Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 37
BRÉFIÐ Framh. ið. En mig langar til aS tala við ykkur.“ Þegar hann sá að lagt var á borð fyrir fimm, spurði hann hvort þau ættu von á fleirum að borðinu. „Við ókum framhjá Tom Hilyer og syni hans. Þeir hljóta að fara að koma.“ sagði Remenzel. „Já, já, sjálfsagt. Já, auðvitað. Já, þcir fara að koma,“ sagði dr. Warr- en. „Er hann styrkþegi eins og faðir hans?“ spurði Sylvia. „Þetta er ekki viðeigandi spurn- ing“ sagði Remenzel alvarlega. „Ég biðst afsökunar," sagði Sylvia. „Nei, nei, þetta er ekkert óviðeig- andi spurning nú orðið,“ sagði dr. Warren. „Við liöldum þessu ekki leyndu lengur. Við erum stolt af drengjunum, sem hafa fengið styrki, og þeir geta verið sloltir af sjálfum sér. Drengurinn hans Tom fékk þá hæstu einkunn, sem tokin hefur verið hér við inntökupróf. Það er heiður fyrir okkur að fá liann.“ „Við höfum aldrei spurt um eink- unina hans Eli,“ sagði Remenzel. Hann sagði þetta með góðlátlegu vonleysi, eins og Joað gæti ekki verið að Eli liefði staðið sig sérstaklega vel. „Hann hefur sjálfsagt fengið góða meðaleinkunn, geri ég ráð fyrir,“ sagði Sylvia. Hún bjóst við því með hliðsjón af einkunum Eli í barna- skóla, þar sem hann hafði fengið meðaleinkunn hæsta. Skólastjórinn varð undrandi á svipinn. „Hef ég ekki sagt ykkur hvað hann fékk? sagði hann. „Við höfum ekki liitt yður síðan hann tók prófið,“ sagði Remenzel. „En bréfið, sein ég skrifaði . . .“ sagði Dr. Warren. „Hvaða bréf?“ sagði Remenzel læknir. „Áttum við að fá bréf?“ „Bréf frá mér,“ sagði Dr. Warren. „Erfiðasta bréf, sem ég hef þurft að skrifa.“ Sylvia hristi höfuðið. „Við höfum ekki fengið neitt bréf frá yður.“ Dr. Warren leið auðsjáanlega t mjög illa. „Ég setti J^að sjálfur i póst- ‘inn,“ sagði hann. „Það fór áreiðan- lega — það eru tvær vikur siðan.“ „Ég geri ekki ráð fyrir að það týnist mikið úr póstinum hér i Bandarikjunum,” sagði Remenzel læknir. „En auðvitað getur það alltaf komið fyrir.“ Dr. Warren fól andlitið í höndum sér. „Guð minn góður. Ég var undr- andi þegar sé sá Eli hérna. Mér fannst skrýtið.að hann skyldi vilja koma með ykkur.“ „Hann kom nú ekki bara til að horfa á landslagið" sagði Remenzel. „Hann kom til að innritast." ,.Ég vil vita hvað var í þessu bréfi,“ sagði Sylvia. Dr. Warren leit upp og spennti greipar. „Ég sagði ykkur í bréfinu, að með tilliti til einkunna Eli í barnaskóla og þess prófs, sem hann tók hér, væri ekki hægt að búast við að hann gæti mætt þeim kröfum, sem hér eru gerðarRödd hans og augnaráð varð stöðugra. „Að leyfa Eli inngöngu væri að loka augunum fyrir staðreyndum og þar að auki grimmilegt gagnvart drengnum.“ Þessu fylgdi ekki aðeins rót í huga Remenzelhjónanna, heldur varð nú allt á tjá og tundri í salnum. Afríku- drengirnir þrjátíu komu inn og með þeim kennarar, menn frá stjórnar- ráðinu og sendiherrar landa þeirra. Tom Hilyer og sonur hans komu nú inn og heilsuðu þeim glaðlega. „Ég vil gjarnan tala betur við ykk- ur seinna um þetta“ sagði Dr. Warr- en og stóð upp. „Ég verð að fara núna, en seinna . . . “ Hann flýtti sér burt. Tom Hilyer og sonur hans settust við horðið og kölluðu á þjóninn. „Hvað er á hoðstólum?