Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 34
Þér njótið vaxandi álits ... þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöö Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. GiIIette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Sillette er skrásett vörumerkl. i i I I ) i t „Sagði hann nokkurn tíma: Þú crt ekki Whitehill (trengur‘?“ spurði S'ylvia. „Auðvitað,“ sagði Remenzel lækn- ir. „Ef drengurinn var sérstaklega heimskur eða ómögulegur á annan hátt, komst hann ekki að. Það verð- ur að vera einhver markalína. Allir verða að vera fyrir ofan hana. Drengirnir frá Afríku verða lika að vera það. Þeir komast ekki inn, bara vegna þess að stjórnin vill koma á vináttusambandi. Við gerum henni það ljóst. Drengirnir verða að stand- ast prófið.“ „Og gerðu þeir það?“ spurði Sylvia. „Ég hef heyrt, að þeir hafi allir komizt að, og þeir tóku sama prófið og Eli.“ „Var það þungt próf, væni minn?“ spurði Sylvia. Það var í fyrsta skipti, sem hún hafði spurt að því. Eli umlaði. „Hvað segirðu?“ sagði hún. 34 VIKAN „Já,“ sagði Eli. „Ég er fegin að þeir gera miklar kröfur," sagði liún, en gerði sér svo ljóst að þetta var kjánalega talað. „Auðvitað gera þeir miklar kröfur,“ sagði hún. „Þess vegna er skólinn svona frægur og þess vegna komast allir þetta vel áfram, sem þar hafa verið.“ Hún hélt áfram að blaða í skóla- skýrslunni. „Hér eru svo skemmti- legir skólasöngvar," sagði hún. „Orti einhver Remenzel þá?“ „Það held ég ekki,“ sagði Remcnz- el læknir. „En bíddu við, nýja söng- inn orti Tom Kilyer.“ „Maðurinn, sem við ókum fram- hjá í gamla bilnum?“ „Já. Tom orti hann. Ég man eftir þegar hann gerði það.“ „Drengur, sem naut styrks, orti hann. En hvað það var skemmti- legt.“ Hann var styrkþegi, var það ekki?“ „Faðir hans var bilaviðgerðar- maður.“ „Þarna heyrirðu hvað skólinn, sem þú ferð í, er lýðræðislegur, Eli,“ sagði Sylvia. Hálfri stundu siðar stanzaði bíll- inn við krána hjá Whitehillskólan- um. Ben Barkley var sendur burt með bíllinn i rúma eina og hálfa klukku- stund. Remenzel læknir gekk með Sylviu og Eli inn í gamalkunna og vinalega krána. Þar var lágt undir loft og gamlir látúnsbikarar, klukk- ur og viðarveggir mættu augum þeirra og vingjarnlegir þjónar heils- uðu þeim með nafni. Eli fylltist skelfingu við tilhugsunina um það sem koma skyldi og rak sig á gamla klukku, sem glumdi í við höggið. Sylvia gekk afsíðis. Þeim var vísað að borði undir mynd af einum skólasveinninn, af þeim þremur, sem höfðu orðið forsetar Bandaríkj- anna. Það var að verða fullt þarna inni og hver fjölskylda var með dreng á aldur við Eli. Sumir voru í skóla- búningi, en þeir, sem voru að inn- ritast, áttu ekki rétt á honum enn. Læknirinn bað um Martini, sneri sér svo að syni sínum og sagði: „Móðir þín virðist halda að þú njót- ir einhverra forréttinda hér. Ég vona að þú sért ekki á sömu skoð- un?“ „Nei,“ sagði Eli. „Mér mundi sárna það mjög, ef ég heyrði það einhvern tíma eftir þér, að þú héldir að nafnið Remenzel veitti þér einhver sérréttindi.“ „Ég veit það,“ sagði Eli eymdar- lega. „Þá er það útrætt mál,“ sagði læknirinn. Hann heilsaði ýmsu fólki i salnum og fór að hugsa um hverj- um þetta stóra borð, sem stóð full- búið upp við einn vegginn, væri ætlað. Honum datt helzt i hug, að það væri fyrir einhvern íþrótta- flokk. Sylvia kom að borðinu, og það varð að hvísla að Eli, að þáð væru mannasiðir að standa upp, þegar kona kæmi að borðinu. Sylvia hafði heyrt að langa borð- ið væri fyrir drengina frá Afríku. „Ég er viss um að það hafa aldrei borðað hér svo margir þeldökkir drengir síðan kráin byrjaði að starfa,“ sagði hún. „En hvað tímarn- ir breytast.“ „Það er rétt hjá þér að tímarnir breytast,“ sagði læknirinn. „En það er ekki rétt að hér hafi ekki áður borðað margir svertingjar. Einu sinni var hér járnbrautarstöð." „En hvað þetta er spennandi,“ sagði Sylvia. Hún horfði í kringum sig eins og fugl. „Mér finnst allt svo spennandi hér. Ég vildi bara að Eli væri i skólabúningi.“ Remenzel læknir roðnaði. „Hann helur ekki öðlazt rétt til hans enn.“ „Ég veit það,“ sagði Sylvia. „Ég hélt, að þú mundir fara að biðja einhvern um skólabúning handa Eli strax,“ sagði læknirinn. „Ég mundi aldrei gera það,“ sagði Sylvia, og var nú dálítið móðguð. „Því ertu alltaf svona liræddur um að ég verði þér til skammar?" „Við skulum ekki tala um þetta. Fyrirgefðu. Við skulum gleyma þessu,“ sagði Remenzel læknir. Sylvia varð aftur glaðleg, „Þarna er sá maður, sem ég dái mest, fyrir utan manninn minn og son okkar,“ sagði hún. Það var dr. Donald Warr- en, skólastjórinn. Hann var maður um sextugt og stóð nú þarna með framkvæmdasljóranum og leit yfir borðið, sem ætlað var Afríkudrengj- unum. Á þeirri stundu stóð Eli snögglega upp og þaut út úr borðsalnum. Hann rakst þjösnalega á dr. Warren án þess að heilsa, þó hann þekkti hann vel og skólastjórinn kallaði á hann. Hann horfði sakbitinn á eftir hon- um. „Hver fjárinn gengur á?“ sagði Remenzel. „Kannski er honum illt,“ sagði Sylvia. Þau höfðu ekki tíma til að hugsa meira um þetta, því dr. Warren kom auga á þau og kom að borðinu til þeirra. Hann var hálfvandræðalegur, og spurði hvort hann mætti setjast hjá þeim. „Auðvitað, vissulega," sagði Rem- enzel læknir glaður. „Það væri okk- ur mikil ánægja.“ „Ég get ekki borðað með ykkur,“ sagði dr. Warren. „Ég mun sitja hjá nýju drengjunum við langa borð- Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.