Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 5
—.. AHLMANN eldavélasamstæðan ' ér heimsþeJtkt úxvalstramleiðsla vegna þfiS6 að: 1 1. lagi er klm algera nýjung, að sjálfvirkur klukkurofi er á eldunar- plötum og sjálfvirkur hitastillir á hraðsuðuplötunum, sem dregur úr hitanum við suðumark niður í hæfi- legt hitastig. f 2. lagi er hinn vandaði innbyggði bökunarofn með sjálfvirkum klukku- rofa, grilli, og með tvöfaldri hurð, innri hurð úr gleri, svo að þér getið fylgzt með bakstrinum án þess að opna ofninn. 1 3. lagi er hún stílhrein, nýtízkuleg og formfögur. — 1 4. lagi: EINU SINNI áHLMANN — ÁVALLT AHLMANN. AULMANN UMBOÐIÐ SIGHVATUR EINARSSON & Co Skipholti 15 — Sími 24133 24137 * í Ekki boðið upp. Kæra Vika. Við þökkum þér fyrir allar ánægju- stundirnar, sem þú hefur veitt okk- ur. Við ætlum að biðja þig að ráða fram úr vandamáli, sem við eigum við að stríða. Þegar við förum á skólaböll er okkur aldrei boðið upp. Við erum alveg eins og gengur og gerist. Við erum frekar „sætar“, og það er ekki svitalykt af okkur, við erum ekki andfúlar, og við erum ekkert „sveita- legar“. Okkur langar til að vita bvernig á þessu stendur og hvað við getum gert til þess að okkur verði boðið upp. > Við vonumst fljótt eftir svari. K. L. D. --------Ég get ekki ímyndað mér annað en þið hafið sleppt að segja mér frá einhverjum ljótum lesti í fari ykkar, því hvaða heil- brigður stráklingur mundi ekki rjúka í það að bjóða upp svona sæturn, og ósveitalegum píum eins og ykkur? Þið eruð kannski fullfínar og sætar og ekki nógu sveitalegar — strákarnir eru kannski feimnir við ykkur. Ég get ekki ímyndað mér neina lausn á þessu fyrir ykkur — Kunnið þið ánnars að dansa? Hárvöxtur á andliti. Kæri Póstur. Ég leita til þín í vandræðum min- umi þeirri von að þú gutir hjálpað mér. Svoleiðis er, að ég hef svo mik- inn bárvöxt í andlitinu. Ég er búin að reyna allt mögulegt en árangur- inn er enginn, nema síður sé. En nú las ég það einu sinni í Póstinum, að það væri hægt að eyða bári með rafmagni, og nú langar mig að biðja þig að svara fyrir mig eftirfarandi spurningum: Er þetta framkvæmt með rafmagni á snyrtistofum? Og er eittbvert gagn í því, eða kemur bárið strax aftur? Ég vona að þú gefir nlér góð ráð, helzl sem bægt er að framkvæma í heimahúsum, þvi ég er nú ekki alltaf í Reykjavík. Ég bið með eftirvæntingu eftir svari, Með þökk fyrir allt. X. — — — I heimahúsum er ég hræddur um að þér verði lítt ágengt, nema þú hafir lækni með þér í þessum heimahúsum. Þú verður sem sagt að bera þetta undir lækni. Oft má lækna slíkt með hormónagjöfum. Og raf- magnsaðferðin hefur gefizt mjög vel — en þú skalt sem sagt forð- ast að dútla við þetta sjálf, ekki sízt þar sem um rafmagn er að ræða. Háttvísi. Kæra Vika. Ég hef verið mikið með ungum pilti, sem er vel menntaður og hefur verið við nám crlendis. Það mætti kannski segja, að við værum trúlofuð, en það er þó ekki opin- berlega. Hann er mjög háttvís og kurteis — sumum finnst það um of, og hann vill helzt að ég þéri tilvonandi tengdaforeldra mina þar til við höfum opinberað trúlofun okkar. Ég hef að sjálfsögðu nokkuð oft komið þangað heim og það er alþýðlegt og elskulegt fólk. En ég hef fundið að móður piltsins hefur ekki líkað við mig og ég held það