“ sagði Tom. Svo bætti hann við. „Heyrðu, hvar er drengurinn ykkar?“ „Hann fór út andartak“ sagði Remenzel rólega. „Við verðum að finna hann“ sagði Sy’via. „Bráðum, það liggur ekkert á“, sagði Remenzel læknir. „Þetta bréf“ sagði Sylvia. „Eli vissi um það. Hann hefur fundið það og rifið það upp. Auðvitað hefur hann gert það.“ Hún byrjaði að gráta. „Ég hef cngan áhuga á hvað Eli hefur gert,“ sagði Remenzel. „Það sem ég hef mesta áhuga á núna, er, hvað ýmislegt annað fólk muni gera.“ „Hvað áttu við?“ spurði Sylvia. Remenzel læknir stóð upp, ákveð- inn og reiður á svip. „Það, sem ég meina, er það, að ég ætla að ganga lir skugga um hve fljótir menn hérna eru að skipta um skoðun." Sylvia reyndi að halda aftur af honum. „Við verðum að finna Eli fyrst. Það er aðalatriðið.“ „Aðalatriðið er“ sagði Remenzel læknir háum rómi „að fá skólavist fyrir EIi á Whitehill. Þar næst að finna hann og koma með hann hing- að aftur.“ „En góði minn . . .“ sagði Sylvia. „Hér eru samankomnir allir stjórnarmeðlimirnir. Hver einasti lieirra er góður vinur minn eða föð- ur míns. Ef þeir segja Dr. Warren, að Eli fái hér skólavist, þá verður hann hér. Ef allir þessir drengir komast liérna fyrir, þá hlýtur þó, fjandinn hafi það, að vera rúm fyrir Eli lika." Hann skálmaði að næsta borði og byrjaði að tala við tígulegan eldri mann, sem þar sat. Hann var for- maður skólastjórnar. Sylvia afsakaði sig við undrandi Hilverfeðgana og fór út að leita að Eli. Eftir að hafa spurt alla, sem hún hitti, fann hún loks Eli. Hann sat einn á bekk. Eli heyrði móður sína koma, stóð upp, en geklc ekki til hennar. „Veiztu það, eða verð ég að segja Jiér það?“ sagði hann. „Dr. Warren sagði okkur Jiað“ sagði liún bliðlega. „Ég reif bréfið frá honum“ sagði Eli. „Ég get skilið það“ sagði hún. „Við faðir þinn töluðuin alltaf eins og ekkert kæmi til greina nema White- hillskólinn." „Mér liður betur“ sagði hann. Hann reyndi að brosa og gat það auðveldlega. „Mér líður miklu betur núna, Jiegar Jiessu er aflokið. Ég reyndi oft að segja ykkur það — en gat það ekki. Ég gat það alls ekki.“ „Það var okkur að kenna, en ekki þér,“ sagði lnin. „Hvað er pabbi að gera?“ spurði Eli. Sylvia hafði alveg gleymt manni sinum meðan hún var að reyna að hugga Eli. Nú gerði hún sér ljóst, að Remenzel læknir var að gera hræðileg mistök. Hún vildi ekki að Eli kæmist i Whitehillskólann. Það væri ekki réttlátt gagnvart honum. Hún gat ekki fengið sig til að segja drengnum hvað faðir hans væri að gera, svo hún sagði, „Hann kemur rétt strax, vinur minn. Hann skilur þetta. Biddu svolitla stund, ég ætla að fara og ná I hann.“ En hún þunfti ekki að fara. Á sömu stundu kom Remenzel læknir út úr kránni og kom auga á konu sína og EIi. Hann var ringlaður á svipinn. „Jæja?“ sagði hún. „Þeir — Þeir neituðu allir,“ sagði læknirinn dauflega. „Það er öllum fyrir beztu“ sagði Sylvia. „Ég er fegin, ég er reglulega fegin.“ „Hverjir neituðu?“ spurði Eli. „Hverjir neituðu hverju?" „Stjórnarmeðlimirnir“ sagði lækn- irinn og leit á hvorugt þeirra. „Ég bað þá um að gera undantekningu og veita þér inngöngu.“ Eli var eins og steini lostinn. Svip- ur hans lýsti skömm og undrun. „Þú gerðir hvað?