Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 32

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 32
.SCOTl \ # i'. ■ í HAFRAGI ZjóN mnásss! SCOTTS HAFRAGRJÓNIN eru nýjung á markaðnum. Þau eru drýgri, bragðbetri og kraftmeiri, enda heims- þekkt gæðavara. Reynið sjálf þessar þrjár uppskriftir. Leiöbeiningar: 1 góBan hafragraut fyrir tvo; hrserið úr heil- um bolla af Scott's hafragrjónum út í þrjá bolla af köldu vatni. Bætiö út í sléttfullri teskeið af salti. SetjiÖ yfir suöu og látiö sjóöa i fimm mínútur. Hræriö í af og til. (Borið fram meö kaldri mjólk, þegar tilbúiö). . 1 gómsætan hafragraut notio mjólk eða mjólkur- blöndu í staðinn fyrir vatn eingöngu. 1 m. uppskrift. Fyrir tvo: Hræriö úr heilum bolla af Scott's hafragrjón- um út í þrjá og hálfan bolla af hálfsoönu vatni. Bætiö út i sléttfullri teskeið af salti. Haldiö yfir suöu í eina mínútu. HræriÖ í af og til. Takiö hitann af og látiö hafragrautinn standa í fimm mínútur. BoriÖ fram meö kaldri mjólk. Heildsölubirgðir: Kaldur hafragrjónsréttur: HelliÖ beint úr pakkanum, bætiö út á kaldri mjólk og sykri. — Þetta er dásamlegur réttur. SCOTT'S hafraGRJÓNIN fást í næstu búð. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ h.f. myndaleikara, Gustav Fröhlich. — Hún var og almtnnt talin ástmey hans og bjó löngum hjá honum á setri hans á eynni Schwanenwerder, þar sem þau voru nágrannar Goebb- elshjónanna. Það mun hafa verið Magda, sem átti frumkvæðið að því að bjóða þeim heim, innan skamms urðu þau tiðir gestir á setri Goebb- e-ls, og Lida, sem var farin að þreytast á lausakaupunum við Fröh- lich,' varð þess brátt vör, sér til mik- illar ánægju, að Goebbels var tek- inn að gefa henni hýrt auga. Svo fór að hún varð ástfangin af honum. Og þegar hann komst að raun um að hún var hvorki gift Fröhlich eða bundin honum á annan hátt, var það eins og við manninn mælt, að hann tók hana með trompi og gerði hana að ástmey sinni. Og nú gerðist það, sem ekki hafði átt sér stað áður — Goebbels varð sjálfur ástfanginn af ástmey sinni, og að því er virðist í fullri einlægni. Konur eru skarpskyggnar þegar þannig stendur á, og Magda sá brátt hvers kyns var. Og í stað þess að láta framhjáhald eiginmannsins iönd og ieið, eins og hún hafði jafn- an áður gert, leitaðist hún á allan hátt við að ná vináttu Lidu — ekki til þess að fá hana til að sleppa öllum tökum á Goebbels, heldur til þess að koma henni i skilning um að hún yrði að vera honum þæg og eftirlát, og að þær yrðu að vera hvor annarri einlægar og trúar, hans vegna. „Eins og við værum systur,“ sagði hún, og því til staðfestingar vildi hún að þær heilsuðust jafnan 32 VIKAN og kveddust með kossi. „En þú mátt ekki fyrir nokkurn mun eignast barn með honum . . .“ Lida varð í senn undrandi, fyllt- ist viðbjóði og andúð á þessum við- brögðum Mögdu, en hún unni Goeb- bels, og vi.'di allt til vinna að ekki kæmi til aðskilnaðar. Og þar sem hún fann ekki tii neinnar móður- löngunar hjá sér enn, fannst henni ekki nema sanngjarnt að sætta sig við að vera aðeins ástmey Goeb- bels — fyrst Magda lét sér nægja að vera einungis opinber eiginkona hans og geta með honum börn. En svo fór að það varð Magda, sem ekki felldi sig við systurhlut- verkið. Hún afréð að iáta til skarar skríða, og fékk Karl nokkurn Hanke, starfsmann í útbreiðslumálaráðu- neytinu, sem var náinn vinur henn- ar, til að safna sönnunum fyrir ó- tryggð G'oebbels. Það virðist ekki