Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 33
Að lióflegum tima liðnum ól Magda svo eiginmanni sinutn ,.sáttabarn- ið“, Heide litlu, sem fæddist ái ið 1940 og varð síðasta barn þeirra. Goebbels vann af sér sorgina, enda voru nú næg verkefni fyrir hendi, og öðru hverju lyfti hann sér svo- litið upp með laglegum uugmeyj- um, en ekki urðu þau ævintýri var- anleg, og er svo að sjá sem þau Magda og Ilitler hafi látið sér það vel líka. Svo segir von Oven, náinn vinur og samstarfsmaður Goebbels, að þeg- ar einsýnt mátti teljast hvernig styrjöldin hlyti að fara, hafi Goeb- bels tekið sig til og brennt öll einka- bréf sín og önnur slík plögg, og beðið sig aðstoðar við þær fram- kvæmdir. Meðal þessara plagga var mikið af ijósmyndum. Þá gerðist það að Goebbels athugaði mynd eina mun lengur en nokkra aðra, sýndi síðan aðstoðarmanni sinum og mælti: „Þarna er þó ein falleg stúlka .. Myndin var af Lidu Baarova. Goeblieis horfði á mynd henn- ar enn um hríð. Svo reif hann liana sundur. „í eldinn með hana ...“ BRÉFIÐ. Framhald af bls. 7. „Ó,“ sagði Sylvia. Hún hugsaði um þetta nokkra stund og sagði svo: „Eru líkur til að Eli fái einn þeirra sem herbergisfélaga?“ „Nýliðarnir draga um herbergis- félaga,“ sagði Iæknirinn. „Það get- urðu líka séð i skýrslunni.“ „Eli,“ sagði Sylvia. „Ha,“ sagði Eli. „Hvernig mundi ])ér líka að fá svona Afríkana sem herbergis- félaga?“ „Eli yppti ólundarlega öxlum. „Væri það í !agi?“ spurði Sylvia. Eli svaraði ekki. „fig býsl við að það geti verið,“ sagði Sylvia. „Það ætla ég bara að vona,“ sagði læknirinn. Nú ók Rolls-Roycebillinn fram á gamlan, beyglaðan Chevrolet. Aftur- dyrnar voru bundnar aftur með snæri. Remenzel læknir leit á öku- mauninn og varð glaður á svip. Hann sagði Ben Barkley að aka samsíðis gamla bílnum. Hann teygði sig yfir Sylviu, renndi rúðunni niður og kallaði tií mannsins við stýrið á Chevrolet- bílnum: „Tom! Tom!“ Þetta var gamall skólabróðir læknisins. Hann veifaði skólabind- inu, sem hann var með og benti á myndarlegan son sinn, sem sat hjá honum. Með bendingum og brosi gaf hann til kynna, að drengurinn væri að fara að Whitehill. Remenzel benti á hárlubbann á Eii og gaf í skyn, að það væri sama um hann að segja. í gegnum rokið milli bilanna, ákváðu þeir að hitt- ast við hádegisverð í krá nálægt Whitehill. „Allt i lagi, sagði læknirinn við Ben, haltu áfram.“ „Veistu hvað,“ sagði Sylvia „ein- hver ætti að skrifa grein ...“ Hún le-it aftur og horfði á gamla bílinn dragast aftur úr. „Einhver ætti svo sannarlega að gera það.“ „Um hvað?“ spurði læknirinn. Hann tók eftir því að Eli var kom- inn hálfur niður i sætið. „Eli,“ kall- aði hann hörkulega. „Sittu beinn.“ Telpukápan Q1Q1 er komin tvíofið þýzkt ullarefni - 4 tízkulitir. Verzl. SIF, Laugavegi. — Verzl. EROS, Hafnarstræti. Verzl. SÓLEY, Laugavegi. — Verzl. FONS, Keflavík. Verzl. ANNA GUNNLAUGSSON, Vestmannaeyjum. SOKKABÚÐIN, Laugavegi. Heildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. Hann sneri sér aftur að Sylviu. „Flestir lialda að svona drengja- skólar séu svo broddborgaralegir og séu aðeins fyrir fólk, sem á pen- inga,“ sagði Sylvia „en það er ekki satt.“ Hún blaðaði i skýrslunni. „Hér stendur, að engum dreng verði neitað um skólavist þó fjöl- skylda hans geti ekki borgað fullt skólagjald. Stjórnin velur á ári hverju úr 3000 drengjum þá 150 bezt gefnu og duglegustu, án tillits til þess, hvort fjölskylda þeirra getur borgað 2200 dollara skólagjaldið. Þeir, sem jmrfa á styrk að halda fá hann, meira að segja til fatnaðar og ferðarinnar til skólans.“ Sylvia hristi höfuðið. „Mér finnst þetta vera stórkostlegt. Fólk gerir sér þetta alls ekki ljóst. Sonur vöru- bílstjóra getur verið í Whitehill- skólanum." „Ef hann er nógu greindur,“ sagði Remenzel. „Og það er allt Remenzelfjölskyld- unni að þakka,“ sagði Sylvia stolt. „Og ýmsum fleirum,“ sagði lækn- irinn. „Hér stendur, að Eli Remenzel hafi lagt grundvöll að skólastyrkj- unum með þvi að gefa skólanum landareign, sem núna mundi kosta 3 milljónir dollara.“ „Eli,“ sagði læknirinn. „Sittu upprétlur. Hvað er að þér?“ Eli settist upp, en féll strax sam- an aftur eins og snjókarl í víti. Hann hafði gilda ástæðu til þess, og góða ástæðu lil þess að hverfa alveg. Hann gat ekki fengið sig til að segja ástæðuna. Hún var sú, að honum hafði verið neitað um skólavist i Whitehill. Hann hafði fallið á inn- tökuprófinu. Foreldrar hans vissu það ekki, þvi Eli liafði fundið þetta hræðilega bréf í póstinum og rifið það í tætlur. Remenzel læknir og kona hans báru engan kvíðboga fyrir því, að Eli kæmist ekki inn í skólann. Það var óhugsandi, frá þeirra sjónar- miði, að Eli hefði ekki staðizt próf- ið og þeim lék ekki einu sinni for- vitni á að vita hvernig einkunnií' hann hefði fengið. „Hvað þarf Eli að gera, þegar hann innritast?" sagði Sylvia, þegar Rolls-Roycebíllinn nálgaðist skól- ann. „Ég veit það ekki,“ sagði læknir- inn. „Ég geri ráð fyrir að hann þurfi að fylla út alls konar eyðu- blöð. Það var öðruvisi í mínu ung- dæmi. Þá talaði skólastjórinn við mann stundarkorn og sagði svo: „Nú ertu Whitehill drengur." YIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.