sé vegna þess að ég þéraði hana. Hún virðist taka það illa upp og hefur líklega fundizt að ég væri meira en litið merkileg með mig. Kærastinn minn, ef ég má nefna hann því nafni, segir, að ég hafi betri framkomu með því að þéra þau hjónin og sýni, að ég hafi hlot- ið gott uppeldi. En ég vildi nú bara helzt þúa þau og vera almennileg. Hvað finnst þér? Ég verð að segja það að lokum, að ég les Póstinn alltaf og likar mér mjög vel, hvern- ig bréfum er svarað. Er það leynd- armál hver gerir það? Góa. -----— Oft hef ég rekið mig á, að fólk leitar til Póstsins með vandamál, sem í rauninni ættu aldrei að komast svo langt — auðvitað er þetta vandamál, sem þú og kærastinn þinn verðið að ræða og ráða fram úr sjálf, og enginn utanaðkomandi getur orð- ið til þess að bæta úr þessu. Ef þú ert viss um að tengdaforeldr- um þínum sé illa við þessar þér- ingar — (mér finnst þessi hátt- vísi piltsins vægast sagt kjánaleg) — sé ég ekki hvernig kærastinn má hafa rétt fyrir sér — að það skapi þér einhverja virðingu og sýni gott uppeldi. Þið skuluð sem sagt ráða fram úr þessu sjálf. Já, það er leyndarmál. Silakeppaumferð. Kæra Vika. Annað hvort eru göturnar í Reykjavík alltof þröngar eða bíl- arnir í höfuðstaðúum eru alltof margir. Að minnsta kosti er ástand- ið í umferðinni ótækt. Það silast allir áfram með 10—20 km hraða og fótgangandi nota tækifærið og eru sífellt að sneygja sér á milli. Það kemur þó nokkuð oft fyrir, að ég verði að bíða tvisvar við sama umferðarljósið og einu sinni varð ég að bíða þrisvar. Þá gekk alveg fram af mér og ég ákvað að skrifa línu um þetta í eitthvert blað. Mig langar til að spyrja: Er þessi sila- keppaumferð nauðsynleg? Eða er hún jafnvel æskileg? Af liverju ger- ir lögreglan ekki neitt til þess að hún gangi greiðar? Og er ekki til einhver umferðarnefnd til þess að vinna að úrbótum á umferðar- málunum? Mér finnst fyrir mitt leyti, að það ættu að vera tvær ak- reinar á Laugaveginum og þrjár í Austurstræti, en þá er líka tæpast liægt að lcyfa hílastæði þar. Ég hef verið allmikið erlendis, hæði í Frakklandi, Þýzkalandi og Danmörku og ég býst við því að allir sem þar hafa verið, séu mér sammála um það, að umferðln þar sé hæði miklu meiri og miklu hrað- ari. Þar er farið af stað á grænu Ijósi alveg á fullum krafti, en ekki með 5 km hraða. Þar aka þrír og X fjórir bilar samhliða á götunum, enda eru fótgangandi ekkert að sniglast yfir götur nema á réttum ljósum. Jæja, nú liður mér betur, en ég vonast eftir einhverju svari. Einn röskur. --------Á meðan göturnar eru svona þröngar og vegfarendur svona miklir kjánar í umferðinni, er ég hræddur um að silakeppa- umferðin sé nauðsynleg, a. m. k. í miðbænum. Tillögur þínar eru svo sem freistandi — en líklega ekki framkvæmanlegar í bráð. . . Veika veika kynið. Kæri Póstur. Oft verðum við bílstjórar af veika kyninu fyrir barðinu á illkvittni þess sterka, og viðurkenni ég, að oft erum við ijölvaðir klaufar — en við keyrum nú lika yfirleitt miklu minna, svo það er ekki nema von. En þótt bílstjórar sterka kyns- ins skorti ekki gagnrýnina, skortir þá oftlega almenna hjálpsemi. Til dæmis hef ég rekið mig á, að þegar ég stanza við rautt umferðarijós, er ekki fyrr komið gult ijós, en bílstjórinn fyrir aftan byrjar að