Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 22
FOLKSVAGNINN MINN OG EG V/ VV/ Sigurður Karlsson: „Mér líkaði ekkert sérlega vel við Volks- wagen, þegar ég keypti hann fyrst,“ sagði Sigurður Karlsson rafvélavirki, „en eftir einn eða tvo mánuði var ég ófáanlegur til að skipta. Eg er nýbúinn að selja bílinn minn og bíð eftir nýjum Volkswagen. Önn- ur tegund kemur hreint ekki til greina. Ég geng heldur eða fæ mér skellinöðru.“ — Hvaða kostir ... ? „Það er bara allt. Þú sérð t. d. engan svipaðan bíl, sem hefur eins góðan og vand- aðan frágang. Öryggi og þægindi í akstri — algjörlega rykþéttur. Þú færð heldur engan bíl, sem er eins góður í snjó. Hefurðu heyrt söguna um Volkswagenbílinn, sem kom upp að Fornahvammi í vetur og var sagt að 10- hjóla trukkar hefðu ekki lagt í heiðina vegna snjóa, en sá litli hélt áfram. Svo þegar farið var að leita að honum, fannst hann norður í Skagafirði____?“ FYLGIST M NY STORKOSTLEG VERÐIAUNflKEPPI VOLKSWAGEN de luxe FIMM MANNÁ FOLKSBIFREIÐ í VERÐLAUN Hver hefði trúað því, að íslenzkt blað ætti eftir að verða svo rausnarlegt að gefa heil- an bil. Og ekki nóg með það, heldur splunkunýjan Volkswagen, vinsælasta farar- tæki á íslenzkri grund um þessar mundir og virði ca. 120 þúsund króna. Öll fyrirliöfnin fyrir ykkur lesendur góðir, er að klippa út getraunaseðilinn ásamt myndunum og senda til blaðsins að getrauninni lokinni. Svo er það aðeins spurningin: Hver ekur á splunkunýjum Volkswagenbíl í sumarleyfið? Sá verður nú aldeilis lukkunnar panfíll. Ekki þarf liann að vera upp á aðra kominn, ef hann þarf að bregða sér bæjarleið. Hann er jafn vel settur í sveit og i bæ með þennan bíl, sem fer um torvegu og snjó þar sem jafnvel trukkar verða að gefast upp. Að lokum má benda á, að það eru fyrst og fremst lesendur Vikunnar sem hafa gert blaðinu kleift að bjóða þennan góða vinning. Með því að kaupa blaðið, stuðlið þið að því að það verði sífellt betra og betra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.