hafa verið miklum vandkvæðum bundið; það tók Hanke að minnsta kosti ekki langan tíma að gera til- tölulega áreiðanlega skrá yfir allt að því fjörutíu konur, sem sam- kvæmt framburði vitna, einkum þjóna og þjónustustúlkna, höfðu lagzt með Goebbels, og voru i hópi jieirra inargar kunnar leikkonur og yfirstéttarfrúr, frægar úr samkvæm- islífinu fyrir fegurð og framkomu- þokka. Því næst leitaði Magda ráða Gölirings, en hann lagði málið fyrir Hitler sjálfan, sem að sögn gerðist ofsareiður og las Goebbels lexíuna, að maður i hans stöðu mætti ekki haga sér á neinn hátt þannig að hneyksli yrði að. Goebbeis virðist hafa meint það fylíilega, er hann hafði í hótunum að segja af sér embætti sínu, svo hann mætli njóta ástar hinnar tékknesku leikkonu, en þá var það hún, sem dró í land og vildi ekki ganga lengra, en halda þó öllu í horfinu. En Hiller vissi ekki neina miskunn þegar „heiður“ þriðja ríkisins var annars vegar. Hann gaf út foringjaskipun í mál- inu, sem hann fól Helldorf greifa og yfirlögreglustjóra Berlínar að birta hinni tékknesku leikkonu — liún og Goebbels mættu hvorki sjást né talast við í misseri að minnsta kosti. Lida varð miður sín af harmi og féll í yfirlið, og þegar hún raknaði loks við aftur, hótaði hún að fremja sjálfmorð á stundinni, ef hún fengi ekki að tala við elskliuga sinn. Svo fór að Helldorf stóðst ekki tár henn- ar og bænir, hringdi til Hitlers og fékk leyfi hans til þess að Goebbels og Lida Baarova mættu ræðast við í síma, en þó einungis undir vitni. Reyndi Goebbels þá að róa ástmey sina, kvað það skyldu þeirra beggja að sýna festu og hugrekki, og kvaddi hana loks með þeirri bæn, að liún „léti allt sitja við sama“. Það er ekki neinum vafa bundið að það fékk mjög á Goebbels að verða að kveðja Lidu, og nokkra daga lokaði hann sig inni á sveitasetri sínu og neitaði að tala við nokkurn mann. Lida lá rúmföst nokra daga, og það var einungis fyrir þá von, sem kveðjuorð Goebbels höfðu vakið með henni, að hún gerði ekki alvöru úr því að fremja sjálfsmorð. En hún fékk að finna fyrir þvi, að ekki var hæltuiaust að komast í ónáð hjá for- ingjanum — allar kvikmyndir, sem hún hafði leikið í, voru bannaðar í Þýzkalandi og öllum samningum riftað. Hún dvaidist enn um hríð í Berlín, í þeirri von að sér mætti takast að líta elskhuga sinn augum einu sinni enn ... Og það tókst henni. Eftir að hún var komin á fætur aftur, ók hún eitt sinn í sportbíl sínum eftir Kurfurstendamn, og kom þá auga á bíl Goebbels, sem ekið var spöl- korn á undan. Hún herti aksturinn, en ráðherrabíllinn hægði ferðina og vék inn í hliðargötu, þar sem bil- arnir óku slðan hlið við hlið nokk- urn spotta. Ilvorugt þeirra mælti orð frá vörum, og Goebbels breytti ekki svip, en Lida þóttist sannfærð um að hann hefði einungis beðið þess að þau mættu sjást einu sinni enn. Svo herti bilstjóri Goebbels aftur ferðina og þar með var þessu lokið, en Lida mundi þennan atburð æ síðan. Hitlér sýndi það í þessu máli, að liann gat verið mikilhæfur manna- sættir, þegar hann vildi það við hafa; honum nægði ekki að skilja Goebbels frá ástmeynni, heidur fékk hann konu hans loks til að falla frá öllum kröfum uni skilnað og ganga aftur í eina sæng með sínum breyzka eiginmanni. Nokkru seinna birtist fræg mynd af þeim hjónum, ásamt foringjanum, í BerlineT Illu- strierte Zeitung — á þeirri mynd brosir Hitler, og er einn um það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.