flauta og flauta, ekki sizt ef hann sér kvenmann við stýrið. Þetta er hvimleiður ávani — auðvitað reyn- ir maður að koma bílnum af stað, eins fljótt og mögulegt er — en ekki fljótar. Svo, um daginn, vildi það óhapp til, að það drapst á bilnum mínum við umferðarljós, og mér var lífsins ómögulegt að koma hon- um í gang. Ég fór úr og leit á vélina (ég veit varla af hverju — ég hefði aldrei getað gert neitt) og bilarnir flautuðu og flautuðu — engum datt í hug að hjálpa mér. Ég vil sem sagt fara fram á aðeins eitt: Það er allt í lagi að gagn- rýna, en hvernig væri að sýna snefil af greiðvikni, ha? R. Hvað var í glasinu? Kæri póstur. Þú alvitur víst ert, að því er virðist. Menn leita til þín með margvísleg vandamál, allt frá andlegum liugar- órum til vísinda-vizku og fá svör annað livort greinargóð eða út í hött. Vænti ég þess að þú leysir úr smá orðafiækju (að mér finnst), fengna frá æðri heimurn (býst ég við) gegnuin „andaglas." Þessi setning er si sona: „Vilt þú hafa rár úr arði.“ Með kærri kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Einar íslandus. Það hlýtur að hafa verið vín- andi í glasinu, Einsi minn. Flatneskja. Góði Póstur. Viltu nú lijálpa mér í vandræð- um mínum. Ég er 15 ára og hef svo ægitega miklar áhyggjur af því að ég er svo flatbrjósta, að brjóst- in á mér sjást bara alls ekki. Ég skammast min svo mikið fyrir þetta þcgar ég er að fara úr, t. d. í leik- j fimi eða í sundhöllinni, þar sem ■ aðrar stelpur eru með mér og liafa svo stór og falleg hrjóst. Hvað á ég að gera til þess að fá stærri brjóst? Ein í vandræðum. Þetta er auðvitað dálítið óþægi- legt fyrir þig, en ég held að þú þurfir ekki að örvænta í bili. Þú ert ekki nema 15 ára gömul, og þótt aðrar stelpur á þínum aldri séu með stærri brjóst, þá getur verið að þú sért dálítið seinni til þroska. Venjulega tagast þetta með aldrinum, og brjóst stækka ávallt við fæðingu fyrsta barns. Verst er hvað þú tekur þér þetta nærri. Annars er það oft að þetta gengur í erfðir.. E. t. v. er móðir þín svona líka, eða hefur verið. Ef í hart fer, getur þú að sjálf- sögðu talað við lækni, og vitað hvort hann vill gefa þér hor- mónalyf til að flýta fyrir vextin- um, en mér finnst ekki að þér liggi svo mikið á.... ..Þú getur líka reynt að fá þér brjóstahaldara með púða. Hvor er betri? Viltu segja mér, kæri Póstur, hvað ég á að gera. Það er nefnilega þannig, að ég er 16 ára og er með strák, en fyrir nokkru liitti ég ann- an strák, sem ég var með nokkrum i sinnum. Svo hætti hann að vera með mér og ég var þá áfram með hinum strákn.um, en nú er hinn farinn að hringja i mig aftur og vill fá að vera með mér, en ég hef alltaf sagt nei, lió ég geti ekki gleymt honum og langi til að vera með honum eins og áður. Heldurðu að ég geri rétt, kæri Póstur? Óldár. Það er knnnski ekki að marka það, en ég cr bara alls ekki klár á því hver er hvað og hvað hann gerir. Ertu með öðrum stráknum eða ertu með hinum, og ef þú ert með hinum, hvað þá með annan? Ég mundi segja að þú ættir aðallega að vera með öðrum, en láta hinn eiga sig — sem oftast. P. S. Hvaða símanúmer hef- urðu? HEKLA • AKUREYRI IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDEILD SÍMI 11971,17080

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.