Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 19
Treyja og hosur StærS: 14—1 árs. Brjóstvídd: 52 cm. Sídd: 20 cm. Efni: 150 gr. af hvitu meðalgrófu ullar- garni, 50 gr. af Ijósbláu garni, sömu tcg- undar. Prjónar nr. 2 og 2%. Mynztur: 1. umf.—fi. umf. sléttprjón með lívítu garni. — 7. umf. meS bláu garni. 1 1. sl. * 2 1. brugðnar saman, bandinu brugSið um prjóninn og þannig mynduð 1 1., endurtakið frá * umferðina á enda og endið 1 1. sl. — 8. umf. blá, brugSin. Byrjið síSan á 1. umf., endurtakið þess- ar 8 umf. og myndið þannig mynztrið. 30 1. mynztur, prj. á prj. nr. 214 = 10 cm. Treyja: Byrjið neðan á framstykkinu. Fitjið upp 7G 1. með hvítu garni á prj. nr. 2 og prj. 1 1. sl. og 1 1. br. 3 cm. Látið 8 1. að framan á öryggisnælu. Byrj- ið að prjóna mynztrið (sléttprjón) frá röngíi, prjónið á prj. nr. 214 og aukið út með jöfnu millibili 4 ]. yfir umferðina. Takið úr að framan 1 1. í byrjun prjóns 1 annarri hverri umferð. Eftir 10 cm er fitjað upp á hliðinni fyrir ermi: 9 1. í annarri hv. umf. 5 sinnum. Haldið áfram að taka úr að framan þar til 20 1. eru eftir. Þegar stykkið mælist 20 cm frá upp- fitjun er það lagt til hhðar og liinn hlut- inn prjónaður eins, en á mótstæðan hátt. Þegar bæði stykkin eru prjónuð eru þau ín-jónuð saman þannig: prj. annað stykk- ið frá ermi að hálsmáli, fitjið upp 26 1., seinna stykkið prjónað frá hálsmáli út prjóninn. Ath. að mynztrið haldi sér rétt. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 28 cm, þá eru felldar af 9 1. í hvorri hlið, annarri liv. umferð 5 sinnum. Nú eru 78 ]. á prj. og prjónast þær áfram 7 cm. Tak- ið þá prj. nr. 2 og prj. brugðning, takið þá úr í fyrstu umferð með jöfnu millibili þar til ]. verða 70. Prjónið brugðninginn jafnbreiðan og á framstykkinu. Fellið af. Takið nú 1. á öryggisnálinni, fitjið upp 2 1. við innri brún (í saumfar) og prjónið brugðning á prj. nr. 2 með hvítu garni. Prjónið þar til renningurinn nær að miðju hálsmáli að aftan. Atli. að renning- urinn verði ekki of langur. Prjónið hinn renninginn eins. Takið upp með garninu, 48 1. neðan á livorri ermi og prjónið 3ja cm breiðan brugðning. Fellið af. Hosur: Fitjið 45 1. með hvitu garni á prj. nr. 214 og prj. 4 umf. sl. Prj. síðan mynztur og byrjið með 7. mynztur- umferð. Þegar stykkið er 2 mynzturrendur + 4 umf. prjón- ast 1 umf. slétt prj. frá röngu. Takið prj. nr. 2 og prj. 1 1. sl. og 1 ]. br. með hvitu garni 3% cm. Prjónið siðan gataröð fyrir silkiband þannig: * 2 ]. saman, bregðið bandinu um prjóninn og myndið þannig 1 lykkju, endur- takið frá * umferðina á enda, næsta umferð prjónast brugðin. Látið nú 15 1. í livorri hlið á öryggisnælu og prjónið 15 miðlykkjurn- ar sléttar á prj. nr. 214 Framhald á bls. 30. Mjög ódýr appelsínukaka. 