Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 29
ur af sínu liði,“ sagði María. „Há- körlunum sínum.“ „Já, ég geri ráð fyrir að Þeir hafi \'erið líkir um margt,“ sagði hann. Maria kinkaði kolli. Hún harmaði fall Riffs, sem hafði verið svo líkur bróður hennar. Hún hafði að vísu aldrei séð hann, en hún þóttist vita að hann hefði haft svipað augnatil- lit, hvasst, tortryggið, sífellt: á verði gagnvart öllu og öllum; augnatillit unglings, sem gert hafði uppreisn gegn umhverfinu og vildi sýna og sanna öllum að hann væri maður, en mistókst alltaf. Hver mundu svo örlög þeirra hafa orðið? Hún spurði sjálfa sig, og fann það eitt til svars, að þeirra hefði áreiðanlega ekki beðið nein hamingja. Þeir höfðu þegar á unga aldri lifað það, sem margur fullorðinn hafði aldrei kynnzt. Þeir gátu engu unnað, tortímdu öilu, sem á vegi þeirra varð, enda Þótt þeir væru fúsir að vinna eið að því, að það væri aðeins eitt, sem þeir hötuðu — hvor annan. Hún harmaði þá því báða jafnt, hefði verið fús til að fórna lífi sínu fyrir hvorn beirra sem var. E'n hvaða þýðingu hei'ði það svo haft? Fyrr eða siðar hefðu Þeir feng- ið bana, og ef til vill hefðu þeir aðeins orðið öðrum að bana, ef beir hefðu fengið að lifa lengur. Og að lokum hefðu þeir fallið í átökum — i veit- ingakrá, danssal, í aftursæti í bíl ell- egar í návígi uppi á einhverju hús- þakinu. En áreiðanlega ekki í rekkju sinni, þvi að menn eins og þeir, lágu stöðugt í launsátri hver fyrir öðrum, reiðubúnir að drepa eða verða drepn- ir. Þótt beir hefðu lifað lengur, mundu Þeir ekki hafa orðið hótinu hyggnari. „Þess vegna hlutu þeir báðir að falla," mælti hún lágt. „Og þess vegna mátt þú ekki sæti sömu örlögum; þú varst einu sinni eins og þeir, en nú ertu það ekki lengur. Þú þráir að verða allur annar, en bróðir minn og Riff vildu einungis vera eins og Þeir voru." „Ég skil þig ekki,“ hvislaði hann furðu lostinn. „Það er eins og bað fái ekkert á þig, að ég skuli hafa orðið bróður þínum að bana?“ „Þú vildir ekki verða honum að bana," svaraði hún rólega sem fyrr. ,,Þú vildir koma í veg fyrir að þeir berðust. Og Það var ég, sem krafðist þess af þér. Það var min vegna, að þú fórst þangað, bað var ég, sem sendi þig ....“ „Já, þú geröir það aö vísu,“ svar- aði hann hraðmæltur og vildi ekki að hún tæki á sig sök hans að neinu leyti. „En Þú vildir ekki að ég felldi bróður þinn. Harmarðu ekki lát hans? Græturðu hann ekki?“ „Þarftu að spyrja," varð henni að orði. „Bernardo var bróðir minn, þú ert maðurinn, sem ég elska -—• hví skyldi ég ekki hafa ástæðu til að gráta? En ég vil ekki gráta, ég vil elska. Ég vil elska, en ekki hata neitt eða neinn. Skilurðu mig nú?“ „Við .... bú og ég,“ sagði hann og svipaðist um í myrku herberginu. ,,Ást og dauði . . . . á einu og sama andar- taki ....“ Hún lagði fingur -á varir hans. Fótatak heyrðist frammi í eldhúsinu. Það voru trjónuhælarnir á skóm Anítu, sem skullu við gólf, 0g í sömu svifum kvað við rödd hennar þar frammi: „Maria?" Svo barði hún á herbergishuröina. „Marla .... Það er Anita. Hvers vegna hefurðu læst að þér?“ Framhald 1 næsta blaði. SKYRTUR ÚRYALS TEGUNDIR DAM§KAR 100% NYLON EMNKAR * ENGIN STRAUNING * STERKAR * FALLEGAR TERYLENE SÆM8KAR i'A melka 100% NYLON > VIKÁN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.