Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 31
HOMG Heildsölubirgðir: Sími 11400 EGGERT KRISTJANSSON & CO HF deildinni að banna útkomu óháðra blaða, ef þau héldu uppi „óheiðar- legri“ samkeppni við ílokksblöðin. í nóvembermánuði 1936 gekk Goebb- els jafnvel svo langt að láta banna alla „óháða“ listgagnrýni, og um svipað leyti gaf Hitler út bann- ákvœði við því að Jþýzkir menn tækju á móti nóbelsverðlaununum, en kom þess í stað á hliðstæðum verðlaunaveitingum innan Þýzka- llands. Bannað var með lögum, að viðlagðri hörðustu refsingu, að henda gaman að stjórnmálamönnum nazista i grínleikritum eða á skemmtistöðum. Það kom þó fyrir að Goebbels skaut þarna yfir markið. Árið 1937 áleit hann tíma til þess kominn að hreinsa öll listasöfn á Þýzkalandi af hinni svokölluðu „úrkynjuðu list“. Að hreinsuninni lokinni efndi liann til sýningar á þessari „úrkynj- uðu“ list, öllum — og þá fyrst og fremst listamönnunum — til við- vörunar. Aðsóknin varð svo gífurleg, að hann ákvað að efna til farand- sýningar á „úrkynjuninni“ í öllum helztu borgum landsins — en það var ekki fyrr en um seinan að Goebbels skildist, að allur almenn- ingur leit á þetta sem síðasta tæki- færi til að skoða listaverk hinna „úrkynjuðu“ meistara. Afskipti Goebbels af kvikmyndum og kvikmyndagerð á Þýzkalandi var, eins og áður er á minnzt, kapítuli út af fyrir sig. Goebbels og Hitler höfðu báðir verið tíjðir gestir í kvikmyndahúsum um langan aldur; eftir að Goebbels hófst til valda lét hann gera sýningarsal heima hjá sér, þar sem hann horfði mörg kvöld á kvikmyndir, annað hvort einn eða með nánum kunningjum — þar á meðal erlendar kvikmynd- ir, sem bannaðar voru í Þýzkalandi. Árið 1935 gekkst Goebbels fyrir „Al- þjóða kvikmyndaþingi“ í Þýzka- landi, þar sem hann gerði sjálfur grein fyrir hinni „nýju stefnu“, sem hann hafði sett þýzkri kvikmynda- gerð og fór mörgum orðum um hlut- verk livikmyndanna meðal menn- ingarþjóða. Kvikmyndirnar máttu umfram allt ekki rofna úr tengslum við almenning, heldur átti kvik- myndagerðin að verða alþýðlegust allra listgreina, sagði hann, og þótti erlendum gestum heldur litið á ræðu hans að græða. Brátt kom og á dag- inn, að þýzk kvikmyndaframleiðsla, sem löngum hafði gegnt forystu- hlutverki, þrátt fyrir hin miklu af- köst vestur í Hollywood, varð ekki annað en svipur hjá sjón — fyrir síaukin afskipti Goebbels, sem ekki lét sér nægja að koma þar á ströngu pólitísku eftirliti, heldur skipti sér af vali leikara, breytti kvikmynda- handritum eigin hendi, lét klippa atriði úr gerðum kvikmyndum, eða krafðist þcss að nýjuin skyldi bætt inn í — en þó bar einna mesl á þvi, að hann leitaðist við að gera fagrar leikkonur skuldbundnar sér með því að sjá svo um að jiær fengju eftir- sóknarverðustu hlutverkin. Þótt Goebbels væri ekki fjáður maður fyrst í stað eftir að hann tók við ráðherraembættinu, barst hann þó talsvert á — að vissu leyti. Hann gerði þó allt til þess, að al- menningur lili á hann sem sérlega sparsainan og ráðdcildarsaman mann, enda þótt hann neyddist til þess, stöðu sinnar vegna, að búa i vegiegri íbúð, Stöðu sinnar vegna „neyddist" hann lika til að festa kaup á miklu og glæsilegu setri á Schwanenwerder, ey nokkurri í Wannsee, sem vellríkur Gyðingur hafði átt, en nazistar gerðu upptækt, og keypti Goebbels það við lágu