2 bollar hveiti, 214 stór tesk. lyftiduft, salt 14 tesk., % bolli smjörlíki, 1 egg, % bolli mjólk, 1 appelsína. Smjörlíkið og sykurinn hrært vel, eggið sett í og haldið áfram að hræra. Þurru efnin sett í smám saman með mjólkinni. Appelsinu- börkurinn rifinn þannig, að app- elsínunni er nuddað heilli við rifjárn, og þegar komið er inn á það hvita, er hætt. Það sem eftir er af berkinum er svo tekið af appelsínunni og hún klofin í ]auf. Rifni börkurinn settur í í deigið og kakan bökuð við góðan hita í tveimur tertuformum í u. þ. b. 30 min. Appelsínulaufunum raðað ofan á rjóma, sem kakan er skreytt með. Eplasmákökur. 2 bollar hveiti, 14 tesk. kanill, 14 tesk. múskat, 14 tesk. negull, 14 tesk. salt, 1 bolli saxaðar rús- ínur, 1 bolli saxaðar hnetur, 14 bolli smjörlíki, 1 bolli sykur, eplamauk 1 bolli, 1 tesk. sóda- duft, 1 egg. Hrærið saman smjörlikið og sykurinn. Blandið saman epla- maukinu (mauksoðin epli með litlu vatni), sódaduftinu og egg- inu og hellið þvi saman við. Síð- ast eru þurru efnin sett í dg rús- ínurnar og hneturnar. Látið með nokkru bili á milli á vel smurða plötu og bakað í 15—20 mínútur. Þetta verða ca. 50 stykki. Haframjölssmákökur. 1 bolli slykur, 14 bolli smjör- liki, 2 egg, 1 tesk. vanilludropar, % tesk. salt, 2 bollar haframjöl, 2 tesk. lyftiduft. Hrærið vel smjörlíkið og syk- urinn, setjið eggið í og síðast haframjölið og lyftiduftið. Sett með tesk. á smurða plötu og bak- að i u. þ. b. 10 mín. Brownies. % bolli ósætt súkkulaði eða kakaó, % bolli smjörl., 2 egg, 1 bolli sykur, 14 bolli hveiti, 14 tesk. lyftiduft, 14 tesk. salt, 1 tesk. vanilludropar, 1 bolli sax- aðar valhnetur. Bræðið saman súkkulaðið og smjörlíkið. Þeytið eggin vel og látið sykurinn út í, og blandið þessu svo saman. Síðast eru þurru efnin sett út i með hnetunum og vanilludropunum. Deigið er sett i lágt og breitt mót og bakað i 20—25 mín. Þegar kakan er köld, er hún skorin i ferhyrninga. Þessar kökur geymast mjög vel. Súkkulaðiterta. % bollar vatn, sá bolli suðu- súkkulaði eða kakaó, 114 bolli sykur, 1 tesk. vanilludropar, 2 bollar hveiti, 3 tesk. lyfti- duft, 14 tesk. salt, % bolli smjörlíki, 3 egg, 14 bolli mjólk. Setjið vatn, súkkulaði eða kakaó, og 14 bolla af sykrinum i pott og látið suðuna koma upp. Hrærið stanzlaust í. Látið það kólna og bætið vanilludropunum út í. Hrærið smjörlíkið og syk- urinn vel og bætið eggjunum i og haldið áfram að hræra. Súkku- laðilögurinn settur út i. Þurru efnin eru hrærð saman við með mjólkinni, en mjög varlega. Hrærið þau aðeins þannig að þau blandist saman við. Sett í tvö tertumót og bakað i meðal- heitum ofni í u. þ. b. 25 mín. Eitthvað af þessu kremi má nota milli laganna: Vanillukrem. % bolli sykur, 5 matsk. hveiti, 14 tesk. salt, 2 hollar mjölk, 2 egg eða 4 eggjarauður, 1 tesk. vanilludropar. Látið hveitið, sykurinn Framhald á VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.