“ kallaði hann og róm- ur hans hafði misst allt barnslegt. Svo kallaði hann í reiði: „Þú hefðir ekki átt að gera þetta.“ „ Það er búið að segja mér l)að,“ sagði læknirinn. „Þetta er ekki hægt, sagði Eli. „Þetta er hræðilegt. Þú hefðir ekki átt að gera þetta.“ „Þú hefur rétt fyrir þér“ sagði læknírinn auðmjúkur. „Nú er það ég, sem skanunast mín“ sagði Eli. „Ég bið ykkur bæði afsökunar," sagði læknirinn vandræðalega. „Þetta var mjög illa gert af mér.“ „Nú hefur Remenzel beðið um eitthvað" sagði E’i. „Ég geri ekki ráð fyrir að Ben sé kominn ai'tur með bilinn,“ sagði Remenzel læknir, þó hann vissi að ekki var von á honum strax. „Við biðum hérna úti“ sagði hann. „Ég kæri mig ekki um að fara inn aftur.“ „Remehzel hefur hcðið um sér- réttindi, eins og nafnið réttlæti ]>að“ sagði EIi. „Ég geri ekki ráð fyrir . . .“ sagði læknirinn og endaði ekki setning- una. „Hverju gerirðu ekki ráð fyrir? spurði kona hans. „Ég geri ekki ráð fyrir“ sagði Remenzel læknir,“ að við komum hingað nokkurn tima aftur.“ Ungt fólk á uppleið. Framhald af bls. 15. stund hafði hann samið um kaup á henni og tók lii óspilltra málanna. En hann var ekki vel ánægður með nafnið. Svo var það að konan hans, Fann- ey Sigurjónsdóttir, sá einhverja italska kvikmynd óg hreifst af tveim orðum, Caramia og Carahclla. Eft- ir nokkrar vangaveltur ákváðú þau að nota nafnið Carabella, — og um árangurinn vita flestir. Þau hjónin Ólafur Magnússon og Fanriey Sigurjónsdóttir eru nú bæði 27 ára gömul og eiga bráðurn 10 ára hjúskaparafmæli. Þau kynntust í gagnfræðaskóla og upp úr þeim kunningsskap spratt farsælt lijóna- band, samvinna, áhugi fyrir lífinu og jafnframt fjárliagslegt öryggi. -A: Blóm á heimilinu: R1DDARI3TJARNA eftir Paul V. Michelsen. AMARYLLIS (hyppeastrum), riddarastjarna er nú orðið afar mikið ræktuð, einkum sem af- skorin, og þykir með afbrigðum fagurt og tignarlegt blóm. Kaupi maður sér eina grein með óút- sprungnum knúppum, springa þeir vel út og geía staðið vikum sainan. Blóinin eru mjög mikið notuð i stærri og dýrari skreyt- ingar. Oft er hægt að fá lauka af þeim, og hafa í potti í stofu- glugga, og þá eru það þau blóm, sem setja tignarlegan svip á gluggann. Laukarnir eru látnir í fremur stóra potta, i grófa en vel frjóe/naríka mold, og er þeim plantað það grunnt, að þeir séu hálfir upp úr möldinni. Geymdir í góðri birtu og hlýju, en vökvað- ir fremur lítið fyrr en þeir fara að spíra og sýna blómklúppana, J)á má vökva betur. Þegar blómin eru visnuð, eru þau skorin af nið- ur við laukinn. Að sumrinu eru laukarnir hafðir i góðri rækt og gefið vel af lífrænum blóma- áburði, en þegar fer að líða að hausti, er vökvun hætt, blöðin látin visna og laukurinn hvildur um þriggja mánaða tíma. Laukurinn byrjar svo um jóla- leytið að sýna knúppana og blöð- in að sýna sig. Þá er bezt að vökva og gefa áburð á ný. Riddarastjörnu er hægt að fá rauða, ljósrauða, hvíta og hvíta með rauðum rákum. Umpottun er kannski ekki nauðsynleg ár hvert, en í staðinn skal róta efsta lagi moldarinnar varlega hurtu og bæta nýrri mold á. Fjölgun með frægi og liliðar- laukum. Þessar fögru jurtir eru ættaðar frá Mið-Ameriku. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.