Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 6
IÉ|llÍÍ!íllpl:|:l|lÍ mmmfflmmmmMmá .mm. lilfclll "<■ ' ! ' , /l \ n . ; ■••■■■• ÞaS var snemma vors. Iíuldaleg birta daufra sólargeislanna féll á gráa, harðfrosna jörðina og bústnir brumlmappar pilviðar- greinanna voru eins og gullin móða, sem bar við himin. Svartur Rolls-Roy.ce bill brunaði eftir Connecticut bílabrautinni frá New York. Við stýrið var svertinginn Ben Barkley. „Verrtu undir hámarkshraðanum, Ben,“ sagði Remenzel læknir. .Jiíér er sama hve fráleitur bann er, haltu þig undir hoinum. Það er engin ástæða til þess að flýta sér — við höfum nógan tíma.“ Ben hægði á ferðinni. „Á vorin er eins og hann langi til að spretta úr spori“, sagði hann. „Gerðu það sem þú getur til að halda aftur af honum — ef þér er sama.“ „Já, herra,“ sagði Ben. Svo lækkaði hann róminn, þegar hann yrti á Eli Remenzel, þrettán ára son læknisins, sem sat í fram- sætinu. „Öllum mönnum og skepnum líður vel á vorin,“ sagði hann við Eli. „Vélum liður líka vel.“ Eli umlaði eitthvað. „Öllu Iíður vel“ sagði Ben. „Líður þér ekki vel?“ „Auðvitað, víst líður mér vel.“ sagði Eli tómlega. „Það vantaði bara — þú sem ert að fara í þennan fina skóiaf*, sagði Ben. Þessi fíni skóli var Whitehill drengjaskólinn 1 North Marston, Massachusetts. Rolls-Royce billinn var á leið þangað. Eli átti að innritast þar, meðan faðir hans sæti fund yfirstjórnar skólans. „Ég held að drengnum líði ekki vel, sagði Ben, en honum var engin alvara. Það var vorið, sem gerði hann skrafhreyfinn. „Hvað er að, Eii,“ sagði læknirinn annars hugar. Hann var að skoða uppdræíti að þrjátiu herbergja viðbót við Minningar- hús EIi Iiemenzel — en það var langa-Ianga afi hans. Remenzel læknir hafði lagt teikningarnar á hnotuborðið, sem dregið var aftur úr framsætinu. Hans var þéttvaxinn og höfðinglegur mað- ur, sem stundaði læknisstörfin af köllun en ekki þörf, þvi hann var forríkur. „Hefurðu áhyggjur af einhverju?" spurði hann Eli, án þess að líta upp frá texkningunum. „Nei,“ sagði Eh. Sylvia, hin fagra móðir hans, sat váð hJið læknisins og las skólaskýrslu Whitehill skólans. ,»Ef ég væri i þínum sporum,“ sagði hún við Eli, „væri ég svo spennt, að ég þyldi það varla. Fjögur beztu ár lifs þíns eru að byrja.“ „Já“, sagði Eli. Hann sneri sér ekki að henni. Hún varð að tala við hnakka hans, við brúnt stritt hárið ofan við hvítan flibb- ann. „Mér þætti gaman að vita, hve margir af Remenzel ættinni hafa gengið á Whitehill-skólann“, sagði Sylvia. „Það er eins og að spyrja, hve margir þeirra liggja í kirkju- garðinum,“ sagði læknirinn. „Allir hafa verið þar.“ „Ef þeir væru taldir, hvar i röðinni mundi Eli vera?“ sagði Sylvia. „Það er það, sem ég meina.“ Spurningin gerði Remenzel lækni dálítið ergilegan. Honum fannst ,hún frekar ósmekkleg. „Maður heldur engan reikning yfir þannig hluti,“ sagði hann. „Gettu“, sagði konan hans. „Það yrði að fara yfir allar skólaskýrslur langt aftur í tímann, alla leið á átjándu öld, ef hægt ætti að vera að geta upp á nokkru. Og þá yrði að ákveða hvort telja ætti Schofieldsfólkið og alla af Haley og MacLellan fjölskyldunum til Remenzelættarinnar.“ „Gerðu það fyrir mig að gizka á það,“ sagði Sylvia „bara menn, sem höfðu Remenzel að ættarnafni." „Jæja,“ læknirinn yppti öxlum og ýtti frá sér teikningunum. 1 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.