“ „Hann hafði myrt vin þinn. Vin þinn, sem þú unnir eins og hann væri bróðir þinn.“ „Það var fyrir löngu síðan, að við vorum eins og bræður," maldaði hann í móinn. Gat ekki annað. „Ég er ekki einu sinni viss um að hann hafi verið mér neinn vinur að undanförnu." „Hann hlýtur að hafa verið þér meir en venjulegur vinur, fyrst þú hefndir h£tns,“ svaraði hún rólega. „Segðu mér eins og er ....“ „Það er ekki neitt að segja.“ Hann titraði af harmi. „Riff var bezti strák- ur. Hann var hugrakkur, hræddist ekki neinn, og það var metnaður hans að sanna það í átökum. Þess vegna reyndi hann si og æ að koma ein- hverjum óeirðum af stað." María kinkaði kolli. „öldungis eins og Bernardo." „Ég býst við þvi,“ sagði Tony. „Og hann var stoltur af liði okkar, Þot- unum.“ „Bernardo var óumræðilega stolt- 2g TIKAB

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.