Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 43
BSRu CjBaUMulölnN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi draum, sem ég ætla að biðja þig aS ráSa, en hann er á þessa leiS. Mér fannst ég vera ófrísk og vera á spitala. Svo finnst mér hjúkrun- arkonan koma fram meS tvö börn, og mér fannst ég endilega eiga ann- aS og var svo glöS. En þaS var allt annaS nafn á barninu en mitt, og hjúkrunarkonan sagSi aS ég ætti þaS ekki, en ég sagði aS ég ætti þaS. En hún sagSi aS ég væri ekki búin aS eiga mitt barn og þaS yrSi aS skera mig keisaraskurS, því þaS væri aS verSa of seint. Svo vaknaSi ég. Viltu gjöra svo vel aS birta svar- ið á fimmtudaginn þann 18. janúar. Ein óþreyjufull. Svar til Einnar óþreyjufullrar. Ég álít að draumur þessi sé fyrir því að þú fáir nýjan kjól, sem þú þó verður fyrir von- brigðum með. Hjúkrunarkonan í þessum draum er tákn um að þér bjóðist aukin tækifæri til að taka þátt í félagslífinu, en ein- hver vonbrigði eru því samt samfara. Því miður reyndist ekki kleift að svara bréfi þinu fyrr, sakir þess að sex blöð Vikunnar eru alltaf tilbúin og í gerðinni fyrirfram. Þess vegna hefur ekki reynzt kleift að svara bréfinu fyrr, en ég vona að svarið komi að fullu gagni þrátt fyrir það. DraumráðningamaSur. Mig dreymdi aS ég, konan og dóttir okkar værum aS fara inn i Camp eSa einhvers konar bragga til kunningja okkar. Og viS fórum framhjá varSmönnum, og utan viS girSinguna er lá umhverfis bragg- ana, tindi ég upp nokkur mynda- blöS, sem þar lágu, fyrir dóttur- ina. Förum við svo inn um aSal- hliSiS og var þaS allt í lagi. Þá er viS erum á leið út úr campinum sé ég vopnaSa hermenn hlaupa á eftir okkur. Mér finnst þeir endilega vilja ná í mig en ViS reynum aS komast undan. Þegar kona mín og dóttir eiga stutt eft- ir aS hliSinu heyri ég skot og sé dótturina kastast til og detta niS- ur meira sá ég ekki. Ég á ekki kost á að sleppa burt því aS allsstaSar eru hermenn á verSi og var'ég í felum. Eitt sinn var ég viS horniS á campinum og i myrkri, en Ijós- keila sker umhverfiS annaS slagið. Þá kemur herflokkur og tekur sér stöSu í horninu þar sem ég er. Þeir gera einhverjar æfingar og setjast svo niður hjá mér. Ég fer aS spjalla viS þann sem næstur er og biS hon- urn að reykja, en passa mig á þvi aS taka ekki upp eldspýtur, því aS ég hafSi íslenzkan stokk í vasanum. Þeir spyrja hvaS ég sé aS gera, en ég segist hafa lagt mig af því hér væri svo friSsælt. Einn hermaSur- inn baS mig tví- eSa þrívegis um eldspýtur, en ég sagSist engar hafa. Ég spjalla svo viS þá góSa stund og kveS þá síðan kumpánlega og hoppa bara yfir girSinguna. SíSan fer ég heim og var konan mjög dauf er ég kom, allt hefur verið svo erfitt, segir hún, dóttirin veik og það hefur veriS fylgzt með okk- ur, og ég er peningalaus. Fer ég nú inn i stofu, þar situr háttsettur hershöfðingi á stól og glottir um leið og hann heilsar mér. Og sögðu bæði frá þvi að þau hefðu deilt einni sæng saman. Sá ég síðast liáðsglott mannsins. ÓSinn. Svar til Óðins. Ekki hef ég trú á því að þú þurfir að óttast að draumur þessi eigi eftir að rætast bókstaflega, eins og þú virðist óttast í niður- lagi bréfs þíns til þáttarins. Enda engar skynsamlegar aðstæður fyrir hendi, sem bent gætu til þess að svo geti farið. Á hinn bóginn eru hermenn venjulega tákn deilna og herskapar. Virðist svo sem þú eigir erfitt með að forðast að lenda f deilum, við aðra, þó þú forðist að gefa beint tilefni til þess. Virðist orsökin frernur vera einhver grunur ann- arra um græsku þína, sem senni- lega er ekki á rökum reistur. Endalok málsins virðast alls ekki verða þér f hag þrátt fyrir allt. — Jæja, elskan, ég verð að hætta. Það kom einhver hérna áðan og var að segja að það ætti að fara að grafa hérna í kring. — Ertu ekki bráðum búinn aS stilla tækið? RAFMAriNSRI.nAVFl.AR MARGAR GERÐIR ABA reiivsla Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Verð frá kr. 7.090.00 settið Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 Gerð 2650 - 3 1| steyptar heliur, auðveldar f hreins- 1 un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI vikan 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.