verði. Af sömu ástæðum „neyddist“ hann líka til að kaupa annað setur, Lanke við Bogenvatnið, sem varð honum að lokum svo dýrkeypt, vegna byggingaframkvæmda, sem fóru langt fram úr áætlun, að einn af fjármálasnillingum nazista, dr. Winkler, varð að koma honum til aðstoðar. Fann hann það bjargráð, eftir að bæði Hiller og Göhring höfðu neitað beiðni hans um að hlaupa undir liagga með Goebbels, að þýzka kvikmyndaframleiðslan veitti honum lífstíðarlán sem dygði —- i þakklætisskyni fyrir allt það, sem hann hafði gert fyrir þá list- grein! Ef til vill hefur það svo verið í þakklætisskyni við þá listgrein, sem Goelibels gaf ýmsum ungum og fögr- um kvikmyndadísum kost á að dveljast hjá sér á þessum setrum sínum, þar sem liann veitti þeim vel, enda þótt hann væri yfirleitt svo naumur á veitingar við aðra gesti sína, að þeir, sem til þekktu, höfðu það fyrir vana að borða hraustlega áður en þeir sátu „veizl- ur“ lians. Það er til dæmis um ná- nasarskap hans í þeim sökum, að hann lét þjón jafnan ganga meðal gestanna með skæri og silfurbakka þegar „veizian“ stóð sem hæst, og krefja þá um skömmtunarmiða fyrir því, sem þeir neyttu. Allt var þetta harla óiíkt opinberum iifnaðarhátt- um annarra nazistaforingja, sem héldu frægustu átveizlur og drykkju- samkvæmi, að minnsta kosti skar Göhring veitingarnar ekki við nögl sér þegar svo bar undir. Mundi þýzkri alþýðu þó hafa orðið kunn- ari rausn Göhrings sem gestgjafa, ef Goebbels hefði ekki lagt bann við því að myndir úr veizlum hans og fréttir af þeim birtust i blöðun- ur, og sjálfur sá hann ekki meira eftir öðru en því, er hann veitti vikublaði einu leyfi til að birta myndir, sem teknar höfðu verið á hans eigin lieimili, og sýndu hve glæsilega hann „neyddist“ til að búa um sig. En þótt Goebbels væri sparsamur i mat og drykki litið sem ekkert, sparaði hann ekki við sig i klæðn- aði — er talið að hann hafi átt yfir hundrað alklæðnaði og alla hina vönduðustu. Magda kona hans var aftur á móti gestrisin og veitul vel, enda hafði hún verið þvi vönust allt frá barnæsku, að þurfa ekki að horfa i skildinginn. Það var hún, sem bauð helztu nazistaforsprökkunum heim og vann hug og hjarta þeirra með glæsilegri framkomu sinni og rausn i mat og drykk — ekki hvað sízt hug og hjarta Hitlers, sem var tíður gest- ur hennar og sýndi það alla tið, að hann mat hana og virti, enda trúði hún á hann i orðsins fyllsta skiln- ingi. Ef til vill hefur það staðið í einhverju sambandi við þann átrún- að, að þau hjónin völdu öllum börn- um sinum nöfn, sem byrjuðu á sama staf og nafn foringjans — Helga, Hilde, Helmuth, Holde, Hedda og Heide. Öllum ber saman um að Goebbels væri börnum sinum góður faðir og stoltur af þeim. Konu sinni var hann einnig góður og ástríkur eiginmaður — að vissu marki, enda var hún honum góð eiginkona og svo skiln- ingsrík, að lengra verður varla til jafnað. Til dæmis tók hún ástar- ævintýrum hans og framhjáhaldi með fátíðu jafnaðargeði — að vissu marki þó. Það var árið 1936, að Goebbels kynntist tékknesku kvikmyndadís- inni, Lídu Baarova, sem var bæði ung og fögur — læpra tuttugu ára — og auk þess gædd miklum hæfi- leikum á sviði listar sinnar. Hún hafði þá um hrið getið sér góðan orðstír i þýzkum kvikmyndum, þar sem hún lék með hinum fræga kvik- VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.